Fréttablaðið - 29.06.2007, Page 66

Fréttablaðið - 29.06.2007, Page 66
 KSÍ sendir ekki eftir- litsmenn á leiki í Landsbanka- deild kvenna. Hlutverk eftirlits- dómara er að fylgjast með fram- kvæmd leiksins og gefa skýrslu um frammistöðu dómarans. Þar með er ekkert eftirlit eftir dóm- urum á meðal bestu kvenna- liða landsins en aftur á móti fara menn á leiki í Landsbank- deild karla, sem og í 1. og 2. deild karla. „Við höfum fengið óskir um að skipa eftirlitsmenn á kvenna- leiki. Það stendur til að gera eitthvað í málinu á þessu tíma- bili,“ sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, þegar Fréttablað- ið leitaði svara. „Þetta eftirlit snýst ekki um kynferði. Eftirlitsmenn fylgjast með hvað er að gerast, hvernig framkoma áhorfenda auk dóm- aranna en þetta helst í hend- ur með stærri leikjum á Íslandi þar sem er mikið um áhorfend- ur,“ sagði Geir. Hann sagði jafn- framt að enginn eftirlitsmaður hefði verið skipaður á kvenna- leik á þessu ári, að sinni vitn- eskju, en ekki hefði borið á mik- illi óánægju vegna þessa. „Það hefur verið umræða um að vinna í þessa átt en það er engin mótstaða við KSÍ vegna málsins. En við höfum fengið óskir um að vinna í þessu. Kannski þurfum við bara að fjölga eftirlitsmönn- um,“ sagði Geir. „Það stendur til að gera eitthvað í þessu“ Í gær var dregið í 16-liða úrslit VISA-bikars karla í knatt- spyrnu. Tvær viðureignir standa upp úr, leikir KR og Vals og Breiðabliks og HK. Leikirnir fara fram 10. og 11. júlí. Grannaslagir í bikarkeppninni Verða vonandi skemmtilegri tímar en síðast Það eru mörkin sem telja í fótbolta og því hafa KR-ingar fengið að kynnast í sumar. Þeir hafa oft leikið ágætan fótbolta og fengið fjölda færa sem þeir klúðruðu á ótrúlegan hátt. Á móti hafa komið mörk sem urðu KR að falli. KR skapaði lítið sem ekkert í leiknum gegn Fram í gær en hlut- irnir féllu í fyrsta skipti með lið- inu og það vann loksins leik og það frekar óverðskuldað en að slíku er ekki spurt í fótbolta. Teitur Þórðarson gerði athygl- isverðar breytingar á KR-liðinu og kom þar mest á óvart að hann skyldi taka Kristján Finnboga- son úr markinu og í hans stað kom Stefán Logi Magnússon. Ungur Breiðhyltingur, Guðmundur Pét- ursson að nafni, var síðan kominn í framlínuna. Fyrri hálfleikur í gær var í einu orði sagt hrútleiðinlegur og einn sá slakasti í sumar ef ekki sá slakasti. Knattspyrnan var ekki boðleg hjá hvorugu liðinu. Hjálmar Þórarins- son kom Fram yfir með frábæru skoti í teignum eftir að KR hafði mistekist að hreinsa en þess utan gerðist nánast ekki neitt. Síðari hálfleikur byrjaði ekki með miklum látum og í raun hafði ekkert gerst þegar Pétur Mart- einsson togaði Kristján Hauks- son niður í teignum og Eyjólfur dæmdi víti. Stefán Logi gerði sér lítið fyrir og varði spyrnu Hjálm- ars glæsilega og hélt KR því inn í leiknum. Þetta reyndist vendi- punktur leiksins. KR lifnaði mikið við eftir vítið og leikmönnum liðs- ins óx ásmegin eftir því sem leið á hálfleikinn. Þeim gekk samt bölv- anlega að skapa sér færi sem fyrr í leiknum. Fáséð lukka kom í Vesturbæinn rúmum tíu mínútum fyrir leikslok þegar Jóhann Þórhallsson kastaði sér á Hannes markvörð sem virt- ist hafa boltann en gerði það ekki því hann lak á einhvern furðuleg- an hátt í netið. Guðmundur Péturs- son bjargaði síðan KR-ingum með góðum skalla eftir hornspyrnu á lokamínútu leiksins. Sigurinn var ekki fallegur og leikurinn var klárlega með þeim lélegri hjá KR í sumar. Liðið skap- aði sér lítið sem ekki neitt, sókn- arleikurinn var í molum og varn- arleikurinn vafasamur sem fyrr. Leikmenn sýndu aftur á móti þrautseigju og karakter sem skil- aði þeim loksins einhverju. Fyrsti sigurinn hlýtur að létta svakalegri pressu og andlegu álagi af leikmönnum sem voru eflaust búnir að gleyma sigurtilfinning- unni. Hefði KR tapað væri staða liðsins skelfileg en sigurinn breyt- ir öllu landslagi í Vesturbænum. Framarar voru betra liðið í gær, vörnin var fín, sóknin ágæt og liðið átti hættulegar skyndisókn- ir. Lukkan var aftur á móti á bandi KR í gær og breytingar Teits, sem ekki voru allir sáttir við, skiluðu KR miklu en skoraði Guðmundur sigurmarkið og Stefán varði vítið frábærlega. Teiti Þórðarsyni var vitanlega gríðarlega létt í leikslok. „Tilfinn- ingin er frábær. Þetta er mikill léttir enda búið að vera ansi þungt og óskiljanlegt ástand í raun og veru.“ Hann viðurkenndi að það var farið að fara um hann í upphafi seinni hálfleiks. „Við urðum þó að halda rónni og vinna vel fyrir liðið. Það gekk eftir. En við áttum erfitt uppdráttar í leiknum og í enn eina skiptið vorum við ekki að nýta færin okkar. En nú náðum við að klára þetta, loksins.“ Teitur sagði að hann hafi aldrei óttast að hann væri kominn í öng- stræti með liðið. „Aldrei. Við erum búnir að vinna vel saman, leik- menn og stjórnin, og aldrei verið neitt vesen á því samstarfi. Ég vona að þessi sigur veiti okkur aukið sjálfstraust til að halda þessu áfram.” Maður leiksins og markahetjan Guðmundur Pétursson var ánægð- ur með að hafa fengið tækifærið í byrjunarliðinu. „Ég hef verið að vinna að því að komast í þetta lið í átta mánuði. Þegar tækifærið kom loksins varð ég að standa mig og ég reyndi mitt allra besta. Við allir vorum staðráðnir í að vera já- kvæðir allan tímann og þetta verð- ur varla betra en í dag.“ Það hafði allt gengið á afturfótunum hjá KR í fyrstu sjö leikjum sumarsins en gæfan var hliðholl Vestur- bæingum í gær þegar KR spilaði einn sinn slakasta leik í sumar en vann samt sinn fyrsta leik gegn Fram, 2-1. Róttækar breytingar Teits Þórðarsonar, þjálfara KR, reyndust réttar þegar upp var staðið.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.