Fréttablaðið - 29.06.2007, Síða 38

Fréttablaðið - 29.06.2007, Síða 38
H ún er aðeins 26 ára gömul og er strax orðin frægari en Madonna og allar helstu leikkonur heims. Það vita allir hver Paris er. Þessi heims- fræga ljóska kom fyrst fram á sjónarsviðið í helstu elítuhring- um New York-borgar aðeins 15 ára gömul. Langafi hennar var stofnandi Hilton-hótelkeðjunn- ar og var eitt sinn giftur Eliza- beth Taylor og því lítið mál fyrir Paris að komast inn í elítuna. En það var ekki fyrr en Paris var 22 ára að hún varð fyrst fræg fyrir kynlífsmyndband sem hún hafði tekið upp ásamt Rick Solomon þremur árum áður. Allt í einu var hótelerfinginn á allra vörum. Sumir kalla hana hálfvita en aðrir snilling. Hvort heldur sem er, er þessi leggjalanga ljóska metin á sjö milljónir dollara. Hún hefur þá örugglega við- skiptavit. Hún hefur fyrsta flokks PR-lið í kringum sig sem segir henni hvað hún á að gera. Það mætti halda að það kort- legði hreyfingar hennar, sér- staklega á erfiðum tímum. Ljós- myndarar elta hana á röndum og koma oft upp um manneskju- legu hliðina á þessari gyðju og fáum við ósjaldan að sjá hana í slúðurblöðunum fulla eða við neyslu eiturlyfja. En fólk les allt um Paris Hilton, gott sem slæmt. Hún selur, og hún selur grimmt. Hún er jú einu sinni frægasta kona í heimi. FYRIRSÆTAN Paris byrjaði ung að sitja fyrir og hefur hún auglýst allt frá vodka til hátískuklæðn- aðar. RITHÖFUNDURINN Fyrir þremur árum gaf Paris Hilton út ævisögu sína sem hét Confessions of an Heiress: A Tounge-in- chic Peek Behind the Pose. Bókin var skrifuð með Merle Ginsberg. Þrátt fyrir lélega dóma komst bókin inn á metsölulista New York Times. Í kjölfarið gaf hún út bókina An Heiress Diary: Confess it all to me. LEIKKONAN Fyrir utan að koma fram í The Simple Life ásamt Nicole Richie er Paris oft fengin til að leika lítil gestahlutverk bæði í sjónvarpi og á hvíta tjaldinu. ILMURINN Það er engin almennileg stjarna nema hún komi með á markaðinn sitt eigið ilmvatn. Árið 2004 tók Paris þátt í því að hanna ilmvatn sem heitir einfaldlega Heiress. Ilmvatnið átti upprunalega aðeins að koma út í litlu magni en vegna mikilla vinsælda varð fyrirtækið að búa til meira af því. SÖNGKONAN Það var ekki nóg fyrir Paris litlu að leika, skrifa bækur og koma fram í auglýsingun, ó nei, hún þurfti líka að gefa út plötu. Simon Cowell hefði þurft að setjast niður með hótelerfingjanum og eiga við hann nokkur orð því þessi plata var svo léleg, svo slæm að útgáfufyrir- tækið rifti samningum við hana. Paris náði þó ágætri spilun og þá sérstaklega í Austurríki, Belgíu og Póllandi. NICK CARTER Paris var orðin stjarna er hún tók við Backstreetboy- söngvaranum Nick Carter. Kossaflens þeirra á almannafæri var alveg rosalegt. PARIS LATSIS Ef þetta var ekki fyndasta par í heimi. Paris og Paris. Það fór vel á með hótelerfingjanum og gríska skipaerfingjanum. Þau tilkynntu trúlofun sína í maí 2005 en voru hætt saman fimm mánuðum seinna. STAVROS NIARCHOS III Þegar sambandið við skipaerfingjann gekk ekki upp sneri Paris sér að næsta gríska skipaerfingja. Það er greinilega nóg til af þeim. Paris og Stavros voru saman í nokkra mánuði eða þangað til að hún gaf út þá tilkynningu að hún ætlaði að einbeita sér að sjálfri sér og engum öðrum. JOSH HENDERSON Við þekkjum hann sem unglinginn í Aðþrengdum eiginkon- um, en hann og Paris voru að hittast um tíma. Hvort sem hægt er að kalla hann kærasta eða ekki þá fannst Paris ekki leiðinlegt að láta mynda sig með honum. Nánasta vinkona Paris er, eins og við öll vitum, Nicole Richie. Þær stöllur hættu þó að tala saman í þó nokkuð langan tíma. Það eina sem Paris sagði var: „Nicole veit hvað hún gerði rangt og það er það eina sem ég hef um það að segja.“ Paris er samt sem áður þekkt fyrir að skipta um vinkonur eins og nærbuxur og kemur hún stundum fyrir eins og nokkurs konar tækifærissinni. KIMBERLY STEWART Þær eru kannski ekki betri vinkonur en það að eitt sinn á rauða dreglinum voru þær fengar til að prufa vespu. Kimberly settist á hana og þeyttist af stað með þeim afleiðingum að hún flaug af hjólinu og kjóllinn upp um hana. Þá sést Paris snúa baki við Kimberley og skellihlæja að óförunum. BRITNEY SPEARS OG LINDSAY LOHAN Þetta er fullkomið dæmi um tækifæris- sinnann Paris Hilton. Það er ekki eins og hún fái ekki næga athygli ein og sér, en hún ákveður að kíkja út á lífið með hinum tveimur mest ljósmynduðu skvísunum í Hollywood. Já, svona eru þessar stelpur. KIM KARDASHIAN Er svona míní Paris Hilton. Þær saman er alveg æðislega klígjulegt. Þessar píur hittast til þess að sýna sig og ekkert annað. FRÆGASTA KONA HEIMS NICOLE RICHIE Þær leika saman í þáttunum The Simple Life sem njóta mikilla vinsælda. Íslenskir sjónvarpsáhorfendur hafa fengið að fylgjast með þessum blondínum gera sig að fífli í sjónvarpinu. Þær eru þó allavega að fá fúlgu af peningum fyrir að haga sér svona. Nicole er enn hennar nánasta vinkona. nærmynd sirkus &PARIS FERILLINN &PARIS VINKONURNAR & Paris Hilton hefur verið orðuð við ófáan manninn og má vesalings stúlkan varla spjalla við fræga menn því þá er hún sögð hafa sofið hjá þeim. Þessi listi er langur og má þá helst nefna Leonardo DiCaprio, Oscar De La Hoya, Jared Leto og Colin Farrell svo að einhverjir séu nefndir. Stúlkan hefur þó átt nokkra kærasta og verið trúlofuð tvisvar. Hún hefur þó ekki fundið draumaprinsinn sinn. PARIS MENNIRNIR JASON SHAW Paris var trúlofuð leikaranum Jason Shaw í rúmt ár, en þetta var um það leyti sem kynlífsmynd- bandið One Night in Paris kom út. Paris Hilton hefur reynt fyrir sér á hinum ýmsu sviðum. Hún þráir að slá í gegn og vera þekkt fyrir eitthvað annað en að vera bara Paris Hilton.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.