Fréttablaðið - 12.05.2007, Page 104

Fréttablaðið - 12.05.2007, Page 104
 Birgir Leifur Hafþórsson heldur áfram að gera það gott á Evrópumótaröðinni en í gær komst hann í gegnum niðurskurð á móti sem fram fer á Spáni. Birgir Leif- ur lék á fjórum höggum undir pari í gær og er samtals á þrem högg- um undir pari. Það setur hann í 30. sæti mótsins ásamt nokkrum öðrum kylfingum. Þessi spilamennska var tals- verð framför frá fyrsta deginum þar sem Birgir Leifur lék á einu höggi yfir pari. Hann fékk fimm fugla á hringnum í gær og einn skolla, sem verður að teljast vel af sér vikið. Birgir Leifur náði sínum besta árangri á Evrópumótaröðinni í síðustu viku er hann varð í 11.- 13. sæti á móti á Ítalíu. Hann fékk tvær og hálfa milljón króna í verð- launafé á því móti og er því búinn að vinna sér inn tæplega fjórar milljónir króna það sem af er. Mótið á Spáni er áttunda mótið á Evrópumótaröðinni sem Birgir Leifur tekur þátt í síðan hann vann sér inn fullan þáttökurétt á röðinni. Birgir komst í gegn- um niðurskurðinn Eins og Fréttablað- ið greindi frá í gær hefur Breiða- blik ráðið Einar Árna Jóhannsson, fyrrverandi þjálfara Njarðvíkur, sem þjálfara hjá sér. Einar Árni skrifaði undir samn- ing við Blika í gær en hann mun þjálfa meistaraflokk félagsins ásamt að vera yfirþjálfari ungl- ingaflokka hjá félaginu. Blikar búast við miklu af Einari Árna á komandi árum en honum er ætlað að búa til samkeppnis- hæft lið í efstu deild hjá Blikum þar sem ágætur efniviður er til staðar. Skrifaði undir hjá Blikum Spánverjinn Fernando Alonso ætlar sér sigur í Spánar- kappakstrinum sem fram fer um helgina. Alonso náði besta tíma allra á æfingum í gær og þótti keyra ein- staklega vel. Félagi hans, Lewis Hamilton, keyrði best á morgun- æfingunni en Alonso náði mun betri tíma eftir hádegi. Keppnin um helgina verður sú fyrsta sem Michael Schumacher mætir á síðan hann lagði stýrið á hilluna. Ætlar sér sigur á heimavelli Robbie Fowler mun um helgina leika sinn síðasta deildar- leik með Liverpool á ferlinum. Það staðfesti framherjinn í gær en hann fær ekki nýjan samning við félagið. „Ég hef ekkert hugsað um framtíð mína fjarri Liverpool,“ sagði leikmaðurinn vinsæli við staðarblöð í Liverpool. „Stjór- inn útskýrði stöðuna fyrir mér í vikunni og niðurstaðan kom mér ekkert á óvart ef ég á að vera heiðarlegur.“ Fowler fær væntanlega ljúfar móttökur fyrir leikinn gegn Charlton og eflaust eiga einhverj- ir stuðningsmenn félagsins eftir að fella tár þegar hann gengur af Anfield í hinsta skipti. Á förum frá Liverpool Úts ölu mar kað ur 10. - 20 .ma í Al lt að 70% afsl áttu r af öllu m v öru m Skeifunni 17 Opið: 11:00-19:00 Laugardaga 11:00 -18:00 Sunnudagur 11:00-17:00
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.