Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.06.2007, Qupperneq 60

Fréttablaðið - 29.06.2007, Qupperneq 60
Eftir tónleika The Rapture síðastliðið þriðjudagskvöld er útlit fyrir held- ur dræmt tónleikasumar. Ekkert hefur heyrst um Innipúkann og ef af honum verður er nokkuð ljóst að stóru erlendu nöfnin sem prýtt hafa há- tíðina síðustu tvö ár munu ekki láta sjá sig. Á Borgarfirði eystra náðu menn heldur ekki að landa samningum í tíma og því verður ekkert haldið í líkingu við Belle & Sebastian tónleikana í fyrra. Þeir fyrir austan eru þó stórhuga og hyggjast koma sterkir inn á næsta ári. Hvað er þá til ráða fyrir tónleika- og stuðþyrsta Íslendinga? Útlitið verður að teljast nokkuð slæmt þegar það „forvitnilegasta“ í stöðunni er þjóðhátíð í Eyjum. Listahátíð ungra Austfirðinga, LungA, er samt vafa- laust það mest spennandi hérlendis í sumar. Hátíðin fer fram í hinum frá- bæra bæ Seyðisfirði og þar kemur fram lungi íslenskrar grasrótar. Þessa sömu helgi fer hins vegar fram hátíð sem ég hygg að margir líti hýru auga til. Hátíðin sameinar margt sem ætti að vera flestum Íslendingum vel að skapi; stuð, fjör, góða tónlist, útiveru og almennt kæruleysi. Há- tíðin sem um ræðir er G! hátíðin í Færeyjum. Hátíðin er haldin í Götu, heimabæ Eivarar Pálsdóttur, en hátíðin hefur vaxið mjög undanfarin ár. Alls sækja hátíðina um sex þúsund manns en umhverfi hennar á engan sinn líka. Hátíðin hefur það að markmiði að fá til sín rjómann af skandinavískri tónlist og auk þess stóra alþjóðlega listamenn. Frá Skandinavíu má helst nefna frá Íslandi Últra mega teknóbandið Stefán, Dr. Spock og Pétur Ben, Serena Maneesh frá Noregi, Nephew frá Dan- mörku og Guillemots frá Bretlandi en sú sveit átti án efa eina af bestu plötum síðasta árs. Ekki má heldur gleyma öllum fær- eysku listamönnunum en þar mæli ég sérstaklega með Boys in a Band sem er gríðarlega hress og efnileg sveit en hún mun troða upp á Airwaves í október. Þó að nöfnin séu reyndar ekki svo stór eða mikilfengleg þá er það án efa staðurinn sjálfur og stemningin sem er það mest heillandi við hátíðina. Að fara þangað er heldur ekki eins dýrt og margir myndu ætla. Nú er verið að bjóða pakka á hátíðina fyrir rétt rúmar 30 þúsund krónur með öllu og þeir sem farið hafa á íslenskar útihátíðir vita að slík fjárhæð er nú lítið meira en góð skiptimynt. Allir á G! Fyrsta breiðskífa hafn- firsku hljómsveitarinnar Jakobínarína hefur fengið nafnið The First Crusade, eða Fyrsta krossferðin. Kemur hún út hérlendis og í Bretlandi 24. september næstkomandi. „Nonni [Jón Sæmundur] var með pælingar um að við værum í krossferð því við erum Íslendingar sem erum alltaf úti,“ segir söngvarinn Gunnar Ragnarsson um nafnið. „Vinir okkar spurðu síðan hvort við vildum ekki láta hana bara heita The First Crusade og okkur leist vel á það.“ Jón Sæmundur leikstýrði einmitt mynd- bandi hljómsveitarinnar við lagið Jesus og hefur jafnframt aðstoð- að þá félaga í fatavali. Jakobínarína er á leið- inni í tónleikaferð um Bretland eftir viku. Spila þeir félagar á tíu tón- leikum á aðeins tveim- ur vikum og með þeim í för verður hljómsveit- in Cajun Dance Party. „Þetta eru krakkar á okkar aldri sem voru að semja við stórt plötufyrirtæki. Þeir hafa vakið mikla athygli þarna úti,“ segir Gunnar. Jakobínarína er um þessar mundir að semja lög fyrir B-hliðar á væntanlegum smáskífum sínum. Kemur sú næsta, This is an Advertisment, út 23. júlí næstkomandi. Krossferð Jakobínarínu Dizzee Rascal vakti athygli árið 2003 þegar hann fékk Mercury-verðlaunin fyrir fyrstu plötuna sína yngst- ur vinningshafa í sögu verðlaunanna. Hann sendi nýlega frá sér sína þriðju plötu Maths + English. Trausti Júlíusson hlustaði á gripinn og tók stöðuna á bresku rappi. Breskt rapp hefur aldrei almenni- lega slitið barnsskónum. Sveitir eins og London Posse og Demon Boyz ruddu brautina á níunda ára- tugnum, en náðu ekki miklum vin- sældum. Breska hip-hopið stóð lengi í skugganum af því amer- íska og það var ekki fyrr en menn fóru að gera hlutina öðruvísi sem breskir rapparar fengu einhvern hljómgrunn að ráði. Samt hafa bylgjurnar risið og hnigið mjög hratt undanfarin ár. Árið 2000 sló garage-rapp sveitin So Solid Crew í gegn svo um munaði og í kjöl- farið fylgdu hjarðir minni spá- manna. Tveimur árum seinna var senan dauð. Svo var grime-bylgj- an á allra vörum, en í dag fer ekki mikið fyrir henni. Þó að breska rappið hafi aldrei náð að verða að sterkri fjölda- hreyfingu þá hafa breskir rapp- arar sent frá sér nokkrar af bestu hip-hop plötum síðustu ára. Það eru nokkrir yfirburðamenn sem standa af sér alla tískustrauma og fjölmiðlafár sem eiga heiðurinn af þeim. Þarna eru menn eins og Roots Manuva, félagarnir í New Flesh, Ty, The Streets, Wiley og Dizzee Rascal. Eins og áður segir er þriðja plata Dizzee Rascal, Maths + English, nýkomin út, en áður hafði hann sent frá sér tvær frábærar plötur, Boy In Da Corn- er sem kom út 2003 og Showtime sem kom árið á eftir. Þær eiga það sameiginlegt að vera í senn til- raunakenndar og fönkí. Meistara- verk báðar tvær. Eins og The Streets og reyndar Lady Sovereign líka þá vakti Dizz- ee nokkra athygli í Bandaríkjun- um með Showtime. Maður heyrir á nýju plötunni að hann hefur verið með hugann við bandarískt hip- hop þegar hann gerði hana. Hann segist hafa verið að hugsa um að taka plötuna upp í Atlanta eða Houston, enda dái hann suður- ríkjarappið, en svo hafi hann ákveðið að loka sig frekar inni heima í London, laga sé tebolla og vinna plöt- una eins og fyrri plöturn- ar. „Ég ákvað að leika mér með minni úr bandarísku rappi,“ segir Dizzee, „en hjá mér eru þau samt séð með augum Breta til að ná þessari fjarlægð sem er nauðsynleg til að þetta verði áhugavert.“ Það er fullt af minn- um úr bandarísku rappi á Maths + Eng- lish. Lagið Pussyole er t.d. ekta „old-skool“ slagari með James Brown sampli og í Sirens ómar sírenuvæl. Samt er tónlistin hrárri, einfaldari og fer- skari en þessi dæmigerða ofpró- dúseraða bandaríska rappplata. Það eru nokkrir gestir á plötunni, m.a. Alex Turner úr Arctic Monk- eys og Lily Allen. Maths + English er flottasta hip-hop platan sem ég hef heyrt á árinu. Það slæðast að vísu inn á hana eitt eða tvö slöpp lög (sérstaklega hið vonlausa Suk My Dick), en í heildina er þetta samt frábær plata. Margverðlaunaður danshöfundur og einn af dómurum So You Think You Can Dance DANSFESTIVAL DWC 21.-22. JÚLÍ Allar nánari upplýsingar í síma 553 0000 í World Class, Laugum. Sjá einnig www.worldclass.is Hefur hlotið American Dance Music Awards og MTV Awards, sem besti danshöfundurinn. Dan Karaty kemur sérstaklega á vegum: NÁMSKEIÐIN ERU FYRIR ALLA! SKIPT Í BYRJENDA- OG FRAMHALDSHÓPA ÞAÐ HEITASTA FRÁ NEW YORK ! VILT ÞÚ EIGA DANSTÍMA MEÐ DAN KARATY? EINUNGIS ÞESS A HELGI! 100% SKEMMTU N LOFAÐ!!! SJÓÐHEITAN Danshöfundur m.a. Jessicu Simpson, Kylie Minogue og Britney Spears. GÓÐUR OG SVALANDI DANSGLEÐI með:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.