Fréttablaðið - 12.05.2007, Qupperneq 87
Nýstofnaður alþjóðleg-
ur kvennakór sem ber nafn-
ið Regnbogakvennakór Ís-
lands heldur vortónleika sína á
morgun í Fella- og Hólakirkju.
Kórinn flytur fjölbreytt efni,
allt frá þjóðlögum til negra-
sálma. Sungið verður á yfir
tíu tungumálum og klæðast
kórfélagar enn fremur þjóð-
búningum heimalanda sinna.
Stjórnandinn Natalía Chow
Hewlett stofnaði kórinn síð-
astliðið haust og markið var
strax sett hátt. Kórinn hefur
síðan þá komið fram við hin
ýmsu tækifæri en þetta eru
fyrstu formlegu tónleikar
hans. Félagar í kórnum koma
frá fimmtán þjóðlöndum, þar á
meðal frá Búlgaríu, Skotlandi,
Suður-Ameríku, Japan, Kína
og Nepal.
Natalía syngur jafnframt ein-
söng með kórnum en meðleik-
ari á píanó er Julian Hewlett,
sem jafnframt útsetti nokk-
ur lög fyrir kórinn. Í hléinu
verður selt kaffi og kökur sem
konurnar baka sjálfar svo tón-
leikagestir geta smakkað kökur
frá ýmsum löndum.
Sungið á yfir
tíu tungumálum
Evrópusambandið hefur nú komið
á fót safni á netinu þar sem finna
má viðtöl á myndböndum við fé-
laga úr andspyrnuhreyfingum í
Evrópu. Vefritið Deutsche Welle
greindi frá þessu á dögunum.
Sögum manna og kvenna sem
börðust gegn uppgangi nasismans
og fasismans í Evrópu á tímum
seinni heimsstyrjaldarinnar verð-
ur safnað í þennan gagnagrunn og
þegar má þar finna tuttugu viðtöl
við fólk víðsvegar úr Evrópu. Saga
fórnarlamba Helfararinnar hefur
verið skráð með margvíslegum
hætti. Aðstandendum ERA – evr-
ópska andspyrnugagnasafnsins –
er umhugað um að skrásetja einnig
sem mest af upplýsingum um and-
spyrnu- og hversdagshetjur sem
lögðu sitt af mörkum en kynslóðir
þeirra eru óðum að hverfa.
Sex lönd hafa þegar skráð sig
til þátttöku í verkefninu, Ítalía,
Þýskaland, Austurríki, Frakkland,
Pólland og Slóvenía en vonast er
til þess að fleiri bætist í hópinn.
Á heimasíðu grunnsins, www.res-
istance-archive.org, eru fróðlegar
upptökur og skjöl, kort, myndir og
fræðitexta sem ungt fólk í Evrópu
hefur safnað og unnið ásamt sagn-
fræðingum, kvikmyndagerðafólki
og „minnis-hjálparkokkum“ en
jafnframt er þar óskað eftir að-
stoð almennings og ábendingum
við að bæta hann.
Andspyrnan
og saga hennar
Dísil vél tog 310 Nm, Sjálfskiptur. Glæsileg og sérlega þægileg innréttingByggður á grind með hátt og lágt drif
www.benni.is Opið virka daga frá kl. 9.00 - 18.00. Lau. 12.00 - 16.00 Tangarhöfða 8-12 Sími 590 2000
Umboðsmenn: Bílahornið hjá Sissa, Keflavík. Bílasalan Ós, Akureyri. Bílasala austurlands, Egilsstöðum.
Fullkominn jeppi fyrir íslenskar aðstæður
KYRON er fullvaxinn jeppi með hátt og lágt drif, byggður á grind
og er stærri en ætla má við fyrstu sýn. Tækninýjungar eru
fjölmargar og skila sér í einstakri nýtingu á afli og frábærum
aksturseiginleikum. Komdu til okkar á Tangarhöfðann, þú verður
ekki fyrir vonbrigðum með þetta vel varðveitta leyndarmál.
Þú gerir einfaldlega ekki betri kaup í jeppum í dag!
KYRON - dísil - sjálfskiptur
Verð aðeins: Kr. 3.495.000,-
Bilabúð Benna
1975-2005 30 ára
Dísil Túrbó Intercooler :::
5 Gíra sjálfskipting SideTronic :::
Sjálfvirkt miðstöð :::
Loftkæling :::
Cruise Control :::
Álfelgur og 31” Toyo dekk :::
Litaðar rúður :::
Leður stýri :::
Hluti staðalbúnaðar
D
Y
N
A
M
O
R
E
Y
K
JA
V
ÍK
Landgræðslufélag Biskupstungna
fékk í gær 7,5 milljón króna
styrk úr Pokasjóði verslunarinn-
ar. Þetta var hæsti styrkurinn
sem veittur var en alls var úthlut-
að rúmum 100 milljónum til 122
verkefna.
Landgræðslufélagið í Biskups-
tungum hlýtur styrkinn fyrir upp-
græðslu rofabarða og endurheimt
landgæða í Biskupstungum en
verkefnin sem hlutu styrk voru
af ýmsum toga á sviði umhverfis-
mála, mannúðarmála, lista, menn-
ingar, íþrótta og útivistar.
Þetta er í tólfta sinn sem úthlut-
að er úr Pokasjóði en að sjóðnum
standa 160 verslanir um allt land.
Sjóðurinn fær tekjur sínar af sölu
plastburðarpoka. Alls sóttu 900
aðilar um styrk úr sjóðnum.
Veittu 122 verk-
efnum styrk