Fréttablaðið - 27.07.2007, Side 42

Fréttablaðið - 27.07.2007, Side 42
 27. JÚLÍ 2007 FÖSTUDAGUR8 fréttablaðið ferðahelgin Verslunarmannahelgi um allt land Hátíðir um verslunarmannahelgina eru ekki af skornum skammti. Á kortinu hér að neðan má sjá helstu viðburði sem í boði eru fyrir fólk um verslunarmannahelgina. Geymið kortið, boðið til fundar og ráðfærið ykkur við fjölskyldu og vini um áfangastaði helgarinnar. INNIPÚKINN Á Innipúkanum sem haldinn verður í Reykjavík á tónleika- staðnum Organ við Naustið á laugardags- og sunnudagskvöld um verslunarmannahelgina koma fram hljómsveitirnar Bogomil Font og Flís, FM Belfast, Forgotten Lores, Ghostigital, Hjaltalín, Hudson Wayne, Jeff Who?, Mínus, Motion Boys, Seabear, Steypa og Stórsveit Nix Noltes. Á milli hljóm- sveita munu plötusnúðarnir DJ Frank og DJ Arnar Eggert þeyta skífum en tónleikarnir standa yfir frá 20.00 til 03.00 bæði kvöldin. Auk þess verður hátíð í portinu á sunnudeginum frá fimm til átta þar sem boðið verður upp á grillað- ar pylsur og trúbadorar stíga á svið. Sjá nánar á myspace.com/innipukinn2007 NEISTAFLUG Á Neistaflugi í Neskaupstað verður margt í boði fyrir gesti. Dansleikir með ólíkum hljóm- sveitum á hverju kvöldi, meðal annars hljómsveitunum Out Loud, Dichmilch, Buff og Todmobile. Afþreying er af ýmsum toga. Til dæmis Neistaflugsgolfmót, Barðsneshlaup fyrir hlauparana, dorgveiðikeppni, kajakleiga og barnaídolkeppni. SÆLUDAGAR Í VATNASKÓGI Í Vatnaskógi fer fram árleg vímulaus fjölskylduhátíð. Góð aðstaða til útivistar er fyrir hendi. Meðal listamanna sem troða upp á Sæludögum eru Jón Víðis töframaður, Pétur Ben tónlistarmaður og Björgvin Franz Gíslason skemmtikraftur. Bæna- stundir og málstofur fara einnig fram um helgina. MÝRARBOLTINN 2007 Mýrarboltinn verður haldinn í Tunguskógi í Skutulsfirði 3. til 5. ágúst. Er þetta í fjórða sinn sem mótið er haldið og verður nú stærra og glæstara en nokkru sinni. Keppt verður á fjórum keppnisvöllum auk þess sem keppendum og öðrum áhugamönnum stendur ýmis afþreying til boða. Að móti loknu verður haldið lokahóf, að líkindum í Edinborgarhúsinu á Ísafirði. Sjá nánar á www.myrarbolti.net 1 SÍLDARÆVINTÝRIÐ Síldarævintýri á Siglufirði verð- ur haldið í sautjánda sinn um verslunarmannahelgina. Boðið verður upp á mikið úrval afþreyingar og skemmtiefnis fyrir alla aldurshópa. Aðgangseyrir á hátíðina er enginn og í bænum er fyrsta flokks tjaldaðstaða. Meðal þeirra sem skemmta munu Sigl- firðingum og fjölmörgum gestum eru Páll Óskar og hljómsveitirnar Sprengju- höllin, Bermúda og Karma. Geirmundur Valtýsson og hljómsveit hans verða í góðu stuði ásamt fjölmörgum öðrum skemmtikröftum sem leiða hesta sína til Siglufjarðar í ár. Börnunum mun ekki leiðast enda verða tívolí, andlitsmálun, trúðar og söngvarakeppni í boði fyrir þau. Sjá nánar á www.siglo.is 2 EIN MEÐ ÖLLU Mikil og spennandi dagskrá fyrir alla fjölskylduna verður á Einni með öllu á Akureyri. Hátíðin er sett klukkan hálf níu á föstu- dagskvöldið og er dagskráin þéttskipuð þar til henni verður slitið með mikilli flugeldasýningu á sunnudagskvöldið klukkan hálf tólf. Meðal þeirra sem koma fram á hátíðinni eru Hara-systur, Ljótu hálfvitarnir, Sniglabandið, Björgvin Halldórsson og hljómsveitin Von ásamt fjölmörgum öðrum. Annað sem er í boði fyrir fjölskylduna og kostar ekki neitt er leikjanámskeið fyrir börn, línudanskennsla, ratleikur á Hamrakotstúni og Singstar-söngva- keppni. Þá verður tívolí í hjarta miðbæj- arins, skemmtisiglingar með Húna II og margt margt fleira. 3 5 ÁLFABORGARSÉNS Borgarfjörður eystri er íðilfagur og hefur verið vinsæll tónleika- staður. Dansleikir verða á kvöld- in en auk þess verður haldið Neshlaup og hagyrðingamót á föstudeginum, Henson-mót í knattspyrnu, útimarkaður og rommtunnukvöld á Álfacafé á laug- ardag. Á sunnudag verður fjölskyldu- dagur í Breiðuvík, fjölskylduganga á Svartfell, grill og söngur. 4 6 7 FJÖLSKYLDUHÁTÍÐ Í ÖLFUSI Kristileg hátíð á vegum Kirkju sjöunda dags aðventista verður haldin um verslunar- mannahelgina í Hlíðardalsskóla, Ölfusi. Hátíðin hefst föstudaginn 3. ágúst kl. 20.00 og lýkur mánudaginn 6. ágúst upp úr hádegi. Fjölbreytt dagskrá er í boði, sambland af forvitnilegum fyrirlestrum, tónlist og samveru. Sérstök barnadagskrá verður út helgina þar sem vatn verður í fyrirrúmi. Næg tjaldstæði, möguleiki á gistingu í húsi og boðið verður upp á góðan mat alla helgina gegn vægu verði. 8 ÞJÓÐHÁTÍÐ Þjóðhátíð hefur verið haldin í Eyjum frá árinu 1901. Hátíðin verður sett klukkan 14.30 á föstudag. Kvöldvakan hefst klukkan 21.00 með frumflutningi Þjóðhátíðarlagsins. Flugeldasýningin verður á sínum stað á laugardagskvöldið en á sunnudaginn er komið að hinum víðfræga brekkusöng þar sem Árni Johnsen leiðir gesti í fjöldasöng. Meðal þeirra sem koma fram á hátíðinni eru XXX Rottweiler, Á móti sól, Í svörtum föt- um, Wulfgang, Foreign Monkeys, Dans á rósum, Hálft í hvoru og Logar. Verð á hátíðina í ár er 11.900 krónur en 9.900 í forsölu sem lýkur 30. júlí. Sjá nánar á www.dalurinn.is 9 UNGLINGALANDSMÓT UMFÍ Um verslunarmannahelgina verður tíunda Unglingalands- mót UMFÍ haldið á Höfn í Hornafirði. Mótið er vímuefnalaus fjöl- skylduhátíð þar sem börn og unglingar á aldrinum 11 – 18 ára reyna með sér í fjölmörgum íþróttagreinum. Samhliða er boðið upp á fjölbreytta afþreyingu, leiki og skemmtun fyrir alla fjölskyld- una. Keppt verður í frjálsum íþróttum, fótbolta, körfubolta, sundi, glímu, hestaíþróttum og skák. Hljómsveitir og skemmtikraftar munu halda uppi fjörinu alla helgina og á sunnudags- kvöld verður kvöldvaka sem endar með flugeldasýningu. 10 KOTMÓT Kotmót er kristileg samkoma fyrir alla fjölskylduna á vegum Hvítasunnukirkjunnar Fíladelf- íu. Mótið fer fram á Kirkjubæjarklaustri en meðal viðburða eru bænir, lofgjörðir, biblíufræðsla, varðeldur og söngur. NÚ ER LAG Í ÁRNESI Félag harmóníkuunnenda í Reykjavík stendur fyrir harm- óníkumóti í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi um verslunarmanna- helgina. Dagskráin hefst á föstudegi og klukkan 23.00 verður hitað upp fyrir langa helgi með spili og söng. Á sunn- dag spilar sænski harmonikusnillingur- inn Lars Ek á tónleikum í félagsheimilinu í Árnesi. 11 12 1 2 3 4 6 7 8 9 10 11 12 5

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.