Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.06.2007, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 29.06.2007, Qupperneq 12
Hafsteinn Snær Ævarsson er lítill drengur á Hvammstanga sem á óvenju marga forfeður á lífi. Í móðurætt á Hafsteinn ömmu og afa, tvær langömmur, tvo langafa, þrjár langalangömmur og einn langalangafa. Í föðurætt á Haf- steinn ömmu og afa, eina lang- ömmu, einn langafa og eina langa- langömmu. „Ég, mamma og amma byrjuðum allar mjög ungar að eiga börn og það útskýrir þennan mikla fjölda,“ segir Sunna Mary Valsdóttir, móðir Hafsteins. Sunna Mary verður 17 ára í september og faðir Hafsteins, Ævar Marteinsson. er nýorðinn sautján ára. Þegar Hafsteinn fædd- ist 6. maí síðastliðinn var unga parið búið að vera saman í eitt ár upp á dag. Þau búa á Hvammstanga og gengur vel að annast litla dreng- inn sem er vær og góður. Það er ekki óalgengt að konur verði mæður ungar í fjölskyldu Sunnu því móðir hennar, Íris Fjóla Bjarnadóttir, var aðeins átján ára þegar hún átti hana og er því orðin amma tæplega 36 ára. „Amma var tvítug þegar hún átti sitt fyrsta barn, mamma átján ára og ég sex- tán. Þetta færist alltaf niður um tvö ár en ég vona nú samt að Hafsteinn verði ekki pabbi fjórtán ára,“ segir Sunna og hlær. Íris Fjóla, móðir Sunnu, er stolt af því að vera orðin amma. „Ég hef heyrt um yngri ömmur en þær eru örugglega ekki margar enda eru vinkonur mínar sem eru á sama aldri og ég enn að eiga börn og ekki farnar að hugsa um barnabörn,“ segir Íris sem er fædd 1971. Hafsteinn litli er Húnvetningur í húð og hár enda búa allar langa- langömmur hans og langalangaf- arnir tveir á Hvammstanga. Það verður að teljast harla óvenjulegt að eiga sex langalangömmur og langalangafa á lífi en þau eru öll í fullu fjöri. Sú elsta, Svanborg Guð- mundsdóttir, er 92 ára gömul. Sunna og Íris segja að margir í fjölskyldunni hafi fengið nýjan titil þegar Hafsteinn fæddist. „Þetta er mikill fjöldi og menn monta sig á því að vera orðnir langafabræður, ömmusystur eða langömmusystur og þar fram eftir götunum,“ segir Íris en Hafsteinn litli á ömmusyst- ur sem er aðeins 18 ára gömul og langafabróður sem er ekki orðinn fertugur. Á sextán for- feður og for- mæður á lífi Hafsteinn Snær Ævarsson er sjö vikna gamall og býr svo vel að eiga sextán formæður og forfeður á lífi sem slást um að fá að passa hann. Hafsteinn á 17 ára foreldra, 36 ára ömmu og 18 ára ömmusystur. Hin árlega World Press Photo-ljósmynda- sýning var opnuð í Kringlunni í fyrradag. Sýning- in stendur til 22. júlí og er öllum opin á afgreiðslu- tíma Kringlunn- ar. Björn Ingi Hrafnsson, formaður borgarráðs, opnaði sýninguna formlega og við- staddur var Jeroen Visser, fulltrúi World Press Photo. Þetta er í þrett- ánda sinn sem World Press Photo- sýningin er haldin í Kringlunni, en verðlaunamyndirnar hafa verið sýndar hér á landi allt frá árinu 1984. World Press Photo-samtökin voru stofnuð í Hollandi árið 1955. Ljósmynda- samkeppni þeirra er sú stærsta og veglegasta í heimi og skoða um tvær milljónir manna í 45 löndum sýn- inguna árlega. 4.460 atvinnuljósmyndarar frá 124 löndum tóku þátt í ár og sendu inn ríflega 78 þúsund ljósmyndir. Bandaríski ljósmyndarinn Spencer Platt hlaut verðlaunin í ár. World Press Photo- sýningin opnuðMoshe Katsav, forseti Ísraels, samþykkti í gær að segja af sér, gegn því að hann yrði ekki dreginn fyrir dóm fyrir kynferðisafbrot eftir árslanga rannsókn. Forsetinn slapp við ákæru fyrir nauðgun, en játaði á sig kynferðislega áreitni og að hindra framgang réttvísinnar. Hann mun ekki þurfa að afplána fangelsisvist, en segir af sér sem forseti. Sjö ára kjörtímabili hans hefði lokið í næsta mánuði. Katsav hefur beðið mikinn álitshnekki vegna málsins og sagði saksóknari að ímynd hans hefði breyst úr sameiningar- tákni í ógnvekjandi yfirmann sem misnotar kvenkyns starfs- menn sína. Sleppur við nauðgunardóm Nýja flugstöðin sem Iceland Express vill reisa fyrir innanlands- og Lundúnaflug er á reit sem kallast R13b og hefur verið eyrnamerktur Háskólanum í Reykjavík. Reiturinn er við Hlíð- arfót, syðst á flugvallarsvæðinu. Forsvarsmenn HR gerðu sam- komulag við Reykjavíkurborg um þessa nærri 20 hektara lóð fyrir starfsemi háskólans síðla árs 2005. Til vara er beðið um lóð R12 fyrir norðan Hótel Loftleiðir og sunnan Hringbrautar. Þar hefur áður verið gert ráð fyrir nýrri 6.550 fermetra samgöngumiðstöð. Samgönguráðherra og stjórnar- formaður Flugstoða skrifuðu í febrúar síðastliðnum undir vilja- yfirlýsingu um undirbúning að byggingu og rekstri hennar. Auk flugstöðvarinnar, sem yrði á tveimur hæðum og „auðstækk- anleg“, fer fyrirtækið fram á lóð á reit R5, vestan megin við Norður- suðurbraut. Þar gæti verið geymslusvæði. Reitur R5 er í eigu bæði borgar og ríkis. Iceland Express telur þörf fyrir ein fimm hundruð bílastæði við flugstöð sína. Að auki vilja forsvarsmenn fyr- irtækisins lengja flugbraut 13/31, sem er 1.230 metra löng og liggur frá austri til vesturs. Vilja frátekna reiti
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.