Fréttablaðið - 27.07.2007, Page 23

Fréttablaðið - 27.07.2007, Page 23
Veitingastaðurinn Gló verður opnaður í Listhús- inu við Laugardal um helgina, en þar er boðið upp á lífrænt hráefni. „Við munum leggja mikið upp úr lífrænu hráefni og komum til með að bjóða upp á ferska safa, hveitigras og súpur frá Örlygi Ólafssyni hjá Súpubarnum,“ segir Guðlaug Pétursdóttir, eigandi og rekstrarstjóri Gló, sem einnig rekur Rope Yoga-setrið í sama hús- næði ásamt eiginmanni sínum, Guðna Gunnarssyni. Guðlaug segir hugmyndina að staðnum hafa kvikn- að þegar þau hjónin fluttu heim til Íslands eftir fimmtán ára búsetu í Los Angeles, þar sem Guðni lagði grunninn að rope yoga, sem er nú útbreitt um allan heim. Þeim fannst vanta veitingastað sem byði upp á mat úr lífrænum hráefnum, sem væri jafn- framt hægt að taka heim, og þannig varð Gló til. „Okkur langaði líka til að opna stað með mat sem fólk býr að öllu jöfnu ekki til heima í eldhúsi og mikil alúð og kærleikur er lagður í,“ bendir Guðlaug á. „Við gerum þetta út frá hjartanu og höfum fengið til liðs við okkur brasilíska listakokkinn Inacio Pacas da Silva Filko, sem er á sömu bylgjulengd.“ Að sögn Guðlaugar verður áhersla lögð á grænmet- isrétti, fisk og kjöt að einhverju marki, rétt dagsins, ásamt tveimur súpum til að velja á milli, salat, heima- bakað spelt-brauð, hummus og lífrænt chutney. Auk þess sem boðið verður upp á alls kyns girni- lega rétti á Gló er viðbúið að viðskiptavinum eigi eftir að finnast staðurinn glæsilegur umhorfs, þar sem hann var hannaður af Guðlaugu Jónsdóttur arki- tekt. Guðlaug hefur starfað hjá Dodd Mitchell Design í Los Angeles og átt mikilli velgengni að fagna. Á hún meðal annars heiðurinn að endurhönnun Rosewelt- hótelsins í Hollywood, hönnun Hótels Þingholts við Þingholtsstræti og Rope Yoga-setursins. Ákveðin tenging verður því á milli Gló og Rope Yoga-setursins, auk þess sem Guðlaug segir tilval- ið að fá sér hollan morgunmat eftir jógatíma í vetur þegar veitingastaðurinn verður opnaður klukkan hálfátta. Hæfilegur skammtur af ást og kærleik Hinar vinsælu dönsku bókahillur komnar aftur Tekk - Kirsuberja - Hlynur Hringið og biðjið um mynda- og verðlista A ug lý si ng as ím i – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.