Fréttablaðið - 12.05.2007, Síða 78

Fréttablaðið - 12.05.2007, Síða 78
Tónlistarspekingurinn var örugg- ur í þriðja sætinu og virðast marg- ir vera forvitnir hvað sé að ger- ast á bakvið þennan nakta, þekkta haus. „Dr. Gunni liggur ekki á skoðunum sínum og fátt er honum óviðkomandi. Jafnvel þó maður sé ekkert endilega alltaf sammála honum er alltaf gaman að lesa það sem hann hefur að segja,“ sagði einn álitsgjafi „Vangaveltur Dr. Gunna eru oft skemmtilegar og tenglar yfir á sérviskuleg rokklög svínvirka,“ bætti annar við. F yrir utan þessar tvær stóru blokk- ir, mbl.is og visir.is stendur hópur manna sem hefur megnustu óbeit á þessum „sölu- varningi“. Og telja sig vera hina sönnu bloggara. Margir hverjir hafa bloggað lengi en ekki á vef- svæðum dagblaða heldur þar sem meira þarf að hafa fyrir því að afla sér vinsælda. En það virðist lítið bíta á þá blog.is- og blogg.visir.is-menn. Þótt einhverjir gefist upp og nenni ekki lengur eru alltaf nýir og nýir að bætast í hópinn. Og menn hafa misháleitar hugmyndir um sín skrif. Á meðan sumir segja frá tanntöku barnanna sinna, henda inn nokkrum uppskriftum og ræða vinnustaðarómans eru aðrir sem telja sig vera alvöru fréttastofu eða greina frá kynlífi og græn- meti í sömu línu. Fréttablaðið ákvað því að leita til nokkurra nafntogaðra einstakl- inga; bloggara og þeirra sem hafa gaman af bloggi, og reyndi að finna út með lýðræðislegum hætti hverj- ir væru bestu bloggararnir og hverjir þeir verstu. Að gefnu til- efni skal þó taka fram að mat þetta endurspeglar á engan hátt skoðun Fréttablaðsins heldur eru þetta niðurstöður úr atkvæðagreiðslu. Af góðum, vondum og verri bloggum Ný della er mætt á svæðið. Það er ekki nýr tjaldvagn. Ekki ný tegund af ilmkertajóga. Heldur blogg. Hvort sem þú heitir Gunnar eða Páll, ert rafvirki eða alþingismaður − allir skulu blogga. Moggabloggið sló rækilega í gegn og Vísir.is fylgdi í kjölfarið. Júlía Margrét Alexandersdóttir tók að sér embætti kjörstjóra, smalaði kaffihúsaspekingunum inn í kjörklefa og stóð fyrir kosningu á bestu og verstu bloggurum landsins. Egill Helgason hlýtur þessa nafn- gift og er vel að henni kominn. Fólk úr öllum áttum útnefndi Egil besta bloggarann og sagðist koma reglulega við hjá honum á Vísi á netrúnti sínum. „Egill Helga- son er skemmtilegasti bloggar- inn þótt hann telji sig ekki slík- an. Hann er iðinn við kolann og alltaf með puttann á púlsinum,“ sagði einn álitsgjafa Fréttablaðs- ins. „Egill er alltaf skemtilegur þó hann sé orðinn dálítið fyrirsjáan- legur með aldrinum. Egill skrif- ar mjög skýran og lipran texta. Virkilega gaman þegar honum er mikið niðri fyrir, sem er ein- att,“ bætti annar við. „Egill er enn bestur, eftir öll þessi ár. Nær enn að vera ferskur og ófyrirsjáanleg- ur. Við getum ekki annað en verið þakklát fyrir að þessi víðlesni heimsborgari skuli hafa áhuga á íslenskri flokkapólítík,“ lét einn hafa eftir sér. Egill er einn elsti „bloggari“ landsins þótt flestir af þeim kjós- endum sem settu hann í þennan flokk nefndu að sjónvarpsmaður- inn sjálfur liti ekki á sig sem blogg- ara. „Þetta var nú hálfgert grin að þetta væri ekki blogg því ég byrj- aði að skrifa á vefinn snemma árs árið 2000 og orðið blogg var ekki til þá,“ svarar Egill. Egill segist engar haldbærar skýringar hafa á vinsældum sínum. „En ég held að það sé erfitt að sjá hvers taum ég dreg í lífinu. Það er erfitt að flokka mig og ekki auðvelt að sjá hvar ég stend í stjórnmálum. Svo hef ég líka leyft mér að skipta um skoðun, geri það óhikað og myndi aldrei monta mig af því að hafa staðið á sömu skoðun í gegn- um allt. Það er engum til hróss.“ Þótt ótrúlegt megi virðast þá er sá sem fékk næst flestu atkvæðin hinn nafnlausi bloggari hnakkus. blogspot.com en nafnleysi hefur löngum verið eitur í beinum blogg- ara. „Hnakkus skrifar undir dul- nefni og gerir það smekklega ólíkt sumum. Hann er drepfyndinn og kvikmyndagagnrýni hans á mynd- bönd Guðmundar í Byrginu var óborganleg. Mæli með Hnakkusi fyrir stjórnleysingja og temmi- lega illa innrætt folk,“ sagði einn viðmælandi blaðsins. „Hnakkus fylgist vel með og skýtur föstum skotum á þá sem eiga það skilið,“ sagði annar. Hnakkus vildi ekki koma fram undir nafni þegar honum var til- kynnt að hann væri næstskemmti- legasti bloggari þjóðarinnar. Hann byrjaði að blogga haustið 2002 þegar vinur hans stakk upp á því og sá hinn sami bjó til blogg. Síðan þá hefur boltinn bara feng- ið að rúlla, hægt og rólega. „Það eru reyndar nokkrir sem vita hver ég er og ég get upplýst að ég er þrítugur Reykvíkingur úr mið- bænum,“ segir Hnakkus og bætir því að hulunni verði ekki svipt af núna. „Enda yrði ég bara grýttur,“ útskýrir hann. Bloggarinn segist líkt og Egill enga skýringu hafa á vinsældum sínum. „Nema bara af því að ég er snillingur og ég reyni að blanda sama húmornum við meinfýsni,“ segir hann. „Og nú er það bara að koma Agli Helga fyrir kattrarnef.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.