Fréttablaðið - 27.07.2007, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 27.07.2007, Blaðsíða 2
Valdimar, biður Jónas að heilsa? Fjárfestirinn Ingunn Wernersdóttir hefur keypt eitt fal- legasta húsið í Reykjavík, Esju- berg, sem stendur á Þingholts- stræti 29a. Seljandi hússins er einkahlutafé- lag norska listmálarans Odds Ner- drum, sem á árinu 2002 keypti húsið af félaginu Frumkvöðlaað- stöðunni, sem var í eigu Guðjóns Más Guðmundssonar sem kenndur er við hugbúnaðarfyrirtækið OZ. Nerdrum mun vera fluttur frá Íslandi til býlis í firði í heimalandi hans, Noregi. Guðjón átti hæsta tilboðið þegar Reykjavíkurborg auglýsti húsið til sölu í tengslum við flutninga Borg- arbókasafnsins í Grófina. Guðjón keypti húsið í nóvember árið 2000 og sagðist mundu reka þar frum- kvöðlasetur fyrir ungt fólk. Ekkert varð úr þeim fyrirætlunum og við söluna til Nerdrums aflétti borgin öllum kvöðum og heimilaði að húsið yrði nýtt sem íbúðarhúsnæði. Guðjón greiddi 70 milljónir króna fyrir húsið en seldi Nerdrum það tæpum tveimur árum síðar á 100 milljónir króna. Viðskiptin með Þingholtsstræti 29a eru enn ekki að fullu frágengin og ekki fæst gefið upp hvað Ingunn Wernersdóttir greiddi Odd Ner- drum fyrir húsið en talið er víst að það sé alls ekki undir 200 milljón- um króna og sennilega mun hærra. Nerdrum mun hafa endurnýjað húsið að innan að nokkru leyti þann tíma sem það var í hans eigu. Ekki náðist í Ingunni Werners- dóttur í gær. Samkvæmt heimild- um Fréttablaðsins mun notkun hússins enn ekki endanlega ákveð- in. Ingunn hefur sagst mundu fjár- festa í listum og menningu. Fyrir skemmstu keypti hún svokallað Alliance-hús að Grandagarði sem hún hyggst nýta undir listastarf- semi. Um bæði þessi hús gildir að ytra byrði þeirra er friðað. Nerdrum selur Ingunni Borgarbókasafnshúsið Listmálarinn Odd Nerdrum er fluttur heim til Noregs og hefur selt milljarða- mæringnum Ingunni Wernersdóttur húsið að Þingholtstræti 29a. Nerdrum greiddi 100 milljónir fyrir húsið en söluverðið fæst ekki gefið upp. „Við ætluðum að líta á byssuna í fyrradag og sjá hvort ekki væri hægt að létta þjáningun- um af bæjarbúum en þá hafði einhver annar orðið fyrri til og byssan var á bak og burt,“ segir Hörður Blöndal, hafnarstjóri á Akureyri, en gasbyssu var stolið af athafnasvæði hafnarinnar í fyrradag. Fréttablaðið greindi frá því í gær að nokkrir bæjarbúar hefðu kvartað undan hávaða frá byssunni sem notuð var til að fæla í burt fugla við höfnina. Hörð grunar að þjófurinn hafi verið búinn að fá sig fullsaddan á hávaðanum og jafnvel verið svefn- vana í þokkabót. Svefnþjófi stolið af hafnarbakka Fjórar konur slösuðust í fjallaskálanum Sörlastöðum í Fnjóskadal laust eftir miðnætti aðfaranótt fimmtu- dagsins þegar gassprenging varð í húsinu. Gas lak úr gasskút sem skrúfað- ur hafði verið af litlum prímus. Kertalogi tendraði gasið og blossaði upp eldur. Um tuttugu konur voru inni í skálanum þegar eldurinn kviknaði. Konurnar voru í hestaferð á svæðinu. Konurnar fjórar voru fluttar á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Meiðsli þeirra voru ekki mikil og voru þær útskrifaðar af sjúkra- húsinu síðar um nóttina. Fjórar konur slösuðust í eldi Ekki er búið að ákveða endanlega hvaða hlutverk Byggðastofnun mun taka að sér í mótvægisað- gerðum ríkisstjórnar- innar vegna skerðingar aflaheimilda, sem kynntar voru í byrjun mánaðarins. „Við vorum á fundi í fjár- málaráðuneyt- inu í gær og menn eru að reyna að vanda sig, en flýta sér á sama tíma,“ segir Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar. Aðalsteinn segir nær alveg óákveðið hvað stofnunin muni taka að sér. „Það hefur verið talað um styrki til afmarkaðra atvinnu- þróunar- og nýsköpunarverkefna og það er bara það sem verið er að skoða,“ segir Aðalsteinn. Óákveðið hver verkefnin eru Sparisjóður Kópavogs gerir athugasemdir við hávaða frá Tívolíinu sem rekið er ofan við Smáralind í sumar. Fulltrúar sparisjóðsins vildu ekki koma í viðtal vegna málsins en upplýstu þó að þeir væru að velta fyrir sér hvort ekki þyrfti samþykki hjá nágrönnum tívolísins vegna hávaðamengunar og hvort hávaðinn fari ekki hreinlega yfir leyfileg mörk. Sparisjóður- inn sendi bæjaryfirvöldum í Kópavogi bréf fyrir rúmum tveimur vikum vegna ónæðisins frá tívolíinu. Tívolíið hefur hingað til verið á planinu hjá Smáralind en í ár var það fært yfir á malarplan á milli Smáralindar og Hlíðasmára. Þar á milli er aðeins ein gata yfir að sparisjóðnum. Starfsmönnum sparisjóðsins þykir gnýrinn frá tívolíinu orðinn yfirþyrmandi og opna helst ekki glugga. Hávær hljóð berist frá búnaðinum sjálfum og tónlistinni sem og skrækjandi börnum sem öskra upp yfir sig í tækjunum. Þetta stöðuga ónæði upphefjist á hverjum degi klukkan eitt. Bæjarráð Kópavogs hefur falið bæjarlögmanni að útbúa svar til sparisjóðsins en það hefur enn ekki verið sent út. Ungi maðurinn sem féll ofan í Laxárgljúfur í Hrunamanna- hreppi á miðvikudagskvöld er á batavegi. Hátt í níutíu manns tóku þátt í björgunaraðgerðum við afar erfiðar aðstæður. Fjórar klukku- stundir liðu frá því þyrlan kom á staðinn og þar til maðurinn var kominn um borð. Maðurinn sem slasaðist var í gönguferð ásamt þremur félögum sínum en varð fyrir því óláni að falla fram af brúninni og niður í gljúfrið. Fallið var á bilinu 60 og 70 metrar eða nálægt því sem samsvarar hæð Hallgrímskirkju- turns. Félagi mannsins gekk nokk- urn spöl þar til hann komst í síma- samband og náði sambandi við neyðarlínu sem kallaði út þyrlu, sjúkrabíl og fjölmargar björgun- arsveitir. Jón Ingi Sigvaldason, talsmað- ur Slysavarnafélagsins Lands- bjargar, segir að allt í allt hafi um níutíu manns tekið þátt í björgun- araðgerðunum og að björgunar- menn hafi unnið þrekvirki við að ná manninum upp. „Það var erfitt að komast að manninum og björg- unarmenn og læknir sigu niður í gljúfrið til hans og gerðu að sárum hans þar. Hann var síðan hífður upp á brúnina og þaðan um borð í þyrluna,“ segir Jón Ingi en TF- GNÁ kom með manninn til Reykjavíkur undir morgun. Maðurinn gekkst undir aðgerð á Landspítalanum og að sögn læknis á gjörgæsludeild er líðan hans stöðug. Hrapaði tæplega sjötíu metra Sextíu menn úr öryggisliði Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, verða líklega ákærðir fyrir að hafa misst völdin á Gaza-ströndinni í hendur Hamas-liða. Rannsóknarnefnd um fall Gaza lauk störfum sínum í gær og verður lokaskýrsla birt í dag. Einn af leiðtogum Fatah á Gaza-ströndinni, Mohammed Dahlan, sagði af sér sem þjóðar- öryggisrágjafi í gær, að eigin sögn vegna heilsuleysis. Heimild- ir telja þó að Abbas hafi beðið hann um að segja af sér vegna ábyrgðar hans á ósigrinum fyrir Hamas-liðum á Gaza-ströndinni. Verða ákærðir fyrir vanrækslu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.