Fréttablaðið - 29.06.2007, Page 62

Fréttablaðið - 29.06.2007, Page 62
Kryddpíurnar hafa snú- ið aftur úr áralangri pásu og ætla í tónleikaferð um heiminn í desember og janúar. Allir upprunaleg- ir meðlimir verða með í þetta sinn, þar á meðal Geri Halliwell sem hætti í maí 1998. Tónleikaferðin hefst í Los Angeles og verða tónleikarnir ellefu tals- ins. „Við vildum minnast góðra tíma, skemmta okkur saman og hitta aðdáendurna aftur. Þetta var rétti tímapunkturinn,“ sagði Halli- well. Aðeins einir tónleikar eru fyrirhugaðir í London og kom það mörgum aðdáendum sveitarinnar á óvart. Kryddpíurnar hafa selt yfir 55 milljónir platna úti um allan heim og hafa meira að segja leik- ið í sinni eigin kvikmynd, Spice World. Árið 2001 lagði sveitin upp laupana og í kjölfarið hófu þær Emma, Mel B, Mel C og Victor- ia Beckham sólóferil hver í sínu horni. Gengu þær tilraunir upp og ofan og vonast þær stöllur til að endurvekja vinsældir sínar með tónleikaferðinni. Paris Hilton var læst í 10 fermetra stórum fangaklefa í 23 klukkustund- ir á dag í þær rúmu þrjár vikur sem hún mátti dúsa í fangelsi í Los Ang- eles. Stærstan hluta þess tíma eyddi hún í að lesa Biblíuna, stunda hug- leiðslu og ákveða hvernig hún gæti notað reynsluna innan múranna til að koma lífi sínu á réttan kjöl. Þetta sagði Paris í viðtali við spjallþátta- stjórnandann Larry King í gær, en um var að ræða fyrsta viðtalið sem hótelerfinginn veitti eftir að hafa verið sleppt úr haldi fyrr í vikunni. „Ég átti ekki skilið að fara í fang- elsi en ég hef lært mína lexíu. Fram- vegis mun ég framfylgja lögunum og haga mér vel. Ég hef þroskast. Ég er 26 ára gömul, orðin fullorðin og ég vill vera ábyrgðarfull,“ sagði Paris. Hún segir það hafa verið „skelfi- legt“ að þurfa að dúsa í fangelsi í 23 daga, sérstaklega í ljósi þess að hún þjáist af innilokunarkennd og kvíðaköstum. „Upphafið var erfið- ast en síðan ákvað ég að reyna að líta á björtu hliðarnar á málunum. Og þá gekk þetta strax betur.“ Og um mánudaginn þegar Paris var sleppt sagði hún: „Þetta var besti dagur lífs míns.“ París las Biblíuna og hugleiddi Söngkonan Christina Ag- uilera hefur mikinn áhuga á að spreyta sig í leiklist á kom- andi árum og segist hún þegar hafa þurft að hafna nokkrum til- boðum um stór hlutverk í þáttum og kvikmynd- um. Aguilera kom fram í litlu hlutverki í sjón- varpsþáttunum CSI: New York fyrir skemmstu auk þess sem hún talaði inn á teiknimyndina Shark’s Tale á sínum tíma. Aguilera, sem komin er rúma þrjá mánuði á leið með sitt fyrsta barn, kveðst hafa mjög gaman af leiklistinni og hyggst hún breyta um lífsstíl eftir að frumburður- inn er fæddur. „Leiklist er annað form af sköpun en tónlist og eitt- hvað sem ég hef mikinn áhuga á að prófa. Ég vil fá að spreyta mig í kvik- myndahlutverki en þegar að því kemur vil ég að hlutverkið henti mér. Það er því mikilvægt að ég velji rétta hlut- verkið,“ segir Aguil- era. Aguilera vill leika

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.