Fréttablaðið - 02.06.2007, Síða 38

Fréttablaðið - 02.06.2007, Síða 38
Stórir lúxusbílar renna nú út eins og heita lummur, rándýrar heitar lummur. Audi Q7 fellur undir þennan hóp og þegar kemur að útliti og krafti þá er hann fremstur meðal jafningja. Böggull fylgir þó skammrifi. Audi hefur búið til kraftmestu fjöldaframleiddu V8-díselvél í heimi og nú á að koma henni fyrir hvar sem mögulegt er. Q7 4,2 TDI er þar á meðal enda við fyrstu sýn um fullkomið hjónaband að ræða. V8-vélin skilar heilum 326 hest- öflum og ótrúlegum 760 Nm í tog. Þetta þýðir að Q7 er 6,4 sekúnd- ur upp í hundrað með öll sín 2.450 kg í eftirdragi. Þrátt fyrir allan þennan kraft eyðir hann aðeins 11,1 lítra á hundraðið í blönduð- um akstri. Enginn Yaris svo sem en miðað við kraftinn og stærðina gengur eyðslan kraftaverki næst. Q7 með sitt risastóra grill er grimmur í útliti og lítur út eins og hann ætli að éta næsta smábíl. Þegar komið er inn í bílinn hróp- ar lúxusinn á mann. Ekki bara efn- isvalið heldur hönnunin. Mælarn- ir sem líta út eins og bíllinn sé að fara svo hratt að þeir leka út til hliðanna eru svo punkturinn yfir I-ið. Miðað við stærð vélarinnar er hún ótrúlega hljóðlát, svolítið eins og að horfa á Jurassic Park á „mute“. Hún er líka kraftmik- il, eins og tölurnar sýna svart á hvítu, en allur þessi kraftur kemur ekki án vandamála. Bíll- inn kann að vera 6,4 sekúndur upp í hundrað en á tímanum milli þess að stigið er á bensíngjöfina og haldið er af stað er hægt að fara í sturtu, fá sér kaffi, hringja í mömmu og ganga frá skatt- framtalinu. Forþjöppuhikið er svo mikið. Þegar búið er að yfir- stíga það leggur bíllinn af stað af ótrúlegum krafti og þú þrýstist niður í sætið. Q7 er frábær bíll, enda hefur hann farið langt fram úr vænting- um Audi. Vel heppnað útlit, akst- urseiginleikar að ógleymdri loft- púðafjöðrun Q7, sem gerir hann að mjúku fari hvort sem er á mal- bikinu eða holóttum malarvegi, gera Q7 af frábærum valkosti. Í hreinskilni sagt gerir kraft- aukningin honum hins vegar lítið. Vissulega geturðu dregið stærsta, flottasta og dýrasta hjólhýsið upp á reginöræfi en ef þú hefur efni á þessum bíl þá hefurðu efni á nótt á næsta lúxushótel. Aðlaðandi steratröll SMUR- BÓN OG DEKKJAÞJÓNUSTAN SÆTÚNI 4 • SÍMI 562 6066 SUMARDEKK HEILSÁRSDEKK OLÍS SMURSTÖÐ BÓN OG ÞVOTTUR HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA RAGEYMAÞJÓNUSTA BREMSUKLOSSAR PÚSTÞJÓNUSTA KERRUÖXLAR Í ÚRVALI og hlutir til kerru- smíða Vagnhöfða 7 110 Reykjavík Sími: 517 5000
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.