Fréttablaðið - 02.06.2007, Síða 91

Fréttablaðið - 02.06.2007, Síða 91
 Cleveland vann í fyrrinótt fimmta leikinn í úrslitarimmu liðsins gegn Detroit Pistons og tók þar með forystu, 3-2. Tvífram- lengja þurfti leikinn en óhætt er að segja að LeBron James, leikmað- ur Cleveland, hafi sett á svið eins manns sýningu því hann skoraði síðustu 25 stig liðsins í leiknum. Alls skoraði hann 48 stig í leiknum og þykir frammistaða hans ein sú allra besta sem nokkru sinni hefur sést í úrslitakeppni NBA-deildar- innar. „Ég er alveg búinn á því,“ sagði James eftir leik. „Ég fæ morgun- daginn til að jafna mig en það verður erfitt með lítinn tveggja ára gutta í húsinu. Vonandi getur önnur hvor amma hans passað hann,“ bætti hann við. James skoraði sigurkörfuna þegar 2,2 sekúndur voru eftir af síðari framlengingunni með því að keyra í gegnum vörn De- troit og leggja boltann í körfuna. Chauncey Billups hitti í kjölfarið ekki úr skoti sínu á lokasekúndu leiksins. Detroit var með sjö stiga for- skot þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma en hefur nú tapað þremur leikjum í röð fyrir Cleveland eftir að hafa unnið fyrstu tvo leikina. LeBron James hitti úr átján af 33 skotum sínum, þar af báðum þriggja stiga skotum sínum. Hann nýtti tíu af fjórtán vítaköstum, tók níu fráköst, gaf sjö stoðsendingar og stal tveimur boltum. Leiksins verður sennilega minnst sem þeim þar sem James varð að sannri NBA-ofurstjörnu, bæði innan sem utan vallarins. „Við reyndum allt til að stöðva hann,“ sagði Billups eftir leikinn. „Við bara gátum það ekki.“ Enginn af leikmönnum Detroit spilaði illa og skoruðu allir byrjun- arliðsmennirnir að minnsta kosti tíu stig í leiknum. „Hann setti á svið ótrúlega sýningu. Ég held að ég hafi aldrei séð annað eins hjá andstæðingi okkar í úrslitakeppni nokkru sinni.“ Sjötti leikur liðanna fer fram á heimavelli Cleveland í kvöld og verður í beinni útsendingu á Sýn klukkan 00.30. Eins manns sýning hjá LeBron James Það er ekki bara ís- lenska landsliðið sem er í eldlín- unni í dag því Færeyingar fá það verðuga hlutverk að taka á móti heimsmeisturum Ítala í Þórs- höfn. Með færeyska liðinu leikur Simun Samuelsen, leikmaður Keflavíkur, en hann hefur farið mikinn í upphafi Landsbanka- deildarinnar. Hann fór til að mynda á kostum gegn HK um síðustu helgi en hætt er við því að eigi erfiðara uppdráttar í dag. „Því er ekki að neita að þetta verður mikil breyting en ég bíð spenntur eftir leiknum,“ sagði Simun við Fréttablaðið en hann fór frekar illa með Stefán Egg- ertsson, bakvörð HK, í síðasta leik. Hann mun eflaust eiga í meiri vandræðum með Massimo Oddo, sem mun að öllum líkind- um dekka hann, en Oddo er ný- krýndur Evrópumeistari með AC Milan. „Ég verð eiginlega bara kátur ef ég kem fimm sinnum við bolt- ann,“ sagði Færeyingurinn geð- þekki í léttum tón. Úr leik við HK í leik gegn heimsmeisturunum 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.