Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.05.2007, Qupperneq 76

Fréttablaðið - 12.05.2007, Qupperneq 76
N okkuð langt er síðan svo virtur sjálfstæður leik- hópur hefur komið hingað og er þá næst að minnast Theatre de Complicite. Cheek er þó nokkru eldri og hefur verið að frá 1981 þegar þeir félag- ar og sambýlingar Nick Orme- rod hönnuður og Declan Donn- ellan leikstjóri settu þennan far- andleikflokk á stofn. Orðspor þeirra félaganna óx hratt: þeir unnu markvisst út frá reynslu eldri leikflokka af svipaðri stærð, leikhús skyldi færa stað úr stað. Því varð einfaldleikinn ráðandi í leikmynd, áhersla lögð á búninga og leikstíl sem málaði verkin og lýsti sér í einstaklega skýrri textatúlkun og hreyfingu. Þeir lögðu sig líka strax í upphafi eftir sígildum textum og kunnu þá list fljótt að láta verkin ríma við samtíðina. Þeir félagar litu hér við í vikunni: að baki var dvöl í Bandarikjunum og á móti þeim tók fjallahringur, svali og sól. Þetta var fyrsta heim- sókn þeirra til Íslands og þeir áttu ekki orð til að lýsa undrun sinni. Það var svolítið erfitt að vakna og jetlaggið var enn í skrokknum. Með vaxandi frægð þeirra og viðurkenningu hafa opnast dyr. Nú sækja þeir verkefni sín út fyrir flokkinn og kynni þeirra af rúss- nesku leikhúsi hafa leitt il þess að þeir standa nú að sviðsetningum í Rússlandi og fara rússneski flokk- urinn og sá enski víða um lönd. Starfsemi sem þessi kallar á jarð- bundna menn. Ferðalög stóran hluta úr ári eru lýjandi og verk- legur þáttur heimtar þrek af öllum þátttakendum, stundum vikum og mánuðum saman. Leikferðin vest- anhafs hefur staðið í þrjá mán- uði og á ferli flokksins hefur hann leikið í 305 borgum í fimm heims- álfum og 40 þjóðlöndum. Nick segir þessi löngu ferða- lög hafa sína kosti. Lengsta ferð þeirra hafi staðið í 18 mánuði en verkefnavalið, áherslan á klassísk eldri verk, leiði til þess að sýning- arnar batni: „Meistaraverkin búa yfir svo mörgum lögum af merk- ingu að það er stöðugt að koma eitt- hvað nýtt í ljós í svo löngum ferð- um. Ný verk búa ekki yfir slíkum eiginleikum, þeim gæðum. Kerfið í Bretlandi er þannig núna að það eru stóru leikhúsin sem panta ný verk. Fyrir yngri flokka er sjald- gæft að fá ný verk í hendur nema þeir hafi höfund innan sinna raða.“ Hann segir einfaldleikann sem stafi af sýningum þeirra koma til af þörf farandflokksins og ekki síður vegna smekks þeirra. Þeir kjósa einfaldan stíl og flest verkin sem þeir sýna voru skrifuð fyrir einfalda, jafnvel enga sviðsmynd. Ferðalögin hafi marga kosti: eitt sinn hafi þeir á þriggja vikna tímabili leikið átján sinnum á ólík- um stöðum fyrir ólíka áhorfendur. Það sé spennandi. Cheek by Jawl hefur lengst af verið heimilislaus flokkur þótt þau hafi jafnan sýnt í Donmar- leikhúsinu í London og raunar litið á það litla og fallega leikhús sem sitt helsta skjól. Nú er að hefjast önnur sýningartíð þeirra í Barbi- can-leikhúsinu í City þar sem Kon- unglegi Shakespeare-flokkurinn hafði aðsetur um árabil. Þar sýndi Vesturport Woyzeck í fyrra. Cheek var boðið þar aðsetur um þriggja ára skeið. Þeir leika á hinu firna- stóra sviði og byggja þar áhorf- endasvæði, líkt og stundum hefur verið gert hér á stóra sviði Borg- arleikhússins. Flokkurinn var til skamms tíma í þeim hópi sjálfstæðra leikhúsa sem hafði langtíma styrktarsamn- inga, líkt og t.d. Hafnarfjarðar- leikhúsið og Leikfélag Akureyr- ar hafa hér á landi. Þess utan voru hópar sem fengu aðeins styrki til einstakra verkefna, rétt eins og hér. Nú fær Cheek rúmlega 300 þúsund pund í árlegan styrk eða 38 milljónir. Það dugar í ár segir Nick til þess að sýna Cymbeline og fá systurflokkinn rússneska til Bretlands í sýningarferðalag með Þrjár systur eftir Tjekov. Íslensk- um leikhúsmönnum væri hollt að líta til þess hvað Cheek fær í styrk. Declan og Nick hafa um árabil átt samstarf við rússneska leik- ara. Þeir voru að sýna í Finnlandi og var þá bent á sýningar Maly- leikhússins í St. Pétursborg sem Annað og meira en bara orðin Leikhúsmenn Evrópu myndu lýsa heimsókn breska leikhópsins Cheek by Jawl sem einum af hápunktum Listahátíðar í Reykja- vík væri þeim kunnugt um að leið hans liggur hingað í vikunni. Flokkurinn sýnir Simbelínu eftir Shakespeare fjórum sinnum í Þjóðleikhúsinu frá þriðjudagskvöldi fram á föstudag. Páll Baldvin Baldvinsson hitti stofnendur og listræna stjórnendur hópsins einn morgun yfir kaffi, þá Declan Donnellan og Nick Ormerod.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.