Fréttablaðið - 02.06.2007, Page 35
Wolksvagen bjalla hefur verið draumabíllinn
hennar Gígju Jóhannsdóttur síðan hún var barn.
Fyrir rúmu ári rættist draumurinn og græna
bjallan er orðin að veruleika.
„Bjallan hefur alltaf verið draumabíllinn minn, síðan
ég man eftir mér. Afi átti margar bjöllur þegar ég var
lítil og ég man hvað mér fannst þær rosalega flott-
ar,“ segir Gígja Jóhannsdóttir sem eignaðist grænu
draumabjölluna fyrir rúmu ári.
„Ég var búin að svipast um eftir rétta bílnum, ásamt
pabba, þegar ég fann þessa fyrir tilviljun,“ segir Gígja
og ekki skemmdi fyrir að grænn er uppáhaldsliturinn
hennar.
Bíllinn er árgerð 1971, fjögurra gíra, með 1300 vél
og hálfsjálfskiptur.
„Ég held að hann sé sá eini á landinu sem er hálf-
sjálfskiptur. Það er engin kúpling, svo ég skipti bara
um gír með gírstönginni,“ segir Gígja.
Bíllinn var í góðu ástandi þegar Gígja fékk hann.
Vélin þurfti þó einhverja smá lagfæringu sem pabbi
hennar tók að sér. Á veturna bíður svo bjallan í góðu
yfirlæti inni í bílskúr og er nú nýkomin á götuna.
„Ég nota bjölluna bara innanbæjar og til að rúnta
á. Hún er líka inni í bílskúr ef rignir og í vondu veðri.
Hún er mest spari og svona hálfgert leikfang,“ segir
Gígja.
Bjallan hefur alltaf
verið draumurinn
FYRSTUR MEÐ
FRÉTTIRNAR
www.visir.is