Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.06.2007, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 29.06.2007, Qupperneq 16
Leiðbeiningar um hvernig breyta á amfetamínvökva í amfetamín- duft fundust á heimili Arvydas Maciulskilis í fjölbýlishúsi við Nýbýlaveg í Kópavogi. Hann var síðar dæmdur í fjögurra ára fang- elsi fyrir sinn þátt í innflutningi á 1,7 kílóum af sterkum amfetam- ínvökva. „Það er í sjálfu sér ekki svo mikið mál að breyta amfet- amínvökva í duft. Það þarf sýru til þess á móti amfetamínvökvan- um, sem er basi, og þá fæst út úr þessu duft. Hins vegar þarf tölu- vert mikla sérþekkingu til þess að búa til vökvann,“ segir Már Másson, dósent í efnafræði við Háskóla Íslands. Tiltölulega auð- velt er því að umbreyta amfetam- ínvökva í duft. Í fórum Litháa, sem hafa staðið að baki innflutn- ingi á tugum kílóa af amfetamíni hingað til lands, hefur einnig fundist brennisteinssýra sem nær öruggt er talið að hafi verið ætluð til þess að búa til söluvænlegt amfetamínduft. Sýrunni er bland- að saman við sterkan vökvann þar til duftið myndast. Samkvæmt heimildamönnum innan lögreglunnar er ekki talið líklegt að framleiðsla amfetam- ínsins hafi farið fram í íbúð Mac- iulskilis. Sterkur fnykur myndast þegar duftið er búið til sem fer „ekki framhjá neinum,“ eins og haft var eftir Giedré Goriené rit- stjóra litháíska vikuritsins Karstas Komentaras í Fréttablað- inu í gær, en ítarlega hefur verið fjallað um umsvifamikla amfet- amínframleiðslu í Kaunas í því blaði að undanförnu. Hún fær að viðgangast í skjóli aðgerðarleysis lögreglunnar á staðnum, en efnin eru svo flutt úr landi, meðal ann- ars til Íslands eins og rakið var í blaðinu í gær. Líklegra þykir að framleiðslan á amfetamínduftinu fari fram í iðnaðarhúsnæði heldur en í heimahúsum þar sem auðveldara er halda henni leyndri þannig. Innan lögreglunnar eru einnig uppi getgátur um að „dópið sé flutt úr landi“, eins og einn heim- ildamaður Fréttablaðsins innan lögreglunnar komst að orði. Vís- bendingar um það eru óljósar en byggja öðru fremur á því að glæpamenn horfi til þess að eftir- lit með vöruflutningi og manna- ferðum frá Íslandi sé ekki eins strangt og víðast hvar annars staðar. Lögreglan og Tollgæslan hafa feng- ið vísbendingar um að þýfi sé skipulega flutt úr landi. Þetta stað- festu nokkrir heimildamenn Fréttablaðsins, bæði innan lögregl- unnar og hjá Tollgæslunni. Örfá dæmi eru um útflutning sem lög- reglan og tollurinn hafa komið upp um, en helst er talið að fartölvur, iPod-spilarar, stafrænar mynda- vélar, verkfæri og önnur illa feng- in verðmæti sem fer lítið fyrir, séu send skipulega úr landi. „Hvert fer allt þetta þýfi? Ef það er selt hér á landi, þá er svartur markaður á Íslandi undarlega stór, í ljósi fámennisins. Það er auðvelt að selja ýmsa þessa hluti erlendis og því hlýtur nokkuð stór hluti að fara úr landi,“ segir heimildamaður Fréttablaðsins innan lögreglunnar. Meðal vísbendinga um útflutn- ing á þýfi eru verkfæri, sem aug- ljóslega eru merkt íslenskum verk- tökum, þar á meðal ÍSTAK, hafa sést til sölu á útimörkuðum í Aust- ur-Evrópu, einkum í Póllandi. Toll- urinn hefur þegar komið sér upp skipulagi til þess að efla eftirlit með útflutningi, en það hefur til þessa ekki verið sérstaklega mikið. Miðar áætlunin meðal annars að því að fylgjast með útflutningi á þýfi. Þetta eru ekki einu vísbending- arnar um að glæpaumhverfi á Íslandi sé að fá yfir sig alþjóð- legri blæ. Bifreið, af Citroën- gerð, sem notuð var til þess að flytja hingað til lands fjögur kíló af sterku amfetamíni í 26 pakkn- ingum, og stöðvuð var 30. júní 2005 við tollaeftirlit á Seyðis- firði, var sérútbúin til fíkniefna- smygls. „Bifreiðin var augljós- lega ætluð til þess að flytja fíkniefni milli landa. Það var búið að útbúa hana þannig. Neðan í bifreiðinni voru hólf með fíkni- efnunum sem þurfti að hafa mikið fyrir að finna,“ segir Karl Steinar Valsson yfirmaður fíkni- efnadeildar lögreglunnar á höf- uðborgarsvæðinu. Sérstaklega útbúnar bifreiðar til fíkniefna- smygls eru oft notaðar marg- sinnis, samkvæmt upplýsingum frá Interpol. Oft er um að ræða stolnar bifreiðar en bílþjófnaður, og viðskipti með stolnar bifreið- ar, er orðin ein umsvifamesta einstaka tegund glæpastarfsemi í Evrópu. Vökvi að dufti og þýfið úr landi Vörður tryggingar hf. I Borgartúni 25 I sími 514 1000 I www.vordur.is ff k
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.