Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.05.2007, Qupperneq 106

Fréttablaðið - 12.05.2007, Qupperneq 106
 Landsbankadeild karla í knattspyrnu hefst í dag með leik ÍA og FH á Akranesvelli. FH-ingar hafa unnið Íslands- meistaratitilinn þrjú ár í röð og eru farnir að nálgast met Skaga- manna, sem unnu titilinn fimm ár í röð frá 1992 til 1996. Allar spár knattspyrnuspekinga fyrir sumarið eru á einn veg, FH-ingar verða Íslandsmeistarar þrátt fyrir að lið eins og KR og Valur mæti mjög vel mönnuð til leiks og séu bjartsýn á að geta náð Hafnfirð- ingum niður af toppnum. Yfirburðir FH-inga í Lands- bankadeild karla undanfarin tvö tímabil hafa endurskrifað meta- skrá deildarinnar og eitt glæsileg- asta metið af þeim er seta liðsins í toppsæti deildarinnar. Síðustu 34 mánuði hefur engu liði tekist að koma Hafnarfjarðarliðinu af toppnum. FH hefur unnið fimm fyrstu leiki sína tvö síðustu tíma- bil og hafa gefið tóninn strax frá fyrsta leik. Síðan risinn vaknaði og komst á toppinn fyrir 34 mánuðum hefur FH-liðið unnið 32 leiki, aðeins tapað 4 leikjum og skorað 101 mark gegn aðeins 30. Alls hafa 104 stig komið í hús í Krikanum, sem eru 35 fleiri stig en næsta lið, ÍA, hefur náð í á þessu tímabili. 18. júlí 2004 var sögulegur dagur fyrir Landsbankadeild karla því það var síðasti dagurinn sem eitt- hvert annað lið en FH sat í efsta sæti deildarinnar. FH-ingar unnu daginn eftur 1-0 sigur á Fylkis- mönnum á heimavelli sínum og liðin höfðu sætaskipti á toppnum. Það var Emil Hallfreðsson sem skoraði sigurmarkið í leiknum á 63. mínútu. FH-ingar komust þar í fyrsta sinn í efsta sæti deildarinn- ar síðan liðið vann tvo fyrstu leiki sína sumarið 1995. Valsmenn hafa oftast verið í 2. sætinu á eftir FH-ingum þennan tíma, alls eftir 21 af umferðunum 44. Valur var í 2. sæti í 17 umferð- um af 18 sumarið 2005. Framarar eru eina liðið sem hefur komist með tærnar þar sem FH-ingar hafa haft hælana því þeir sátu við hlið FH í efsta sæti eftir fyrstu umferð deildar- innar 2005. FH vann þá 3-0 sigur á Keflavík en Fram vann á sama tíma 3-0 sigur á ÍBV. Það átti allt eftir að breytast því sautján um- ferðum munaði 31 stigi á liðunum, FH var orðið Íslandsmeistari en Fram fallið í 1. deild. Nú er að sjá hvort FH-ingar bæti enn við ótrúlegt met sitt eða hvort það sé komið að öðru liði að upp- lifa það að sitja í efsta sæti Lands- bankadeildar karla. FH-ingar hafa setið samfellt í efsta sæti Landsbankadeildar karla í tvö og hálft tímabil og hafa með því fyrir löngu sett glæsilegt met í tíu liða efstu deild. Þeir hafa verið á toppnum síðan 19. júlí 2004. Skagamönnum var spáð 8. sætinu af fyrirliðum, þjálfur- um og forráðamönnum Lands- bankadeildar karla í fótbolta. Þetta verður tíunda tímabil þjálfara liðsins, Guðjóns Þórðar- sonar, í efstu deild og honum hefur aðeins einu sinni áður verið spáð svo neðarlega í þessari ár- legu spá. KA var einnig spáð áttunda sætinu sumarið 1988 en það þekkja allir þá sögu. KA endaði í 4. sætinu það ár og varð síðan Ís- landsmeistari árið eftir. Lið Guðjóns hafa fimm sinnum endað ofar en þeim hefur verið spáð, einu sinni í sama sæti og þrisvar neðar. Þar af voru bæði ár hans með lið KR. Var síðast spáð 8. sætinu 1988
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.