Fréttablaðið - 29.06.2007, Side 10

Fréttablaðið - 29.06.2007, Side 10
Íslenskir aðalverktakar hf. Höfðabakka 9, 110 Reykjavík, sími 530 4200 H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA DRAUMASTAÐUR Á NESINU Hrólfsskálamelur 2–8 Ítarlegar upplýsingar um eignirnar á vefsíðu okkar www.iav.is www.iav.is ÍBURÐARMIKLAR ÍBÚÐIR ÍAV reisir þrjú fjölbýlishús við Hrólfsskálamel á Seltjarnarnesi. Í fyrsta húsinu eru 26 íbúðir en alls verða um 80 íbúðir í húsunum þremur. Gæðastig íbúðanna er með því hæsta sem þekkist á markaðnum. Á það jafnt við um hönnun, efnis- val, búnað og frágang. Lofthæð í stofum, eldhúsum og herbergjum er mun meiri en almennt gerist. Gólfsíðir gluggar í stofum og herbergjum gefa mikla birtu. Tvöföld gólf tryggja mikla hljóðeinangrun. Svalaskýli eru á svölum. Við hönnun íbúðanna voru þægindi og öryggi íbúa höfð í öndvegi. Loft íbúða eru niðurtekin og með innfelldri lýsingu með sérstakri ljósastýringu. Gólfhiti er með þráðlausum nemum. Á baðherbergjum er borðplata úr graníti og í flestum íbúðanna eru bæði baðker og sturta. Í íbúðunum verður loft- skiptakerfi. Íbúðunum er skilað fullbúnum með fljótandi plankaparketi á gólfum. Í eldhúsi eru vandaðar innréttingar með eldunareyju, og borðplötu úr graníti. Eldhústæki eru af Miele-gerð með burstaðri stáláferð, eða sambærilegt. Að utan eru húsin að mestu klædd með leirbrenndum flísum og að hluta með sléttri álklæðningu. Allir gluggar eru álkæddir timburgluggar. Húsin þarfnast því lágmarksviðhalds. Ert þú með Vegabréf N1? F í t o n / S Í A F I 0 2 1 8 9 0 Mikil tilfærsla á aflaheimildum er fyrirsjáanleg verði mikill samdráttur í þorskafla á næsta fiskveiðiári. Áhrifin á land- vinnslu eru mjög mismunandi eftir landshlutum og útgerðarstöðum. Stærstu útgerðirnar munu líklega kaupa upp aflaheimildir þeirra minnstu. Í skýrslu sinni um þjóðhagsleg áhrif aflareglu fjallar Hagfræði- stofnun um hugsanlega þróun í fiskveiðum og vinnslu á Íslandi ef þorskafli verður skorinn verulega niður. Talið er líklegt að helst muni minnstu útgerðirnar selja afla- hlutdeild sína til þeirra stærstu. Stofnunin skoðar nokkur dæmi þar sem 245 til 552 minnstu útgerð- irnar selja tíu til 21 stærstu. Tíu stærstu útgerðarfyrirtækin eru öll staðsett í stærri útgerðarbæj- um sem þýðir að tilfærsla afla- heimilda er frá minnstu byggðar- lögum til þeirra stærri, eins og verið hefur undanfarin ár. Sam- eining lítilla útgerða innan króka- aflamarkskerfisins er þó einnig mjög líkleg þar sem aflahlutdeild verður ekki færð af báti undir fimmtán tonnum að stærð nema til báts í sama kerfi. Alvarlegustu áföllin við niðurskurð þorskafla yrðu við kvótasölu úr bæjarfélög- um eða landshlutum. Vestfjörðum er hætt við að missa hlutfallslega flest störf en á Suðurnesjum er hætt við búsefjum vegna mikil- vægis þorsks í söltun. Mörg störf eru líkleg til að tapast á Austur- landi og Suðurnesjum þar sem um sjötíu prósent af afla er unninn í heimahöfn en hlutfallið er aðeins um þrjátíu prósent á Vesturlandi. Breytingar fyrirséðar Hagfræðistofnun telur að minnstu útgerðir landsins muni fara verst út úr nið- urskurði á þorski. Stærstu fyrirtækin kaupa kvóta minni útgerða í stórum stíl.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.