Fréttablaðið - 12.05.2007, Side 84
Ómar hefur sömu lífstölu og Guð-
jón Arnar og þeir deila því mörg-
um einkennum. Ómar hefur hins
vegar líka töluna 16, sem tákn-
ar rökhyggju, og það vinnur með
honum. En þegar á öllu er á botn-
inn hvolft er þristurinn uppistand-
ari og grínisti. Það er líka mikil bar-
átta í honum og hann er dálítið pól-
itískur, vill fá niðurstöður, en eins
og aðrir þristar á hann það til að
ýkja. Það er hins vegar ekki mikill
samhljómur milli 3 og 8 og dagur-
inn er því ekki ávísun á velgengni
hjá þeim Guðjóni og Ómari.
Þ
versumma dagsetn-
ingarinnar 12. maí
er átta, sem Sigríð-
ur Klingenberg spá-
kona segir tákna
mikinn hraða og
skiptingu. „Daginn ber líka upp
hinn 12. maí en talan tólf er heil-
ög og kemur víða við.“ Í talna-
spekinni er talan átta líka tákn
óendanleikans, dauða og fæðing-
ar. „Þessum degi fylgir mikið afl,
það er gott að trúlofa sig á þess-
um degi, gott að búa til börn sem
og að koma undir í þessari orku,“
segir Sigríður.
Hermundur Rósinkranz talna-
spekingur tekur undir að degin-
um fylgi miklir kraftar efnislega
heimsins en margir þættir hafi
áhrif á hin kosmísku áhrif á fólk.
„Þetta er velgengnistala en líka
tala sjálfseyðingar,“ segir hann
með þunga. „En það er að ýmsu
að huga. Nafn viðkomandi og fæð-
ingardagur skipta líka máli.“
Lífstala fólks skiptir ekki síst
máli þegar meta á hvort við-
komandi eigi góðan eða slæman
dag fyrir höndum. Hefði Eiríkur
Hauksson til dæmis komist áfram
í Eurovison væri hann á grænni
grein í dag, því lífstala hans er líka
átta. „Það er ávísun á velgengni
þegar lífstala manns er sú sama
og tala dagsins. Eiríkur hefði því
komist langt í kvöld, enda plumar
hann sig líka vel á sviði. Þótt hann
sé hógvær og lítillátur nýtur hann
þess að vera í sviðsljósinu. Hann
þarf bara að læra að sleppa fylli-
lega fram af sér beislinu,“ segir
Hermundur en bætir við að dag-
urinn sem forkeppnina bar upp
á hafi verið slæmur fyrir Eirík.
„Hann hefði þurft að vera heima
og sinna heimilinu þennan dag,“
segir hann.
Um gengi stjórnmálaflokk-
anna í kosningunum í dag er erf-
iðara að rýna enda koma margir
þættir við sögu. „Þetta er góður
dagur til að gera viðskipti,“ segir
Sigríður. „Kannski mun það nýt-
ast flokkum sem eru viðskipta-
sinnaðri og í blárri kantinum.“
Lífstala formannanna skiptir líka
máli eins og Hermundur bendir á.
„Tökum Davíð Oddsson og Hall-
dór Ásgrímsson sem dæmi. Talan
22 kom við sögu hjá Davíð, sem er
tala stórmenna; manna sem hugsa
stórt, verkfræðinga sem reisa
stórhýsi og svo framvegis. Hall-
dór var hins vegar með töluna ell-
efu, sem er afskaplega viðkvæm
og má ekki við miklu mótlæti
enda var Davíð alltaf með hann í
vasanum.“
Hermundur Rósinkranz rýnir í
lífstölur formannanna:
Hvað segja tölurnar okkur?
Það leggst allt á eitt laugardaginn 12. maí. Landsmenn ganga að kjörborðinu í alþingiskosningum,
Eurovision-keppnin verður haldin í Finnlandi og þá hefst Íslandsmeistaramótið í knattspyrnu, svo
dæmi séu tekin. Fréttablaðið fékk talnaspekinga til að rýna í tölur dagsins og spá hvaða úrslit þær
kunna að hafa í för með sér.
„Geir er ás, sem þýðir að hann er
sterkur karakter sem er illa við að
láta stjórna sér. Hann er leiðtogi
með rökhyggju en heldur aftur
af sér. Yfirleitt segir ásinn hlut-
ina hreint út en G-ið í nafni Geirs
veldur því að hann heldur aftur af
sér. Þetta verður hins vegar lík-
lega ágætur dagur fyrir hann.
Talan fimm einkennir þá sem eru
dálítið fljótfærir og eiga jafnvel til
að vera tækifærissinnaðir. Talan
fimm táknar líka nýjungagirni
og þenslu og þess vegna er Stein-
grímur dálítið einkennilegur, þar
sem hann er jafnan á móti álverum
og öðru sem veldur þenslu. Stein-
grímur hefur hins vegar fjarkann
sér til fulltingis, sem táknar stað-
festu og að hann er traustur vinur.
Þeir sem hafa lífstöluna 5 þola
ekki langvarandi skuldbindingar,
til dæmis gagnvart ríkisstjórnar-
samstarfi eða einhverju slíku.
Ingibjörg er í góðum málum því
lífstala hennar rímar við daginn.
Framkvæmdir, félagsleg staða,
valdasókn og efnisleg markmið
eru meðal þess sem einkennir þá
sem bera töluna átta en hættir til
að vera miskunnarlausir, ef ekki
er að gáð. Út frá talnaspekinni er
þessi dagur ávísun á velgengni
fyrir Ingibjörgu og mér sýnist
á öllu að Samfylkingin og Sjálf-
stæðisflokkurinn séu að undirbúa
hjónasængina.
Guðjón er þristur, sem þýðir að
hann er gleðibolti, en út af fimm-
unni er líka einhver óstöðugleiki í
honum. Þristarnir eru hins vegar
jákvæðir að því leyti að þær sækj-
ast eftir nýjungum. Þeir eru barn-
góðir og draga að sér börn, að
hluta skýrist það af því að þristur-
inn er litli strákurinn sem vill ekki
vaxa úr grasi.
Eiginleikar sem tengjast þess-
ari tölu eru meðal annars ábyrgð,
vernd, samfélag og samúð. Hann
er tilfinningavera og fjölskyldu-
bönd skipta hann miklu. Talan
fimm er hins vegar undirliggj-
andi og veldur að þetta er sveiflu-
kenndur karakter, oftar en ekki
eru þessar tölur undirliggjandi hjá
listafólki. Þetta er hins vegar ekki
góður dagur fyrir hann á bakvið
tölurnar eru sterkar kenndir, til
dæmis í átt að taugaveiklun sem
aukast undir þrýstingi og laugar-
dagurinn er dagur mikilla krafta.