Fréttablaðið - 29.06.2007, Side 8

Fréttablaðið - 29.06.2007, Side 8
 Hvaða svæðisstöð ætlar Ríkisútvarpið að hætta með um mánaðamótin? Hvaða þekkti sparkskýrandi var viðstaddur kynningu á Sýn 2 á dögunum? Hver mun mögulega gera brúður fyrir sjónvarpsþætti eftir barnabókunum um Einar Áskel? Fjárframlög til emb- ættis ríkislögreglustjóra jukust um 173 prósent árin 2000 til 2006, að því er fram kemur í grein eftir hæstaréttarlögmanninn Ragnar H. Hall, sem birtist í Morgunblað- inu í gær undir yfirskriftinni „Saksóknarinn í eyðimörkinni“. Á sama tíma hefur neysluvísitala einungis hækkað um þrjátíu pró- sent. Ragnar segist í greininni draga það stórlega í efa að önnur ríkis- stofnun hafi fengið viðlíka aukn- ingu í fjárframlögum og efast jafnframt um að fjármununum sé vel varið. Tilefni skrifa Ragnars eru ummæli Helga Magnúsar Gunn- arssonar, saksóknara efnahags- brota, í fjölmiðlum upp á síðkast- ið, þar sem hann hefur gagnrýnt þröngan kost embættis hans sem geri honum erfitt um vik að sinna málum með viðunandi hætti. Það hefur haft það í för með sér að rannsókn mála hefur tafist óeðli- lega mikið. Minni mál þurfa oft að bíða fyrir stærri málum eins og olíuverðsamráð og málverka- fölsunarmál til dæmis. „Umfjöllun saksóknarans er með hreinum ólíkindum,“ segir Ragnar. „Hvað þarf mikið fé í þetta apparat til að það geti þjón- að hlutverki sínu?“ Hann spyr hvort allir séu sammála um að fjármagninu hafi verið vel varið. „Ég hef efasemdir um það, miðað við þá útreið sem þetta embætti hefur fengið í nánast öllum þeim málum sem kallast geta alvöru efnahagsbrot.“ Frá og með 1. júlí þarf Reykjavíkurborg að greiða fjárfestingarfélaginu Valsmönnum hf. tíu milljónir á mánuði vegna tafa á gildistöku nýs deiliskipulags fyrir Hlíðarendasvæðið svokallaða. Árið 2002 gerði íþróttafélagið Valur samning við borgina um að borgin fengi afhent tæplega níu hektara erfðafestuland Vals að Hlíð- arenda, íþróttasvæðið yrði minnkað í tæpa fjóra hektara og að umfram- landið yrði selt sem byggingarland. Borgin myndi síðan nýta þá fjár- muni sem fengjust fyrir svæðið upp í kostnað við ný íþróttamannvirki Vals, sem voru formlega kynnt í fyrradag. Það voru síðan Valsmenn hf. sem keyptu svæðið. Í kaupsamningi þeirra við borgina er kveðið á um að verði deiluskipulag byggingarsvæð- isins ekki tilbúið 1. júlí í ár, eigi Vals- menn heimtingu á tíu milljóna króna sektargreiðslum á mánuði frá borg- inni, þar til unnt verður að hefja þar framkvæmdir. Brynjar Harðarson, stjórnarfor- maður Valsmanna, segir að ef allt gangi að óskum verði deiliskipulag og lóðaskipulag tilbúið í byrjun okt- óber. Hann segist hins vegar ekki fagna sektargreiðslunum. „Vals- menn hafa þegar greitt 600 milljón- ir af 1,6 til 1,7 milljörðum fyrir land- ið, þannig að þessar 10 milljónir á mánuði eru enginn gróði, heldur bara til að mæta vaxtakostnaði.“ Brynjar segir tafirnar hafa verið fyrirséðar og ástæður þeirra eðli- legar. Hann segir þá ákvörðun að Háskólinn í Reykjavík skyldi færast í suðurhlíðar Öskjuhlíðar hafa breytt miklu. Í kjölfarið hafi þurft að ráðast í breytingar á gatnaskipu- lagi og staðsetningu gangamunna Öskjuhlíðarganga á aðalskipulagi. Brynjar segir alla fara vel út úr málinu, Reykjavíkurborg einna helst. „Þegar samningurinn var gerður trúðu menn að þeir gætu kannski fengið 150 milljónir fyrir þetta land, en niðurstaðan varð einn og hálfur til tveir milljarðar. Reykja- víkurborg mun því að endingu ekki þurfa að greiða neitt fyrir íþrótta- mannvirkin. Ofan á það mun borgin fá byggingargjald og fasteignagjald af öllu saman. Þá eru þessar sektir bara smáaurar í samanburði.“ Ekki náðist í Hönnu Birnu Kristj- ánsdóttur, formann skipulagsráðs Reykjavíkur, eða Birgi Hlyn Sig- urðsson, sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs, vegna málsins. Borgin greiðir tíu milljónir á mánuði í sekt Reykjavíkurborg þarf að greiða Valsmönnum hf. tíu milljónir á mánuði frá og með 1. júlí vegna tafa á gildistöku deiliskipulags á Hlíðarendasvæðinu. Kína þarf að taka á spillingu og útdeila auði á sanngjarnari hátt en pólitískar umbætur munu fara stigvaxandi en aðeins undir stjórn eins- flokks-veldis Kommúnistaflokks- ins. Þetta er meðal þess sem kom fram í ræðu forseta Kína, Hu Jintao, um framtíðarsýn sína fyrir forystu kínverska Kommúnista- flokksins. Hu sagði að flokkurinn þyrfti að ná markmiðinu um að koma á „í grundvallaratriðum vel settu þjóðfélagi“ fyrir árið 2020 sem hefur verið eitt meginstefið í fimm ára valdatíð hans. Hu kom aðeins lítillega inn á aukið pólitískt frjálsræði þegar hann hvatti til aukinnar þátttöku fólks um leið og einsflokksstjórn yrði tryggð. Einsflokksstjórn tryggð áfram Vatnsforðinn í miðlunar- lónum Landsvirkjunar er vel yfir meðallagi þrátt fyrir þurrkatíð á Suðurlandi undanfarnar vikur. Ástæðan er gott veðurfar og hlýindi undanfarna vetur. Þorsteinn Hilmarsson, upplýs- ingafulltrúi Landsvirkjunar, segir forðabúrið hafa verið um sjötíu prósent fullt í síðustu viku, en að meðaltali sé það um sextíu prósent á þessum tíma. „Smáveg- is þurrkatíð hefur voðalega lítið að segja, við sjáum ekki annað en að staðan sé mjög góð hjá okkur núna,“ segir hann. „Það má reikna með því að okkur takist að fylla lónin yfir sumartímann.“ Áhrif þurrka á vatnsforða lítil Heimsferðir bjóða frábært tilboð á síðustu sætunum til Costa del Sol þann 4. júlí í tvær vikur. Þú bókar og tryggir þér sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Gríptu tækifærið og tryggðu þér sumarfrí á frábærum kjörum á vin- sælasta sumarleyfi sstað Íslendinga. Verð kr. 49.990 Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi/stúdíó/ íbúð í 2 vikur. Allra síðustu sætin Verð kr. 39.990 Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, í íbúð í 2 vikur. 4. júlí í 2 vikur Taktu flátt í grillleik MS og flú gætir unni› glæsilegt Weber grill. Kauptu dós af s‡r›um rjóma frá MS, far›u á www.ms.is, slá›u inn lukkunúmeri› sem er í lokinu og flú fær› strax a› vita hvort flú hefur unni›. Grill-leikur me› s‡r›um rjóma!

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.