Fréttablaðið - 29.06.2007, Page 56

Fréttablaðið - 29.06.2007, Page 56
SMS LEIKUR Yippee-Ki-Yay, Mo...! JOHN MCCLANE ER MÆTTUR AFTUR! ÞARF AÐ SEGJA MEIRA! HEIMSFRUMSÝND 27. JÚNÍ UM LAND ALLT! SENDU SMS JA DHF Á 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ BÍÓMIÐA! VINNINGAR ERU BÍÓMIÐAR, DVD MYNDIR, TÖLVULEIKIR OG MARGT FLEIRA! V in n in g ar v er ð a af h en d ir h já B T Sm ár al in d. K ó p av o g i. M eð þ ví a ð t ak a þ át t er tu k o m in n í SM S kl ú b b. 9 9 kr /s ke yt ið . 9. HVER VINNUR! Exista hf., kt. 610601-2350, hefur gefið út víxla á grundvelli tveggja lýsinga (EXIS 07 1029 heildarstærð kr. 5.000.000.000 og EXIS 08 0317 heildarstærð kr. 16.000.000.000) sem Kauphöll Íslands hefur samþykkt og gert aðgengilegar almenningi frá og með 29. júní 2007. Eftirfarandi víxlaflokkur hefur verið gefinn út: F í t o n / S Í A Þegar ég var yngri fylgd- ist ég af miklum áhuga með íslenskum stjórn- málum. Meðan vinir mínir hengdu myndir af Michael Jordan upp á veggi hjá sér sat ég við sjónvarpstækið og horfði spenntur á útsendingar frá Alþingi. Þessi áhugi hefur hins vegar minnk- að með hækkandi aldri og auknum þroska, sennilega öfugt við þróun- ina hjá flestum öðrum. Núna þykir mér lítið varið í að horfa á Alþingi og atvinnupólitíkusar höfða ekki til mín. Ástæðan er sú gríðarlega út- þynning hugtaka sem atvinnupól- itíkusarnir stunda. Ég man fyrir nokkrum árum þegar einn þing- maður ræddi um þau sjálfsögðu mannréttindi að fólk á landsbyggð- inni fengi að horfa á enska boltann. Í mínum huga á það ekkert skylt við mannréttindi. Mannréttindi eru daglega brotin á milljónum úti um allan heim og fjöldi fólks lifir við þjáningar sem við hér á litla Íslandi getum ekki ímyndað okkur. Hér hefur til dæmis aldrei verið borgarastríð. Þegar kosið var um skipulagsmál í Hafnarfirði fyrir skemmstu þótti hins vegar ekk- ert sjálfsagðara en að líkja ástand- inu í bænum við borgarastríð. Ég hef aldrei verið staddur þar sem borgarastríð geisar en ég brá mér nokkrum sinnum í Hafnarfjörð meðan sú umræða var í gangi. Ef ástandið í borgarastríðum er eitt- hvað í líkingu við þá sólríku daga í Hafnarfirði, þá veit ég ekki hvað fólk í stríðshrjáðum löndum er allt- af að kvarta. Nýjasta dæmið um útþynningu hugtaka kom um daginn þegar æfingasvæði fyrir hraðaksturs- fólk var líkt við æfingasvæði fyrir nauðgara. Vissulega er þarna um umdeilt mál að ræða og skiljan- legt að skiptar skoðanir séu á slíku svæði. Án þess að vita betur efa ég samt að sá sem þetta sagði hafi orðið fyrir nauðgun. Og sama má eflaust segja um spekingana í Hafn- arfirði sem sáu borgarastríð út úr heilbrigðri umræðu um skipulags- mál. Þeir hafa sennilega ekki upp- lifað mikið annað en sólríka daga. Stundum er betra að hugsa áður en maður talar.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.