Fréttablaðið - 21.05.2007, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 21.05.2007, Blaðsíða 35
SNÆFELLSJÖKULL DRANGAJÖKULL REYKJAVÍK AKUREYRI EGILSSTAÐIR VESTMANNAEYJAR ÍSAFJÖRÐUR VOPNAFJÖRÐUR ÞÓRSHÖFN GRÍMSEY Njóttu dagsins - taktu flugið Aðeins fimm skref á Netinu og þú ferð á loft Það getur ekki verið auðveldara. Þú bókar flugið á flugfelag.is þar sem þú finnur ódýrustu fargjöldin og að auki frábær tilboð. Njóttu dagins, taktu flugið og smelltu þér á flugfelag.is flugfelag.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /F L U 3 77 33 0 5/ 07 Hinn velski Bryn Terfel, sem al- mennt er talinn vera í hópi fremstu bassabarítónsöngvara samtímans, mun halda tónleika í Háskólabíói í kvöld þar sem hann kemur fram ásamt píanóleikaranum Malcolm Martineau, helsta samstarfsmanni sínum til margra ára. Tónleikarn- ir eru hluti af dagskrá Listahátíð- ar í Reykjavík en þeir hefjast kl. 20 í kvöld. Nafn Terfels er alþekkt innan klassíska tónlistarheimsins, en söngvarinn hefur hlotið fjölda verðlauna á ferli sínum sem söngvari. Segja má að hann hafi sprottið fram á sjónarsviðið árið 1990 þegar hann þreytti frumraun sína á óperusviðinu sem Gugliemo í óperunni Cosi fan tutte eftir Moz- art hjá velsku þjóðaróperunni, en Terfel er fæddur og uppalinn í Wales. Eftir að hafa spreytt sig í titilhlutverki Brúðkaups Fígarós í fyrsta sinn varð ekki aftur snúið; nýr gullbarki hafði verið fundinn og segja má að ferill Terfels síðan þá sé ein samfelld sigurför. Terfel hefur hlotið lofsamlega dóma tónlistargagnrýnenda víða um heim fyrir hlutverk sín í hinum fjölbreyttustu verkum og óper- um. Hann hefur hlotið sérstakt lof fyrir túlkun sína á kröfuhörðustu hlutverkum óperubókmenntanna, til dæmis Falstaff í samnefndri óperu Verdis, sem hann söng í fyrsta sinn í Chicago árið 1999. Einnig hefur Terfel slegið í gegn víða um heim í hlutverkum Lepor- ello og Don Giovanni í samnefndri óperu Mozarts. Terfel hefur unnið til fjölda verðlauna á ferli sínum, m.a. var hann valinn „Ungsöngvari ársins“ af tímaritinu Gramophone og árið 1994 fékk hann Gramophone-verð- laun fyrir besta einsöngsdiskinn fyrir disk sinn „An die Musik“. Ári síðar hlaut hann Grammy-verð- launin fyrir diskinn The Vagabond og svo mætti lengi áfram telja. Terfel er fæddur í Pantglas í Norður-Wales þar sem hann hóf söngnám. Hann fluttist til Lund- úna árið 1984 þar sem hann lærði við Guildhall-tónlistarskólann, þaðan sem hann útskrifaðist með láði fimm árum síðar, þá 24 ára gamall. Samstarf Terfels og píanóleikar- ans Martineau hefur verið langt og farsælt en þeir koma fram saman í Háskólabíói með efnisskrá sem samanstendur meðal annars af enskum sönglögum og þjóðlögum frá Írlandi og Bretlandseyjum. Eins og áður segir hefjast tónleik- arnir kl. 20 í kvöld. Terfel syngur írsk og bresk þjóðlög

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.