Fréttablaðið - 12.05.2007, Page 91
Verk Atla Heimis Sveinssonar, Tóna-
mínútur, verður flutt á tónleikum í
Þjóðleikhúsinu á morgun í tilefni
af Listahátíð í Reykjavík. Tónamín-
útur er verk fyrir einleiksflautu og
flautu og píanó en flytjendur verða
Áshildur Haraldsdóttir flautuleik-
ari, Anna Guðný Guðmundsdóttir
píanóleikari og tónskáldið sjálft.
Atli Heimir hefur verið leiðandi
tónskáld í íslensku listalífi í ára-
tugi og samið fjölda tónverka. Verk
fyrir flautu eru áberandi á verka-
skrá hans enda gjörþekkir hann
hljóðfærið, möguleika þess og tak-
markanir. Hann dregur fram eðli
eða karakter flautunnar og skrifar
tónlist þar sem syngjandi flautu-
tónninn jafnt sem lipurð hljóð-
færisins fær að njóta sín á tónsvið-
inu öllu. Í því samhengi má nefna að
árið 1976 hlaut Atli tónskáldaverð-
laun Norðurlandaráðs fyrir flautu-
konsert sinn. Í fyrra kom út diskur
sem inniheldur öll verk hans fyrir
einleiksflautu og flautu og píanó í
flutningi Áshildar Haraldsdóttur,
tónskáldsins sjálfs og Önnu Guð-
nýjar Guðmundsdóttur og hlaut sá
diskur tilnefningu til Íslensku tón-
listarverðlaunanna sem besti disk-
ur ársins 2006.
Á tónleikum Listahátíðar verða
flutt nokkur þeirra verka sem sá
diskur hefur að geyma: Xantis,
fyrir flautu og píanó, frá árinu
1975, Lethe fyrir altflautu frá 1987,
21 tónamínúta fyrir einleiksflautu
frá 1981 og Sónata fyrir flautu og
píanó frá 2005.
Tónleikarnir hefjast kl. 15. á
morgun.
Tónamínútur fyrir flautu og píanó
9 10 11 12 13 14 15
Athugið að Sögusýningunni lýkur 20. maí.
Misstu ekki af tækifærinu til að upplifa þessa einstöku sýningu.
Sögusýning Landsbankans
Aðalstræti 6 (húsnæði TM). Sími: 410 4300
Opið virka daga kl. 11:00-17:00, um helgar kl. 13:00-17:00
Enginn aðgangseyrir - Barnahorn – Alltaf heitt á könnunni
Í dag, laugardag
Leiðsögn í boði kl. 13:30 og 15:30.
Eggert Þór Bernharðsson sagnfræðingur
og Sveinbjörn Guðbjarnarson, sem er fjölkunnugur
um sögu bankans, leiðbeina gestum um sýninguna
og svara spurningum þeirra.
Á Sögusýningu Landsbankans er margt markvert
að sjá og skoða, ekki aðeins úr bankasögunni
heldur eru dregnar upp myndir úr þjóðlífi fyrri
tíðar enda saga bankans og þjóðarinnar sam-
tvinnuð á ýmsan hátt.
Á sýningunni má m.a. sjá skrifstofuherbergi frá
árinu 1886, nýtt líkan sem sýnir miðbæinn eftir
brunann mikla 1915, tækniþróunina allt frá
pennastöng til samskiptatækja nútímans og líkan
af framtíðarskipulagi miðborgarinnar.
Landsbankinn
120 ára
SÖGUSÝNING
Dagskráin í dag
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
L
B
I
37
56
8
05
/0
7