Fréttablaðið - 02.06.2007, Blaðsíða 42
hús&heimili
Elín Sigríður Ingimundardóttir
hefur safnað málverkum frá
tvítugsaldri. Hún á orðið fleiri
málverk en veggi til að hengja
þau upp á.
Elín Sigríður Ingimundardótt-
ir, fjármálastjóri, hótelstjóri og
verslunareigandi, er kona sem
kann gott að meta. Upp úr tví-
tugu hóf hún upp á sitt eins-
dæmi að sækja myndlistarsýn-
ingar í þeim tilgangi að fjár-
festa og fegra heimili sitt, en í
dag á hún fleiri verk en veggi
til að hengja þau á. Eftirlæt-
is verk hennar er eftir Gunn-
ar Kr. Jónasson frá Akureyri,
en það keypti hún fyrir tæpum
tíu árum þegar Gunnar var með
sýningu í Gilinu. „Ég fór fyrst
á sýninguna með systur minni
og leist svo rosalega vel á verk-
ið að ég doblaði bóndann til að
koma með mér aðra ferð. Við
settumst niður með Gunnari
og áttum góða stund sem end-
aði með því að við keyptum
þetta verk sem hefur svo fylgt
okkur síðan og mun gera það um
ókomna tíð,“ segir hún og bætir
við að það séu helst litirnir og
lífsgleðin í verkinu sem heilli
hana. „Ég brosi alltaf þegar ég
horfi á þetta verk enda gefur
það mér mikið.“
Elín segist reyna að kaupa sér
verk þegar hún hefur efni á,
en hún mælir með að slík kaup
fari fram beint í gegnum lista-
mennina ef á því gefst kostur.
„Myndlist gefur heimilinu hlýju
og oft er ákveðinn kærleikur í
henni þó að misjafnt sé hvern-
ig fólk túlki hana. Sjálf sæki ég
í list sem mér finnst gefa hlýju
og birtu.“
Það er óhætt að segja að Elín
hafi mörg járn í eldinum. Hún
er bæði fjármálastjóri hjá fyrir-
tækinu Rafstuð, hótelstjóri hjá
Fosshótelinu við Suðurgötu á
sumrin og svo á hún hlut í versl-
uninni Nóru í Bankastræti 14.
„Þar seljum við franskar sveita-
vörur sem ýta undir rómantík
heimilisins. Allt frá húsgögnum
yfir í margs konar smáhluti sem
auka á rómantíkina. Allar vör-
urnar eru keyptar í Frakklandi
og þar sem þær eru sveitalegar
og sætar myndi ég segja að þær
gætu hentað sérlega vel í sum-
arbústaðinn,“ segir þessi róm-
antíski listunnandi að lokum.
mhg@frettabladid.is
Kærleikur í myndlist
Elín Sigríður Ingimundardóttir byrjaði að kaupa myndlist fyrir heimili sitt þegar hún
var um tvítugt. Hún segir að gefist þess kostur sé einfaldast að hafa beint samband
við listamanninn hafi fólk áhuga á að kaupa verk eftir hann.
Forsíðumynd: Anton Brink tók myndina
á vinnustofu Erlu Sigurðardóttur myndlist-
arkonu. Útgáfufélag: 365 - prentmiðlar,
Skaftahlíð 25, 105 Reykjavík, sími: 550-5000
Ritstjórar: Kristín Eva Þórhallsdóttir kristi-
neva@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir
solveig@frettabladid.is. Auglýsingar:
Ámundi Ámundsson S.5175724 og Ásta
Bjartmarsdóttir S. 5175724 Útlitshönn-
uður: Kristín Agnarsdóttir kristina@
frettabladid.is.
fyrir börnin
HÖNNUN nær nú ekki aðeins inn í betri stofuna á heimilum
fólks heldur alla leið í barnaherbergið. Hönnuðir leggja nú í meiri
mæli áherslu á að hanna hluti fyrir smáfólkið og hér eru nokkur
dæmi um það.
Robin Delaere hannaði fallegan
ruggustól fyrir börn sem hluta af Italic-
línunni. Í þeirri línu er lögð áhersla á
sterkar línur og endingargott efni.
Spænski hönnuðurinn Javier
Mariscal hannaði litríka stóla sem
kallast Julian. Stólarnir eru úr endingar-
góðu plastefni og má einnig nota sem
leikföng inni og úti.
Hvolpurinn (Puppy) er eftir finnska hönnuðinn Eero Aarnio. Þeir
sem þekkja til vita að hvolpurinn er hundrað prósent í anda Aarnio
en „stóllinn“ er úr línu Aarnios fyrir börn „me too collection“. Hund-
urinn er úr plastefni og hentar bæði innandyra og utan. Hann má
fá í fjórum stærðum og nota sem stól, styttu, leikfang eða hvað
sem ímyndunaraflið býður.
www.sabz.fr
2. JÚNÍ 2007 LAUGARDAGUR2