Fréttablaðið - 27.07.2007, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 27.07.2007, Blaðsíða 8
 Hver leikur Jónas Hall- grímsson í nýrri kvikmynd um þjóðskáldið? Hvað kallast heræfingarnar sem verða haldnar hér á landi í ágúst? Hver er fjárfestingargeta Kaupþings talin vera? Bindindissamtökin I.O- .G.T. hafa selt Galtalækjarskóg Vætti ehf., sem er í eigu Karls og Ingunnar Werner. Ástæðan er fjár- hagsörðugleikar, en samtökin hafa tapað stórfé á bindindismótinu í Galtalæk undanfarin ár. Engin hátíð verður í sumar. „Mótið var aðalfjáröflunin okkar en á seinni árum snerist það í and- hverfu sína og kostaði okkur mik- inn pening,“ segir Einar Hannes- son, formaður svæðisráðs I.O.G.T. „Eftir að stórhátíðirnar fóru inn í þéttbýlið dró verulega úr aðsókn á mótið. Það er bara búið að dreifa þessum hátíðum of mikið.“ Hann segir súrt að þurfa að selja skóginn eftir svo langan tíma en samtökin hafa verið með starfsemi þar í fjörutíu ár, síðan 1967. „Þetta er mjög sorglegt, þarna hafa marg- ir unnið mikið sjálfboðastarf og glæsileg aðstaða verið byggð upp. Fasteignirnar einar eru meira en hundrað milljóna króna virði sam- kvæmt brunabótamati.“ Hann vildi ekki gefa upp söluverðið, en kaup- samningurinn hljóðar upp á 84 hektara lands ásamt tjaldsvæði og þjónustumiðstöð. Varðandi önnur verkefni I.O.G.T. þegar Galtalækjarskógur hefur verið seldur segir Einar ekkert ákveðið en ýmislegt komi til greina. „Nú eru skuldirnar að baki og við getum horft björtum augum fram á veginn.“ Seldu Galtalækjarskóg í fjárkröggum Ert þú með Vegabréf N1? F í t o n / S Í A F I 0 2 1 8 9 0 A T A R N A – K M I / F ÍT Nóatúni 4 • Sími 520 3000 www.sminor.is „Við erum nýbúin að fara í mál og það er nýbúið að dæma að þetta sé ekki þjóðlenda,“ segir Ásta Sverrisdóttir, íbúi í Skaftártungu og ein af þeim land- eigendum sem leigt hafa Græna- lónsfélaginu rétt til að veiða í Grænalóni. Í Fréttablaðinu í gær var fjall- að um framkvæmdir við Grænal- ón við Skeiðarárjökul. Lónið er í Skaftárhreppi og á þjóðlendu. Sagt var að sveitarstjórinn end- urbyggði veiðikofa á þjóðlend- unni og gekkst hann við því. Í kjölfar umfjöllunarinnar hefur verið bent á að annað Grænalón er í þessum sama hreppi. Það er lítið veiðivatn í Jökuldölum, nær Landmanna- laugum. Þetta er lónið þar sem Grænalónsfélag sveitarstjórans í Mýrdalshreppi, Sveins Pálssonar, endurbyggir veiðihúsið. „Þeir eru ekki undanþegnir skipulags- og byggingarlögum, en þetta er ekki á þjóðlendu,“ segir Ásta. Hún telur líklegt að sveitarstjórinn hafi ekki heyrt af því, að dæmt hafi verið í málinu, enda búi hann ekki í hreppnum. Ríkið fékk ekki Grænalónið Vatnajökull Mýrdals- jökull Vel hefur tekist til með reykinga- bannið, að mati heilbrigðiseftirlitsins og betur en á horfðist, að mati Kormáks Geirharðssonar og Ólafs S. Ólafssonar veitingamanna. Hvorugum þeirra var þó kynnt fyllilega hver færi með eftirlit með banninu né hverjar sektir kunni að verða við brotum á því. Við eftirgrennslan kom í ljós að eftirlitið er ekki á könnu lögreglunnar, heldur Heilbrigðiseftirlitsins og Vinnueftirlitsins, hvað starfsmenn veitingastaða varðar. Gunnar Kristinsson, heilbrigðisfulltrúi hjá Reykjavíkurborg, segir að stofnunin hafi beint tilmælum sínum til veitingamanna um að þeir virði bannið og þeir hafi brugðist vel við því. „Það hefur engin kvörtun borist vegna brota á banninu, né vegna aukins hávaða reykingamanna á götum úti,“ segir hann. Einungis einu sinni hafi verið kvartað vegna sígarettustubba og rusls. Ekki hefur þótt ástæða til að gera eftirlitsmenn út af örkinni á kvöldin og ekki hefur verið ákveðið hverjar yrðu sektir við brotum. Fari svo að vertar verði uppvísir að því að brjóta lögin væri ein tegund sektar að senda eftirlitsaðila á staðinn, til dæmis á hverju kvöldi. Veitingamenn bæru kostnaðinn af heimsókninni, en hann er minnst fimmtán þúsund krónur í hvert sinn. „Þá hæfist ákveðið þvingunarferli sem gæti farið út í að staðurinn missti rekstrarleyfið,“ segir Gunnar. Reykingabann tókst betur en á horfðist Vertar segja reykingabannið almennt séð hafa tekist betur en þeir bjuggust við. Veltan var góð í júlí. Þeir kvíða þó vetrinum og útiloka ekki málarekstur svo reykherbergi verði leyfð. Heilbrigðiseftirlitið hefur ekki undan neinu að kvarta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.