Fréttablaðið - 27.07.2007, Page 36

Fréttablaðið - 27.07.2007, Page 36
 27. JÚLÍ 2007 FÖSTUDAGUR2 fréttablaðið ferðahelgin Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, er fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum. Eins og sönnum eyjapeyja sæmir fer hann á Þjóðhátíð nú í ár. „Þjóðhátíð var fastur liður á mínum yngri árum alveg fram að unglingsárunum,“ segir Árni. „Svo varð eitthvað hlé á þessu eftir að ég flutti frá Eyjum tólf ára gamall en ég stefni sem sagt þangað nú í ár.“ Ef marka má þá hörðu baráttu er Árni hélt uppi gegn áfengis- djöflinum á sínum yngri árum þá mega þeir sem ganga of hratt um gleðinnar dyr vara sig. „Þegar ég var tíu ára polli blöskraði mér og félaga mínum drykkjuskapurinn á Þjóðhátíð. Við fórum eldsnemma um morgun á svæðið og sáum þá drukkna menn liggj- andi í hlíðum Dalsfjallsins með flöskurnar sér við hlið,“ segir Árni og glottir. „Til að forða þeim frá frekari drykkju helltum við niður áfenginu og migum í flöskurnar.“ Þarna töldu drengirnir sig framkvæma hina mestu samfélags- þjónustu. Annað kom á daginn og auðvitað fengu þeir orð í eyra fyrir uppátækið. „Ég ráðlegg mönnum að hafa tappann vel fastan á flöskunum,“ segir Árni og hlær. „Bara ef einhver skyldi vera að gera þetta ennþá. Annars hef ég lagt af þessa iðju svo fólk þarf ekki að óttast mig á Þjóðhátíð.“ Pissaði í brennivíns- flöskur á Þjóðhátíð HVÍTLAUKSHUMAR Á GRILLIÐ Þeir sem elska humar þekkja líklega hve erfitt getur verið að borða hann án þess að verða subbulegur á fingrunum. Með auðveldum hætti má gera humar- máltíðina að ánægjulegri og hreinlegri athöfn. Byrjað er á að taka humarhalann og klípa af honum stélið og hreinsa þar með um leið svörtu röndina sem liggur með- fram skelinni. Næst eru tekin upp góð skæri og klippt sínum hvorum megin við magann svo kjötið komi í ljós. Hölunum er síðan raðað á álbakka með skelina niður og kjötið upp. Smjör er brætt og hvítlauksrif eru kreist ofan í það. Hve mörg fer eftir humarmagninu. Með pensli eða skeið er smjörinu og hvítlauknum dreift yfir humarinn. Þessu er síðan skellt á grillið í um tíu mínútur eða þar til humarinn er orðinn fallega hvítur. Með því að matreiða humarinn með þessum hætti er vel hægt að borða hann með hníf og gaffli. Árni Sigfússon reyndi tíu ára gamall að bjarga dauðadrukknum þjóðhátíðar- gestum frá meiri brennivíns- drykkju með afar nýstárlegri aðferð. Gönguhópurinn Krummafætur brá sér í skemmtilega ferð á dögunum út í Flatey á Skjálfanda. Birgir Ottósson var einn ferðalang- anna og segir það mikla upplifun að koma út í eyjuna þar sem er eins og tíminn hafi staðið í stað. „Þetta var mjög skemmtilegur dagur og mikil upp- lifun fyrir okkur, borgarbörnin, að koma í svona eyju. Þetta var eins og að vera kippt út úr nútím- anum og inn í umhverfi sem hefur staðið í stað í tugi ára. Það er ekki stress þarna og hjartað slær rólega,“ segir Birgir en honum fannst þessi upplif- un eitt af því eftirminnilegasta úr ferðinni. „Síðan var líka mjög eftirminnileg stund í kirkjunni en þar fengum við góðfúslegt leyfi til að syngja einn sálm og ég spilaði undir á gamalt fótstigið orgel,“ bætir hann við. Birgir var einstaklega ánægður með leiðsögnina sem hópurinn fékk um eyjuna. „Leiðsögumaðurinn var Guðmundur A. Hólmgeirsson sem er innfædd- ur þarna og þekkir þetta allt saman mjög vel,“ segir Birgir sem hreifst mikið af eyjunni. „Það er gaman að sjá að þarna er verið að gera upp gömul hús en engu öðru bætt við. Það eru engar hugmyndir um að breyta neinu þarna og það vorum við mjög ánægð með enda hefur það mikið varðveislugildi að halda öllu eins og það var.“ Birgir segir eyjuna mjög flatlenda, eins og nafnið gefur til kynna, og að mikið og fjölbreytt fuglalíf sé í eyjunni enda hafi minkurinn ekki komist þangað. „Það tekur um hálftíma að sigla út í Flatey frá Húsa- vík en það eru engar skipulagðar ferðir þangað. Við sungum að sjálfsögðu gamla sjóaraslagara báðar leiðir við harmóníkuundirleik og þótti það mjög við- eigandi,“ segir Birgir hæstánægður með upplifun sína af Flateyjarferðinni. sigridurh@frettabladid.is Tíminn stendur í stað Sími: 566 6303 - www.alafoss.is Lopi Lopapeysur Húfur Vettlingar Sokkar Ullarnærföt Treflar Ullarteppi Síðan 1896 Laugavegur 1 Re yk ja ví k Álafossvegur 23 M os fe lls bæ r LÁTTU ÞÉR EKKI VERÐA KALT! H ön nu n: s já ld ri ð L jó sm : H al lg rí m ur K ri st in ss on Birgir segir það hafa verið mikla upplifun að koma í Flatey enda sé eins og tíminn hafi staðið í stað í tugi ára. Eyjan er flatlend og falleg og segir Birgir að fuglalífið þar sé einkar mikið og fjölbreytt. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hópurinn var svo heppinn að hafa harmóníkuleikara um borð í bátnum svo gömlu sjóaralögin voru sungin hástöfum meðan á hálftíma siglingunni til og frá eyjunni stóð.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.