Fréttablaðið - 27.07.2007, Qupperneq 28
BLS. 2 | sirkus | 27. JÚLÍ 2007
Heyrst hefur
GUNNLAUGUR ÓLAFSSON, EINN AF LEIKMÖNNUM NÖRDANNA, STARFAR SEM
ÖRYGGISVÖRÐUR Í KRINGLUNNI. HANN TÓK Á HONUM STÓRA SÍNUM FYRIR
G unnlaugur Ólafsson lenti í kröppum dansi í Kringlunni fyrir skömmu þegar hann
þurfti að vísa mótmælendum Saving
Iceland-hópsins út fyrir hússins dyr
fyrir ólæti. Gunnlaugur, sem starfar
sem öryggisvörður í Kringlunni, er
einn af liðsmönnum FC Nörd sem
slógu eftirminnilega í gegn á sjón-
varpsstöðinni Sýn í fyrra og gerðu
gott betur í ár þegar þeir völtuðu yfir
FC Z, nördalið Svíþjóðar, í opnunar-
leiknum á Landsmóti ungmennafé-
laganna.
Gunnlaugur sýndi mikla ákveðni
og þrautseigju þegar hann átti við
mótmælendurna. Reyndi meðal ann-
ars að koma í veg fyrir að mótmælin
væru mynduð og hrópaði til mót-
mælenda setningar á borð við: „Stop
filming!“, „This is private property!
You have no right to be here!“ og „You
will have to leave now!“ Gunnlaugi
tókst ágætlega til eins og myndirnar
hér til hliðar sýna.
Gunnlaugur gat vegna starfs síns
ekki tjáð sig um atvikið eða starfið
sjálft. Sirkus leitað því til Loga Ólafs-
sonar sem þekkir vel til Gunnlaugs
enda er Logi þjálfari Nördanna.
„Gunnlaugur er ákveðinn drengur
og stendur sig vel í þessu starfi. Í Nör-
daþættinum sem við gerðum í kring-
um leikinn á móti Svíum spurði ég
hann, fyrir framan myndavélina,
hvort hann hefði orðið var við ein-
hverja frægð vegna þátttöku sinnar í
þáttunum. Hann sagði svo vera og
viðurkenndi það meðal annars að
hann hefði verið beðinn um eigin-
handaráritanir af þjófunum sem
hann stóð að verki,“ segir Logi hlæj-
andi. En hvernig skyldi þjálfarinn
lýsa þessum harðduglega og ákveðna
dreng? „Gunnlaugur er að stórum
hluta alinn upp í Noregi og er mikið
snyrtimenni. Stundum er hann
klæddur eins og hann sé rifinn út úr
auglýsingum frá Dressman. Hann
var til dæmis ekki hrifinn af því að
fara í make-over þáttinn hjá okkur
þar sem tískufrík völdu föt á hann,“
segir Logi. „Gunnlaugur er mikill
sjálfstæðismaður og vill svolítið vera
þannig í útliti. Hann er annars vænn
piltur og skemmtilegur. Mér þótti
gaman að sjá hann í sjónvarpinu og
hann sýndi mikla röggsemi þegar
hann bað fólkið að yfirgefa bygging-
una. Sagði meðal annars að þetta
væri „private property“,“ segir Logi og
skellir upp úr.
Meðal þess sem Gunnlaugur gekk
í gegnum í sjónvarpsþáttunum um
Nördana var að bregða sér í líki líf-
varðar sem þurfti að snúa niður
meintan óþokka. „Við fengum Eirík
Beck sem rekur lífvarðafyrirtæki til
að hjálpa okkur og Gunnlaugur fékk
það verkefni að snúa þrjótinn niður.
Ég sá það greinilega á öllu hans yfir-
bragði í sjónvarpinu að hann hefur
lært mikið af þeim þætti. Ég legg til
að hann fái kauphækkun sem gæslu-
maður í Kringlunni,“ segir Logi Ólafs-
son, þjálfari Nördanna.
Nörd í kröppum dansi
ALLT UNDIR STJÓRN Gunnlaugur Ólafsson
hafði fulla stjórn á mótmælendum og
sýndi hvers hann er megnugur.
MYNDIR/GABRIE
Útgáfufélag 365 prentmiðlar
Útgefandi Helgi Hermannsson, ábm.
Ritstjórn Kristján Hjálmarsson,
kristjan@frettabladid.is,
Indíana Ása Hreinsdóttir,
indiana@frettabladid.is
Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir,
kristina@frettabladid.is,
Sirkusblaðið Skaftahlíð 24
105 Rvk, sími 550 5000
Sölustjóri Gréta Karen Grétarsdóttir
550 5864 gretakaren@frett.is
sirkus
Simbi í siglingu
Simbi klippari, oft kenndur við Jóa og
félaga, og Ingibjörg Pálmadóttir, unnusta
Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, eru góðir
vinir. Vinátta þeirra er víst svo góð að
Simbi siglir nú um strendur Suður-
Frakklands í glæsilegri snekkju ásamt
þeim hjónum og fimm öðrum gestum.
Glamúrinn er allsráðandi um borð í
snekkjunni, svona eins og oftast þegar
þau hjónakorn eiga hlut að máli, og
hermir sagan að gestirnir séu átta en
þjónustufólkið sextán talsins.
Kalli í knattspyrnu
Lítið hefur farið fyrir Idol-stjörnunni Kalla
Bjarna síðan hann var tekinn með kókaín
í Leifsstöð fyrir nokkru. Kalli Bjarni situr
nú inni á Litla-Hrauni og þykir öðrum
föngum til fyrirmyndar. Kalli lék
knattspyrnuleik með Hrottunum,
knattspyrnufélagi fanga á Litla-Hrauni,
síðastliðinn sunnudag og þótti standa sig
nokkuð vel. Hann klúðraði að vísu
nokkrum dauðafærum en það virtist ekki
fara fyrir brjóstið á erlendum samföng-
um hans sem studdu við bakið á
Hrottunum því þeir kölluðu: „It´s alright.
He´s a great singer.“
Barinn í ruglið
Arnar Þór Gíslason og félagar sem
standa að Café Oliver hafa selt hlut sinn í
Barnum við Laugaveg og hommastaðn-
um Q-bar. Kaupendur eru Ragnar nokkur
úr Hafnarfirði og Baddi sem áður var
kenndur við Rugl.is. Ekki er vitað til þess
að þeir félagar hafi áður komið að
veitingabransanum en þeir hafa hins
vegar verið tíðir gestir á slíkum stöðum.