Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.07.2007, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 27.07.2007, Qupperneq 42
 27. JÚLÍ 2007 FÖSTUDAGUR8 fréttablaðið ferðahelgin Verslunarmannahelgi um allt land Hátíðir um verslunarmannahelgina eru ekki af skornum skammti. Á kortinu hér að neðan má sjá helstu viðburði sem í boði eru fyrir fólk um verslunarmannahelgina. Geymið kortið, boðið til fundar og ráðfærið ykkur við fjölskyldu og vini um áfangastaði helgarinnar. INNIPÚKINN Á Innipúkanum sem haldinn verður í Reykjavík á tónleika- staðnum Organ við Naustið á laugardags- og sunnudagskvöld um verslunarmannahelgina koma fram hljómsveitirnar Bogomil Font og Flís, FM Belfast, Forgotten Lores, Ghostigital, Hjaltalín, Hudson Wayne, Jeff Who?, Mínus, Motion Boys, Seabear, Steypa og Stórsveit Nix Noltes. Á milli hljóm- sveita munu plötusnúðarnir DJ Frank og DJ Arnar Eggert þeyta skífum en tónleikarnir standa yfir frá 20.00 til 03.00 bæði kvöldin. Auk þess verður hátíð í portinu á sunnudeginum frá fimm til átta þar sem boðið verður upp á grillað- ar pylsur og trúbadorar stíga á svið. Sjá nánar á myspace.com/innipukinn2007 NEISTAFLUG Á Neistaflugi í Neskaupstað verður margt í boði fyrir gesti. Dansleikir með ólíkum hljóm- sveitum á hverju kvöldi, meðal annars hljómsveitunum Out Loud, Dichmilch, Buff og Todmobile. Afþreying er af ýmsum toga. Til dæmis Neistaflugsgolfmót, Barðsneshlaup fyrir hlauparana, dorgveiðikeppni, kajakleiga og barnaídolkeppni. SÆLUDAGAR Í VATNASKÓGI Í Vatnaskógi fer fram árleg vímulaus fjölskylduhátíð. Góð aðstaða til útivistar er fyrir hendi. Meðal listamanna sem troða upp á Sæludögum eru Jón Víðis töframaður, Pétur Ben tónlistarmaður og Björgvin Franz Gíslason skemmtikraftur. Bæna- stundir og málstofur fara einnig fram um helgina. MÝRARBOLTINN 2007 Mýrarboltinn verður haldinn í Tunguskógi í Skutulsfirði 3. til 5. ágúst. Er þetta í fjórða sinn sem mótið er haldið og verður nú stærra og glæstara en nokkru sinni. Keppt verður á fjórum keppnisvöllum auk þess sem keppendum og öðrum áhugamönnum stendur ýmis afþreying til boða. Að móti loknu verður haldið lokahóf, að líkindum í Edinborgarhúsinu á Ísafirði. Sjá nánar á www.myrarbolti.net 1 SÍLDARÆVINTÝRIÐ Síldarævintýri á Siglufirði verð- ur haldið í sautjánda sinn um verslunarmannahelgina. Boðið verður upp á mikið úrval afþreyingar og skemmtiefnis fyrir alla aldurshópa. Aðgangseyrir á hátíðina er enginn og í bænum er fyrsta flokks tjaldaðstaða. Meðal þeirra sem skemmta munu Sigl- firðingum og fjölmörgum gestum eru Páll Óskar og hljómsveitirnar Sprengju- höllin, Bermúda og Karma. Geirmundur Valtýsson og hljómsveit hans verða í góðu stuði ásamt fjölmörgum öðrum skemmtikröftum sem leiða hesta sína til Siglufjarðar í ár. Börnunum mun ekki leiðast enda verða tívolí, andlitsmálun, trúðar og söngvarakeppni í boði fyrir þau. Sjá nánar á www.siglo.is 2 EIN MEÐ ÖLLU Mikil og spennandi dagskrá fyrir alla fjölskylduna verður á Einni með öllu á Akureyri. Hátíðin er sett klukkan hálf níu á föstu- dagskvöldið og er dagskráin þéttskipuð þar til henni verður slitið með mikilli flugeldasýningu á sunnudagskvöldið klukkan hálf tólf. Meðal þeirra sem koma fram á hátíðinni eru Hara-systur, Ljótu hálfvitarnir, Sniglabandið, Björgvin Halldórsson og hljómsveitin Von ásamt fjölmörgum öðrum. Annað sem er í boði fyrir fjölskylduna og kostar ekki neitt er leikjanámskeið fyrir börn, línudanskennsla, ratleikur á Hamrakotstúni og Singstar-söngva- keppni. Þá verður tívolí í hjarta miðbæj- arins, skemmtisiglingar með Húna II og margt margt fleira. 3 5 ÁLFABORGARSÉNS Borgarfjörður eystri er íðilfagur og hefur verið vinsæll tónleika- staður. Dansleikir verða á kvöld- in en auk þess verður haldið Neshlaup og hagyrðingamót á föstudeginum, Henson-mót í knattspyrnu, útimarkaður og rommtunnukvöld á Álfacafé á laug- ardag. Á sunnudag verður fjölskyldu- dagur í Breiðuvík, fjölskylduganga á Svartfell, grill og söngur. 4 6 7 FJÖLSKYLDUHÁTÍÐ Í ÖLFUSI Kristileg hátíð á vegum Kirkju sjöunda dags aðventista verður haldin um verslunar- mannahelgina í Hlíðardalsskóla, Ölfusi. Hátíðin hefst föstudaginn 3. ágúst kl. 20.00 og lýkur mánudaginn 6. ágúst upp úr hádegi. Fjölbreytt dagskrá er í boði, sambland af forvitnilegum fyrirlestrum, tónlist og samveru. Sérstök barnadagskrá verður út helgina þar sem vatn verður í fyrirrúmi. Næg tjaldstæði, möguleiki á gistingu í húsi og boðið verður upp á góðan mat alla helgina gegn vægu verði. 8 ÞJÓÐHÁTÍÐ Þjóðhátíð hefur verið haldin í Eyjum frá árinu 1901. Hátíðin verður sett klukkan 14.30 á föstudag. Kvöldvakan hefst klukkan 21.00 með frumflutningi Þjóðhátíðarlagsins. Flugeldasýningin verður á sínum stað á laugardagskvöldið en á sunnudaginn er komið að hinum víðfræga brekkusöng þar sem Árni Johnsen leiðir gesti í fjöldasöng. Meðal þeirra sem koma fram á hátíðinni eru XXX Rottweiler, Á móti sól, Í svörtum föt- um, Wulfgang, Foreign Monkeys, Dans á rósum, Hálft í hvoru og Logar. Verð á hátíðina í ár er 11.900 krónur en 9.900 í forsölu sem lýkur 30. júlí. Sjá nánar á www.dalurinn.is 9 UNGLINGALANDSMÓT UMFÍ Um verslunarmannahelgina verður tíunda Unglingalands- mót UMFÍ haldið á Höfn í Hornafirði. Mótið er vímuefnalaus fjöl- skylduhátíð þar sem börn og unglingar á aldrinum 11 – 18 ára reyna með sér í fjölmörgum íþróttagreinum. Samhliða er boðið upp á fjölbreytta afþreyingu, leiki og skemmtun fyrir alla fjölskyld- una. Keppt verður í frjálsum íþróttum, fótbolta, körfubolta, sundi, glímu, hestaíþróttum og skák. Hljómsveitir og skemmtikraftar munu halda uppi fjörinu alla helgina og á sunnudags- kvöld verður kvöldvaka sem endar með flugeldasýningu. 10 KOTMÓT Kotmót er kristileg samkoma fyrir alla fjölskylduna á vegum Hvítasunnukirkjunnar Fíladelf- íu. Mótið fer fram á Kirkjubæjarklaustri en meðal viðburða eru bænir, lofgjörðir, biblíufræðsla, varðeldur og söngur. NÚ ER LAG Í ÁRNESI Félag harmóníkuunnenda í Reykjavík stendur fyrir harm- óníkumóti í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi um verslunarmanna- helgina. Dagskráin hefst á föstudegi og klukkan 23.00 verður hitað upp fyrir langa helgi með spili og söng. Á sunn- dag spilar sænski harmonikusnillingur- inn Lars Ek á tónleikum í félagsheimilinu í Árnesi. 11 12 1 2 3 4 6 7 8 9 10 11 12 5
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.