Fréttablaðið - 12.05.2007, Page 104
Birgir Leifur Hafþórsson
heldur áfram að gera það gott á
Evrópumótaröðinni en í gær komst
hann í gegnum niðurskurð á móti
sem fram fer á Spáni. Birgir Leif-
ur lék á fjórum höggum undir pari
í gær og er samtals á þrem högg-
um undir pari. Það setur hann í
30. sæti mótsins ásamt nokkrum
öðrum kylfingum.
Þessi spilamennska var tals-
verð framför frá fyrsta deginum
þar sem Birgir Leifur lék á einu
höggi yfir pari. Hann fékk fimm
fugla á hringnum í gær og einn
skolla, sem verður að teljast vel af
sér vikið.
Birgir Leifur náði sínum besta
árangri á Evrópumótaröðinni í
síðustu viku er hann varð í 11.-
13. sæti á móti á Ítalíu. Hann fékk
tvær og hálfa milljón króna í verð-
launafé á því móti og er því búinn
að vinna sér inn tæplega fjórar
milljónir króna það sem af er.
Mótið á Spáni er áttunda mótið
á Evrópumótaröðinni sem Birgir
Leifur tekur þátt í síðan hann
vann sér inn fullan þáttökurétt á
röðinni.
Birgir komst í gegn-
um niðurskurðinn
Eins og Fréttablað-
ið greindi frá í gær hefur Breiða-
blik ráðið Einar Árna Jóhannsson,
fyrrverandi þjálfara Njarðvíkur,
sem þjálfara hjá sér.
Einar Árni skrifaði undir samn-
ing við Blika í gær en hann mun
þjálfa meistaraflokk félagsins
ásamt að vera yfirþjálfari ungl-
ingaflokka hjá félaginu.
Blikar búast við miklu af Einari
Árna á komandi árum en honum
er ætlað að búa til samkeppnis-
hæft lið í efstu deild hjá Blikum
þar sem ágætur efniviður er til
staðar.
Skrifaði undir
hjá Blikum
Spánverjinn Fernando
Alonso ætlar sér sigur í Spánar-
kappakstrinum sem fram fer um
helgina.
Alonso náði besta tíma allra á
æfingum í gær og þótti keyra ein-
staklega vel. Félagi hans, Lewis
Hamilton, keyrði best á morgun-
æfingunni en Alonso náði mun
betri tíma eftir hádegi.
Keppnin um helgina verður sú
fyrsta sem Michael Schumacher
mætir á síðan hann lagði stýrið á
hilluna.
Ætlar sér sigur
á heimavelli
Robbie Fowler mun um
helgina leika sinn síðasta deildar-
leik með Liverpool á ferlinum.
Það staðfesti framherjinn í gær
en hann fær ekki nýjan samning
við félagið.
„Ég hef ekkert hugsað um
framtíð mína fjarri Liverpool,“
sagði leikmaðurinn vinsæli við
staðarblöð í Liverpool. „Stjór-
inn útskýrði stöðuna fyrir mér í
vikunni og niðurstaðan kom mér
ekkert á óvart ef ég á að vera
heiðarlegur.“
Fowler fær væntanlega ljúfar
móttökur fyrir leikinn gegn
Charlton og eflaust eiga einhverj-
ir stuðningsmenn félagsins eftir
að fella tár þegar hann gengur af
Anfield í hinsta skipti.
Á förum frá
Liverpool
Úts
ölu
mar
kað
ur
10.
- 20
.ma
í Al
lt að
70%
afsl
áttu
r af
öllu
m v
öru
m
Skeifunni 17
Opið: 11:00-19:00
Laugardaga 11:00 -18:00
Sunnudagur 11:00-17:00