Fréttablaðið - 12.05.2007, Page 91

Fréttablaðið - 12.05.2007, Page 91
Verk Atla Heimis Sveinssonar, Tóna- mínútur, verður flutt á tónleikum í Þjóðleikhúsinu á morgun í tilefni af Listahátíð í Reykjavík. Tónamín- útur er verk fyrir einleiksflautu og flautu og píanó en flytjendur verða Áshildur Haraldsdóttir flautuleik- ari, Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari og tónskáldið sjálft. Atli Heimir hefur verið leiðandi tónskáld í íslensku listalífi í ára- tugi og samið fjölda tónverka. Verk fyrir flautu eru áberandi á verka- skrá hans enda gjörþekkir hann hljóðfærið, möguleika þess og tak- markanir. Hann dregur fram eðli eða karakter flautunnar og skrifar tónlist þar sem syngjandi flautu- tónninn jafnt sem lipurð hljóð- færisins fær að njóta sín á tónsvið- inu öllu. Í því samhengi má nefna að árið 1976 hlaut Atli tónskáldaverð- laun Norðurlandaráðs fyrir flautu- konsert sinn. Í fyrra kom út diskur sem inniheldur öll verk hans fyrir einleiksflautu og flautu og píanó í flutningi Áshildar Haraldsdóttur, tónskáldsins sjálfs og Önnu Guð- nýjar Guðmundsdóttur og hlaut sá diskur tilnefningu til Íslensku tón- listarverðlaunanna sem besti disk- ur ársins 2006. Á tónleikum Listahátíðar verða flutt nokkur þeirra verka sem sá diskur hefur að geyma: Xantis, fyrir flautu og píanó, frá árinu 1975, Lethe fyrir altflautu frá 1987, 21 tónamínúta fyrir einleiksflautu frá 1981 og Sónata fyrir flautu og píanó frá 2005. Tónleikarnir hefjast kl. 15. á morgun. Tónamínútur fyrir flautu og píanó 9 10 11 12 13 14 15 Athugið að Sögusýningunni lýkur 20. maí. Misstu ekki af tækifærinu til að upplifa þessa einstöku sýningu. Sögusýning Landsbankans Aðalstræti 6 (húsnæði TM). Sími: 410 4300 Opið virka daga kl. 11:00-17:00, um helgar kl. 13:00-17:00 Enginn aðgangseyrir - Barnahorn – Alltaf heitt á könnunni Í dag, laugardag Leiðsögn í boði kl. 13:30 og 15:30. Eggert Þór Bernharðsson sagnfræðingur og Sveinbjörn Guðbjarnarson, sem er fjölkunnugur um sögu bankans, leiðbeina gestum um sýninguna og svara spurningum þeirra. Á Sögusýningu Landsbankans er margt markvert að sjá og skoða, ekki aðeins úr bankasögunni heldur eru dregnar upp myndir úr þjóðlífi fyrri tíðar enda saga bankans og þjóðarinnar sam- tvinnuð á ýmsan hátt. Á sýningunni má m.a. sjá skrifstofuherbergi frá árinu 1886, nýtt líkan sem sýnir miðbæinn eftir brunann mikla 1915, tækniþróunina allt frá pennastöng til samskiptatækja nútímans og líkan af framtíðarskipulagi miðborgarinnar. Landsbankinn 120 ára SÖGUSÝNING Dagskráin í dag ÍS L E N S K A S IA .I S L B I 37 56 8 05 /0 7
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.