Fréttablaðið - 02.06.2007, Page 52

Fréttablaðið - 02.06.2007, Page 52
hús&heimili VÉLMENNI úr gömlu vísinda- skáldsögumynd- inni Forbidd- en Planet. Skemmti- leg stofustáss sem fæst í Einu sinni var og kostar 3.290 krónur. retró Bengtsson notar kolefnistrefjar M athias Bengtsson er fæddur í Kaupmannahöfn 1971. Hefur hefur numið bæði í Danmörku og London en þar starfar hann í dag. Bengtsson býr til húsgögn sem eru sérstök í útliti og nýtir sér tæknina til hins ýtrasta.Nýjasta afurð úr smiðju Bengtssons eru hlutir úr kolefnis- trefjum sem oftast eru notaðar í geimflaugaiðnaðinum.Það er einmitt efnið sem hann notar í þessa sér- stöku stóla. Sérstök vél er notuð til að snúa upp á trefjarnar en stólarnir eru að lokum hertir í ofni. Stólarnir eru mjög sterkir en vega samt sem áður ekki nema um 800 til 1000 grömm. FUGLASÖNGUR Í TRJÁNUM ER TÁKN SUMARSINS. Á Íslandi heyrist fuglasöngurinn jafnvel langt fram á nótt, enda skil nætur og dags afar óljós yfir hásumarið. Fuglasöngurinn berst inn um glugga heimilisins og því ekki úr vegi að mæta þeim fögnuði með tilheyrandi skrauti. Tré, fuglar, plöntur og fjaðrir í gluggum eða jafnvel á koddum breyta andrúmsloftinu og gefa því léttleika sumarins. Fuglana og tréð sem hér sjást er hægt að hengja upp í glugga eða á veggi og fást herlegheitin í versluninni Þrjár hæðir á Laugaveginum. SPEGILL SPEGILL Louise Campbell hefur hann- að þennan dásamlega speg- il sem hvaða prinsessa sem er lætur sig dreyma um. Með innbyggðu snyrtiborði og já- kvæðum orðum í bleikum lit tekur hann vel á móti hvaða andliti sem er. 2. JÚNÍ 2007 LAUGARDAGUR12

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.