Fréttablaðið - 12.05.2007, Qupperneq 106
Landsbankadeild karla í
knattspyrnu hefst í dag með leik
ÍA og FH á Akranesvelli.
FH-ingar hafa unnið Íslands-
meistaratitilinn þrjú ár í röð og
eru farnir að nálgast met Skaga-
manna, sem unnu titilinn fimm
ár í röð frá 1992 til 1996. Allar
spár knattspyrnuspekinga fyrir
sumarið eru á einn veg, FH-ingar
verða Íslandsmeistarar þrátt fyrir
að lið eins og KR og Valur mæti
mjög vel mönnuð til leiks og séu
bjartsýn á að geta náð Hafnfirð-
ingum niður af toppnum.
Yfirburðir FH-inga í Lands-
bankadeild karla undanfarin tvö
tímabil hafa endurskrifað meta-
skrá deildarinnar og eitt glæsileg-
asta metið af þeim er seta liðsins
í toppsæti deildarinnar. Síðustu
34 mánuði hefur engu liði tekist
að koma Hafnarfjarðarliðinu af
toppnum. FH hefur unnið fimm
fyrstu leiki sína tvö síðustu tíma-
bil og hafa gefið tóninn strax frá
fyrsta leik.
Síðan risinn vaknaði og komst á
toppinn fyrir 34 mánuðum hefur
FH-liðið unnið 32 leiki, aðeins
tapað 4 leikjum og skorað 101
mark gegn aðeins 30. Alls hafa 104
stig komið í hús í Krikanum, sem
eru 35 fleiri stig en næsta lið, ÍA,
hefur náð í á þessu tímabili.
18. júlí 2004 var sögulegur dagur
fyrir Landsbankadeild karla því
það var síðasti dagurinn sem eitt-
hvert annað lið en FH sat í efsta
sæti deildarinnar. FH-ingar unnu
daginn eftur 1-0 sigur á Fylkis-
mönnum á heimavelli sínum og
liðin höfðu sætaskipti á toppnum.
Það var Emil Hallfreðsson sem
skoraði sigurmarkið í leiknum á
63. mínútu. FH-ingar komust þar í
fyrsta sinn í efsta sæti deildarinn-
ar síðan liðið vann tvo fyrstu leiki
sína sumarið 1995.
Valsmenn hafa oftast verið í 2.
sætinu á eftir FH-ingum þennan
tíma, alls eftir 21 af umferðunum
44. Valur var í 2. sæti í 17 umferð-
um af 18 sumarið 2005.
Framarar eru eina liðið sem
hefur komist með tærnar þar
sem FH-ingar hafa haft hælana
því þeir sátu við hlið FH í efsta
sæti eftir fyrstu umferð deildar-
innar 2005. FH vann þá 3-0 sigur
á Keflavík en Fram vann á sama
tíma 3-0 sigur á ÍBV. Það átti allt
eftir að breytast því sautján um-
ferðum munaði 31 stigi á liðunum,
FH var orðið Íslandsmeistari en
Fram fallið í 1. deild.
Nú er að sjá hvort FH-ingar bæti
enn við ótrúlegt met sitt eða hvort
það sé komið að öðru liði að upp-
lifa það að sitja í efsta sæti Lands-
bankadeildar karla.
FH-ingar hafa setið samfellt í efsta sæti Landsbankadeildar karla í tvö og hálft tímabil og hafa með því
fyrir löngu sett glæsilegt met í tíu liða efstu deild. Þeir hafa verið á toppnum síðan 19. júlí 2004.
Skagamönnum var spáð
8. sætinu af fyrirliðum, þjálfur-
um og forráðamönnum Lands-
bankadeildar karla í fótbolta.
Þetta verður tíunda tímabil
þjálfara liðsins, Guðjóns Þórðar-
sonar, í efstu deild og honum
hefur aðeins einu sinni áður verið
spáð svo neðarlega í þessari ár-
legu spá.
KA var einnig spáð áttunda
sætinu sumarið 1988 en það
þekkja allir þá sögu. KA endaði í
4. sætinu það ár og varð síðan Ís-
landsmeistari árið eftir.
Lið Guðjóns hafa fimm sinnum
endað ofar en þeim hefur verið
spáð, einu sinni í sama sæti og
þrisvar neðar. Þar af voru bæði ár
hans með lið KR.
Var síðast spáð
8. sætinu 1988