Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.06.2007, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 02.06.2007, Qupperneq 12
Skriðuklaustur – Híbýli helgra manna er fornleifa- fræðileg rannsókn sem hófst á rústum Skriðu- klausturs í Fljótsdal árið 2002. Steinunn Kristjáns- dóttir, lektor í fornleifa- fræði við Háskóla Íslands, er verkefnisstjóri rann- sóknarinnar en stór hópur hefur lagt verkefninu lið á ýmsan hátt. Rannsóknin á aðsetur á Þjóðminjasafni íslands. Með fornleifauppgreftri á rústum Skriðuklausturs hefur tekist að afla mikilvægra gagna sem nauð- synleg eru til áframhaldandi rann- sókna á klaustrum og klaustur- haldi hérlendis. Markmiðið með verkefninu er að rannsaka rústir klaustursins í þeim tilgangi að kanna hvort byggingar og starf- semi þess hafi greint sig frá öðrum samtíða kaþólskum klaustrum í Evrópu. Útlit bygginga klausturs- ins og margþætt hlutverk er tekið að skýrast og hefur opnað nýja sýn á sögu klaustursins. Niður- stöðurnar gefa fyrirheit um að uppgröfturinn muni breyta við- teknum hugmyndum um byggingar, starfsemi og hlutverk klaustra hérlendis á miðöldum. Undirbúningur vegna fornleifa- rannsókna á Skriðuklaustri hófst í upphafi árs 2000. Markmiðið var að staðsetja rústir klaustursins og ef það tækist átti um leið að kanna umfang þeirra og varðveislu, með áframhaldandi uppgröft og rann- sókn rústanna í huga. Vinna við könnunina hófst á því að farið var yfir munnlegar og ritaðar heim- ildir um klaustrið og samhliða því var loftmynd af landareigninni skoðuð. Að lokinni þessari yfir- ferð þótti ljóst að tvö svæði í landi Skriðu væru líklegri en önnur til að geyma rústir klaustursins og voru þau valin til frekari rann- sóknar með könnunarskurðum og jarðsjármælingum. „Framkvæmd forkönnunarinnar gekk vonum framar og afrakstur- inn varð meiri en við bjuggumst við,“ segir Steinunn. „Það er skemmst frá því að segja að við fundum rústirnar þar sem við töldum að þær væru. Í ljós kom að byggingarnar höfðu náð yfir 1.200 fermetra svæði og að þær hefðu að líkindum varðveist mjög vel, bæði vegna góðra varðveisluskil- yrða og vegna þess að rústunum hafði ekki verið raskað eftir að klausturlifnaður lagðist af. Slíkar aðstæður eru ekki algengar og eru rústir Skriðuklausturs af þessum ástæðum einkar vel fallnar til rannsóknar.“ Steinunn segir að forkönnunin hafi leitt margt athyglisvert í ljós, til dæmis að klaustrið var reist á eldra bæjarstæði. „Undir hinum meintu klausturrústum fundust greinilegar leifar bæði íveru- og útihúsa. Erfitt er að slá nokkru föstu um aldur bæjarstæðisins en þó má segja með nokkurri vissu að bæjarstæðið sé frá því fyrir Heklugosið árið 1158.“ Nú þegar er ljóst að grunnform klausturbyggingarinnar var það sama og önnur evrópsk klaustur höfðu. Klaustrin voru samsett af þyrpingu vistarvera sem öll gegndu ákveðnum hlutverkum og byggð voru ásamt klausturkirkju við klausturgarð. Útveggirnir mynduðu þannig lokað umhverfi þeirra sem ákváðu að gefa sig guði einum á hönd og segja skilið við hinn veraldlega heim sem lá utan veggja klaustursins. Greina má sex vistarverur, auk lítillar kap- ellu og klausturkirkju sem báðar voru hluti af klausturbyggingunni sjálfri. Í miðri húsaþyrpingunni var garður með brunni fyrir miðju. „Augljóst er að um mjög stóra kirkjubyggingu hefur verið að ræða og sama á við um klaust- urbygginguna alla sem er langtum stærri en áður var talið,“ segir Steinunn. „Íburður klausturkirkj- unnar hefur líka verið mikill því í rúst hennar hafa fundist brot úr altarissteinum, steindum glugg- um og líkneski.“ Greiningar á viðarsýnum úr byggingunum benda til þess að klaustrið hafi verið byggt úr rekaviði, auk torfs og grjóts. Ýmis gögn og munir, til dæmis vikur- og litunarsteinar, ýta undir hugmyndir þess efnis að unnið hafi verið við skriftir í klaustrinu, enda klaustrin venju- lega talin helstu mennta- og menn- ingarsetur kaþólskra á miðöldum. Uppgröfturinn sýnir að Íslending- ar hafa byggt klaustur sín á sama hátt og evrópsk klaustur almennt en ekki að eigin fyrirmynd, eins og líkur hafa áður verið leiddar að í ræðu og riti. Hlutverk klausturs- ins virðist einnig samsvara hlut- verkum annarra kaþólskra klaustra í Evrópu sem er ekki síður dýrmæt vitneskja og byltir hugmyndum íslenskra fræði- manna hingað til. Rannsóknin hefur þannig opnað nýja sýn á klausturhald hér á landi. Steinunn segir að svo virðist sem bæði lyf- og handlækningar hafi verið stundaðar í klaustrinu að Skriðu, samhliða hefðbundnu bænahaldi. „Frjókornagreining á sýnum úr klausturgarðinum hefur leitt það í ljós að markviss ræktun lækningajurta fór fram á staðn- um á meðan klaustrið var starf- rækt. Ýmiskonar áhöld til lækn- inga hafa einnig fundist, svo sem bíldar af ýmsum stærðum, skæri, lyfjaglas og ýmsar tegundir steina en þekkt er að steinar hafi verið taldir búa yfir lækningamætti. Jafnframt má greina einkenni alvarlegra sjúkdóma eða áverka af ýmsu tagi á nánast öllum beina- grindunum sem grafnar hafa verið upp úr klausturkirkjugarð- inum, ólíkt því sem jafnan er með mannabein úr sóknarkirkjugörð- um eða heimagrafreitum. Er þar helst að nefna smitsjúkdóma, eins og sárasótt, berkla, sull og lungna- bólgu, sem landlægir voru á Íslandi á þessum tíma. Bein fyrir- bura og ungbarna eru einnig hlut- fallslega mörg í beinasafninu frá Skriðuklaustri en það gæti bent til að konur hafi leitað til klausturs- ins í barnsnauð.“ Niðurstöður rannsóknarinnar gefa því tilefni til þess að ætla að klaustrið hafi verið griðastaður fyrir sjúka, þar hafi jafnvel verið rekið sjúkrahús. Ekki geta aðrar heimildir um slíka starfsemi í klaustrinu á Skriðu, né í öðrum klaustrum á Íslandi, en starfsemi af þessu tagi er vel þekkt úr klaustrum utan Íslands. Reikna má með að rannsóknir að Skriðuklaustri muni standa til ársins 2012 miðað við að grafið verði í tvo mánuði ár hvert í rústir klaustursins en veturnir notaðir til forvörslu gripa, frekari rann- sókna og úrvinnslu gagna frá upp- greftrinum. En hvernig sér Stein- unn fyrir sér að verkefnið þróist á næstu árum og hvaða væntingar hefur hún? „Ég geri mér vonir um að við lok rannsóknartímabilsins verði komnar í ljós heillegar rúst- ir klausturs úr kaþólskum sið hér- lendis en þær eru ekki til sem stendur. Ég vona að sama skapi að sú mynd sem þekkt er um klaustur- lifnað hafi þá skerpst til muna en í dag er hún sveipuð ákveðinni dulúð,“ segir Steinunn. Skyggnst inn í dulinn heim kirkjunnar ÍS L E N S K A /S IA .I S /H S K 3 78 17 0 5/ 07 VIÐSKIPTA- OG HAGFRÆÐIDEILD www.hi.is BS EÐA BA NÁM Í HAGFRÆÐI Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands býður upp á hagnýtt BS og BA nám í hagfræði með möguleika á sérhæfingu í fjármálum. Námið er mjög góður undirbúningur fyrir störf í fjármálageiranum og framhaldsnám í hagfræði eða fjármálum. Framúrskarandi aðstaða verður tekin til notkunar fyrir nemendur deildarinnar í haust. Umsóknarfrestur til 5. júní. Árleg skráningargjöld: 45.000 krónur. Nánari upplýsingar á www.vidskipti.hi.is opið til kl. 22.00 öll kvöld
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.