Fréttablaðið - 12.05.2007, Qupperneq 102
Væri að ljúga ef ég segði leikinn ekki sérstakan
Íslandsmótið í knatt-
spyrnu hefst í dag þegar Íslands-
meistarar FH fara í heimsókn til
ÍA á Skipaskaga. Þessa opnunar-
leiks hefur verið beðið með mik-
illi eftirvæntingu, ekki síst vegna
þeirrar staðreyndar að Guðjón
Þórðarson er að stýra sínum fyrsta
deildarleik með ÍA í tæp ellefu ár.
„Ég hlakka til, þetta verð-
ur spennandi,“ sagði Guðjón við
Fréttablaðið í gær. „Það vilja allir
byrja vel og FH hefur alltaf byrj-
að vel undanfarin ár.“
Eins og flestir vita hafa FH-
ingar unnið deildina síðastlið-
in þrjú ár, þar af síðustu tvö með
miklum yfirburðum. Og öll þessi
þrjú ár hefur FH byrjað á tveimur
útileikjum, rétt eins og nú.
„Mér er í sjálfu sér sama hvort
við byrjum á útivelli eða ekki. Það
þarf að spila alla þessa leiki hvort
eð er,“ sagði Ólafur Jóhannesson,
þjálfari FH. „Akranes er einn
mesti fótboltabær landsins og
ekki auðvelt að fara þangað og
spila. Svo er gamli þjálfari liðsins
að koma aftur og eftirvæntingin
eftir árangri er mikil þó þeir séu
að reyna að tala hana niður. Við
erum að fara í hörkuleik og ætlum
ekki að vanmeta Akranesliðið.“
Eins og gefur að skilja ríkir
mikil tilhlökkun í herbúðum
beggja liða fyrir leikinn. En Ól-
afur segir að mikilvægi leiks-
ins sé ekki meira en fyrir hvaða
leik sem er. „Þetta er bara einn af
átján leikjum. Allir leikir skipta
máli þegar upp er staðið en úrslit
þessa leiks munu ekki hafa nein
afgerandi áhrif upp á framhaldið
að gera,“ sagði Ólafur.
Guðjón segir að sínir menn hafi
verið afskrifaðir fyrir þennan leik.
„Ég hef heyrt að menn spái FH 6-
0 sigri í þessum leik. Svo er stuð-
ullinn á heimasigur á Lengjunni
fjórir þannig að það er greinilegt
að menn hafa ekki trú á okkur,“
sagði Guðjón. „Svo má ekki horfa
framhjá því að FH-ingar eru með
þrjá frábæra Skagamenn í sínu liði
þannig að þeir eins og mörg önnur
lið njóta góðs af uppeldisstarfi ÍA,“
sagði hann og átti þar við tvíbura-
bræðurna Arnar og Bjarka Gunn-
laugssyni sem og Frey Bjarnason.
Báðir þjálfarar geta valið flesta
sína sterkustu menn í leikinn.
Hjá FH eru þeir Auðun Helgason
og Atli Viðar Björnsson fjarver-
andi vegna meiðsla. „Ég er að von-
ast til þess að ég geti nú í fyrsta
skipti síðan ég tók við liðinu valið
úr öllum hópnum. Það eru góðar
fréttir,“ sagði Guðjón.
Sem fyrr eru FH-ingar með stór-
an og breiðan hóp leikmanna en
Ólafur ætti að vera orðinn vanur
því að taka erfiðar ákvarðanir. „Í
FH verða alltaf góðir menn fyrir
utan byrjunarliðið og leikmanna-
hópinn. Þannig er þetta í þjálfara-
starfinu, stundum þarf maður að
taka óvinsælar ákvarðanir og er
ég ekki feiminn við það.“
Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA, segir að búið sé að afskrifa sína menn fyrir opnunarleik Íslandsmótsins í
dag en þá mæta Skagamenn Íslandsmeisturum FH á heimavelli. Mikillar tilhlökkunar gætir fyrir leikinn.
Landsbankadeild karla
hefst í dag með leik ÍA og FH uppi
á Akranesi. Þetta verður sautj-
ánda sinn sem deildin opnar með
sérstökum leik síðan hún innihélt
fyrst tíu lið sumarið 1977. Mótið
hefur byrjað á fleirum en einum
leik í fjögur af síðustu fimm skipt-
um en á árunum 1991 til 2001 var
sérstakur opunarleikur á níu af
ellefu tímabilum.
Það má ekki búast við neinni
markaveislu ef marka má úrslit
síðustu fjögurra opnunarleikja en
í þeim litu aðeins þrjú mörk dags-
ins ljós á 360 mínútum, sem gerir
mark á aðeins 120 mínútna fresti.
FH vann KR á KR-vellinum 1-0
2004, Fylkir vann KR 1-0 á Fylk-
isvellinum 2001, Stjarnan og
Grindavík gerðu markalaust jafn-
tefli í Garðabæ 2000 og þá vann
KR 1-0 sigur á KR-vellinum 1999
þar sem eina mark leiksins kom
eftir aðeins 17 sekúndna leik.
Áhorfendur á Akranesvelli von-
ast örugglega eftir að leikmenn
verði ekki allt of varkárir og bjóði
upp á fleiri mörk í dag.
Það hafa reyndar verið opnunar-
leikir fullir af mörkum, Þrótt-
ur og ÍBV gerðu 3-3 jafntefli á
Laugardalsvellinum 1998, Víking-
ur vann FH 4-2 í Kaplakrika 1991
og KR vann Þrótt 4-3 á KR-vellin-
um 1985.
Mörkin eru alls 47 í leikjunum
16, sem gerir 2,9 mörk að meðal-
tali, heimaliðin hafa aðeins unnið
7 af leikjunum 16 og Íslands-
meistarar eiga enn eftir að vinna
opunarleik í titilvörn en KR tap-
aði 1-0 2001 og ÍBV gerði 3-3 jafn-
tefli þremur árum áður.
Fá mörk í síðustu
opnunarleikjum
Guðjón Þórðarson
stjórnar í dag sínum fyrsta leik
í íslensku deildinni í tæp ellefu
ár þegar Skagamenn fá Íslands-
meistara FH-inga í heimsókn
upp á Akranes.
Guðjón ætti að þekkja það vel
að mæta FH-ingum í fyrsta leik
því þetta verður í sjötta sinn á
tíu tímabilum hans sem þjálfari
í efstu deild sem lið hans hefur
mótið á leik við FH.
ÍA vann FH 1-0 í hans fyrsta
leik sem þjálfari 21. maí 1987 og
hann hefur góðar minningar sem
þjálfari Skagamanna af að opna
mótið á móti FH. ÍA vann nefni-
lega FH 5-0 í Kaplakrika í fyrstu
umferð sumarið 1993.
Það gekk ekki eins vel í hinum
leikjunum á móti FH í fyrstu
umferð. KA gerði 0-0 jafntefli
1989 og tapaði 0-1 árið eftir og
KR tapaði 0-1 fyrir FH á heima-
velli árið 1995. Skagamenn hafa
aftur á móti ekki tapað opnunar-
leik undir stjórn Guðjóns og þeir
unnu Stjörnuna 3-1 árið 1996 þar
sem Bjarni Guðjónsson skoraði
tvö mörk.
Byrjar sjötta sum-
arið á leik við FH
Ragna Ingólfsdóttir
er komin upp í 43. sæti á heims-
listanum í einliðaleik kvenna og
hefur hækkað sig um þrjú sæti
frá því að hún meiddist á opna
hollenska meistaramótinu.
Ragna hefur ekkert spilað síðan
að hún varð fyrir hnémeiðslunum
og verður frá keppni næsta mán-
uðinn að minnsta kosti og getur
því glaðst yfir því að meiðsl-
in hafi ekki slæm áhrif á stöðu
hennar á listanum.
Hækkar sig í
meiðslunum
Spænska pressan gekk af
göflunum í gær eftir neyðarlegt
4-0 tap Barcelona fyrir Getafe í
undanúrslitum spænsku bikar-
keppninnar. Börsungar voru með
5-2 forystu eftir fyrri viðureign
liðanna en eru nú úr leik.
„Maður á von á öðru en slíkri
frammistöðu af stórliði eins og
Barcelona. Ég get ekki útskýrt
þetta,“ sagði Samuel Eto‘o, leik-
maður Barca í gær. „Ég skamm-
aðist mín. Ég óskaði þess að jörð-
in gæti opnast og gleypt mig. Ég
grét eftir leikinn í gær og gat
ekkert sofið um nóttina.“
Pressan slátraði
Börsungum
Lawrie Sanchez verður
áfram stjóri enska úrvalsdeildar-
liðsins Fulham og hættir því sem
þjálfari norður-írska landsliðsins.
Þetta tilkynnti hann í gær.
Sanchez hafði tekið tímabund-
ið við Fulham eftir að félagið rak
Chris Coleman í apríl.
Sanchez hættir með norður-
írska landsliðið þegar það er í
toppsæti síns riðils í undankeppni
EM 2008 en Norður-Írland hefur
ekki komist á stórmót síðan á HM
í Mexíkó 1986. Liðið er með Ís-
landi í riðli og eina tap þess var
gegn Íslandi í fyrsta leiknum.
„Ég fann það eftir að hafa verið
hjá Fulham síðasta mánuðinn
að ég er miklu áhugasamari um
að geta unnið með mínum leik-
mönnum á hverjum degi,“ sagði
Sanchez, sem bjargaði Fulham
frá falli í vetur.
Hættur með
Norður-Írland