Fréttablaðið - 27.07.2007, Page 30

Fréttablaðið - 27.07.2007, Page 30
Ari Magnússon, einn heitasti tísku- og auglýsingaljósmyndari landsins, hefur keypt tvær íbúðir við Ásvalla- götu 24 í Reykjavík. Íbúðirnar, sem eru hæð og ris, eru tæpir tvö hundruð fermetrar að flatarmáli en auk þess fylgir 27 fermetra bílskúr með. Ari vildi ekki tjá sig um íbúðakaup- in þegar Sirkus hafði samband við hann en samkvæmt heimildum blaðs- ins er kaupverðið um 60 milljónir króna. Ásvallagatan, sem og aðrar götur í gamla Vesturbænum, eru einn eftir- sóttasti staður höfuðborgarsvæðisins og því er fermetrinn dýr eftir því. Ari reiðir fram rúmar 280 þúsund krónur fyrir fermetrann og þá er bílskúrinn innifalinn. Ari Magg lætur verðið þó ekki aftra sér frá kaupunum enda er nóg að gera hjá honum sem eftirsótt- asti auglýsinga- og tískuljósmyndari landsins. Íbúðirnar sem Ari keypti eru frá árinu 1947. Samkvæmt heimildum Sirkuss ætlar hann að taka íbúðirnar í gegn enda margrómaður fagurkeri. Ari hefur meðal annars komið sér upp glæsilegu ljósmyndastúdíói á Hverfisgötu, ásamt Magnúsi föður sínum og Silju systur sinni, sem þau starfrækja undir nafninu Magg. Silja mun að vísu kveðja fjöl- skyldufyrirtækið innan skamms þar sem hún er á leið í nám við virtan ljós- myndaskóla í New York. Ari hyggst búa í annarri íbúðinni en leigja hina út. Í sama húsi býr annar fagurkeri, Börkur Arnarson, sem oft hefur verið kenndur við Gallerí i8. Meðal nágranna Ara og Barkar á Ásvallagöt- unni má nefna Kristján Guy Burgess, fyrrverandi blaðamann og fréttastjó- ra á DV, sem og Skafta Jónsson og son hans Jón. Skafti starfar í Malaví á vegum Sameinuðu þjóðanna og er bróðir Gests Jónssonar lögmanns. ARI MAGNÚSSON HEFUR KEYPT SÉR GLÆSILEGA EIGN Á ÁSVALLAGÖTU 24 Kaupir hæð og ris fyrir 60 milljónir GLÆSILEGT HÚS Íbúðirnar sem Ari keypti eru í þessu stórglæsilega húsi við Ásvallagötu. ARI MAGG Ljósmyndarinn stækkar nú við sig en hann hefur látið fara vel um sig í miðbæ Reykjavíkur síðustu ár. „Ég keypti mér þennan jeppa fyrir mánuði síðan – fékk hann rétt áður en ég fór í sumarfrí,“ segir veðurfrétta- maðurinn Siggi stormur, sem hefur keypt sér glænýjan Discovery-jeppa. Og það engin smásmíði. Bíllinn, sem er þriðja kynslóð Discovery-jeppa, er tvö hundruð hestafla lúxustæki af bestu gerð sem kostar um sjö milljón- ir króna samkvæmt verðlista. „Ég er mikill bíladellukall. Var að skipta út ársgömlum Patrol fyrir þennan. Þetta er skemmtilegasti jeppi sem ég hef átt og samt hef ég átt fimm- tíu bíla um ævina,“ segir Siggi sem vill alltaf vera á jeppa. „Mér finnst ég vera bíllaus ef ég er á fólksbíl. Svo finnst mér óskaplega gott að komast út fyrir malbikið en ég ber virðingu fyrir umhverfinu. Fer bara leyfilega slóða,“ segir stormurinn sem hefur átt jeppa síðan hann var sautján ára, eða í tut- tugu og þrjú ár. „Ég vil bara original jeppa, ekki breytta. Ég geri samt mikl- ar kröfur til þeirra um þægindi og akstureiginleika. Þessi bíll uppfyllir þær kröfur og er ógeðslega góður.“ Stormurinn þeysist um á sjö milljóna króna SIGGI STORMUR OG JEPPINN GÓÐI Siggi er hæstánægður með nýja jeppann sem er hlaðinn lúxusbúnaði. Ýmsir Í brekkunni: Eyjalögin 2cd KK og Maggi Eiríks Langferðalög Ýmsir 100 Íslensk 80’s lög Hvanndalsbræður Skást of Ljótu Hálfvitarnir Ljótu Hálfvitarnir Amy Winehouse Back To Black Mika Life in Cartoon Motion Garðar T. Cortes Cortes 2007 Ýmsir Number 1 3CD Jógvan Jógvan Ýmsir Óskalög Sjómanna (2CD) Gus Gus Forever Ýmsir Gleðilegt sumar Smashing Pumpkins Zeitgeist Lay Low Please Don’t Hate Me White Stripes Icky Thump Björk Volta Ýmsir Heimilistónar 2c Chemical Brothers We Are The Night Tríó B. Thor & A. Gylfa Vorvísur 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 Amy Winehouse hin grindhoraða selur plötuna sína Back To Black gríðarlega vel þessa dagana. Hörku plata með fanta fínni söngkonu. Það fer að líða að því að Gus Gus fari að verða aldursforsetar Skífulistans, búin að vera ansi lengi á Topp 20 sem verður að þykja nokkuð gott. Frábær plata. Forever Amy Winehouse Nældu þér í eintak Li st in n gi ld ir vi ku na 2 6. jú ní - 2 . á gú st 2 00 7 VINSÆLASTA TÓNLISTIN N A Aftur á lista N Nýtt á lista Lækka frá síðustu viku Hækkar frá síðustu viku Stendur í stað N N N A N A Verið velkomin Rýmingarsala 10 til 50% afsláttur af öllum vörum í búðinni, nýjum og eldri Ótrúlegt úrval af fallegum gjafavörum REYKJAVIK STORE LAUGAVEGI 86-94, S: 511-2007

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.