Fréttablaðið - 12.05.2007, Síða 95
Óvenjuleg myndlistarsýning á
vegum hátíðarinnar List án landa-
mæra verður opnuð í Norræna
húsinu í dag. Þetta er sannköll-
uð parasýning þar sem fimmtán
ólíkir listamenn sameina krafta
sína en meðal þátttakenda eru
meðal annars pörin Gauti Ás-
geirsson og Finnbogi Pétursson,
Halldór Dungal og Hulda Hákon
og Guðrún Bergsdóttir og stúlk-
urnar í Gjörningaklúbbnum.
Myndlistarfólkið Davíð Örn
Halldórsson og Sigrún Huld
Hrafnsdóttir, sem einnig er kunn
fyrir afrek sín á íþróttasviðinu,
unnu saman að verkinu „Kofa-
köttur“. „Þetta er stórt málverk
á viðarplötu, unnið með bland-
aðri tækni,“ útskýrir Davíð. „Við
erum bæði úthverfabörn og alin
upp í Breiðholti svo það mætti
segja að viðfangsefnið væri sam-
spil úthverfanna og náttúrunn-
ar.“ Davíð segir að samstarfið
hafi gengið vel og þau séu bæði
við stjórnvölinn en hlutverk
hans hafi meðal annars verið að
stækka sýn samstarfskonu sinn-
ar. „Ég sá strax að Margrét [M.
Norðdahl, framkvæmdastjóri
Listahátíðar án landamæra] hafði
haft rétt fyrir sér að para okkur
saman. Við erum bæði mjög litrík
og alveg smellpössum saman.“
Davíð er mjög ánægður með
þetta framtak. „Þetta er ótrúlegt
fyrirbæri, það eru frjóir hugar
sem standa að baki þessu og
myndlist þátttakendanna er það
líka. Ég hef sjálfur verið að vinna
svolítið með utangarðsmyndlist
og gat því ekki afþakkað svona
tækifæri. Svo er auðvitað dásam-
legt að kynnast Sigrúnu og henn-
ar myndum.“
Samstarfsverkefninu eru
margskonar. Til dæmis sýnir
myndlistarkonan Hulda Hákon
verk sem blindir geta skoðað með
höndunum. Hennar samstarfs-
maður Halldór Dungal er aftur
blindur málari sem sýnir verk
fyrir sjáandi. Tolli og Gígja Thor-
oddsen sýna málverk af fólki, þar
af eitt sem þau unnu í samein-
ingu, og Guðrún Bergsdóttir og
Gjörningaklúbburinn sýna innri
mynstur, textíl og vídeóverk sem
þessar fjórar listakonur hafa
unnið saman.
Sýningin verður opnuð kl. 15 í
dag en hún stendur til 3. júní. Hún
er opin alla daga nema mánudaga
milli 12 og 17.
Óvenjuleg listapör
Þuríður Sigurðardóttir, Þura,
kynnir myndbandsverk og sína
nýjustu málverkaröð á sýningunni
„STÓГ í galleríi Suðsuðvestur
í Reykjanesbæ. Sýningin verður
opnuð kl. 16 í dag.
Viðfangsefni á sýningunni er ís-
lenski hesturinn og býður lista-
maðurinn áhorfandanum að taka
þátt í rannsókn sinni á tengslum
manns og dýrs í gegnum upplifun
lita og áferðar feldsins. Með því
að höfða til löngunarinnar til að
klappa mjúkum dýrum verða mál-
verkin nánast ómótstæðileg og
um leið koma fram spurningar um
málverkið sem miðil. Þaulunnin
og tímafrek kallast þau á við lista-
söguna og vega salt milli hins fíg-
úratífa og abstrakt.
Um leið og Þura vinnur með upp-
lifun áhorfenda í sýningarrýminu
skoðar hún líka eigin upplifun úti í
náttúrunni í hestamennsku.
Hún reynir ekki að endurgera
reiðtúr heldur, líkt og í málverk-
unum, einangrar takmarkaðan
hluta þeirrar upplifunar og þaul-
skoðar í formi myndbands.
Tengsl hests og manns
Dans-leikhúsið Pars pro toto er
vaknað enn á ný eins og það gerir
reglulega: tilefnið er boð um að
sýna tvö verk á hátíð í Stuttgart
í Þýskalandi hinn 18. og 19. maí
næstkomandi. Þar hefur flokkn-
um verið boðið að sýna verkin
Von og G.Duo á Íslandshátíð þar
í bæ.
Og meðan járnið er heitt verða
tvær sýningar hér á landi í sam-
starfi við Íslensku óperuna, sú
fyrri í dag kl. 17 og á morgun kl.
20. Pars pro toto (PPT) er sjálf-
stæður danshópur undir forystu
Láru Stefánsdóttur, en hópurinn
setur að jafnaði upp eina til tvær
nýjar sýningar á ári, með marg-
víslegum dönsurum og lista-
mönnum. Að þessu sinni frum-
flytur PPT verkið G.Duo og eru
höfundar þau Lára Stefánsdóttir
og Vicente Sancho. Vinnuaðferð-
ir Láru og Vicente Sancho eiga
sérlega vel saman, Sancho kemur
úr heimi látbragðsins með rætur
í Decroux-tækni og bókmenntum
en hefur einnig unnið mikið sem
dansari og leikari.
Lára Stefánsdóttir hefur langa
reynslu að baki sem dansari og
danshöfundur og unnið til marg-
víslegra verðlauna og viðurkenn-
inga fyrir verk sín. Þau dansa í
G.Duo ásamt þeim Kamil War-
chulski frá Póllandi, Sögu Sig-
urðardóttur og Sverri Guðjóns-
syni. Leikræn útfærsla er í um-
sjón Vicente Sancho, tónlist eftir
Atla Heimi Sveinsson og Guðna
Franzson en um lýsingu sér
Björn Bergsteinn Guðmundsson.
G.Duo er styrkt af Reykjavíkur-
borg. Dansverkið Von var sýnt í
Íslensku óperunni í nóv 2005 og
fékk fádæma góðar viðtökur. Von
er byggt í kringum nokkur ljóða
Árna Ibsen rithöfundar og er nú
endursýnt með nýjum karldans-
ara, Kamil Warchulski, sem leysir
Hannes Egilsson af hólmi.