Fréttablaðið - 27.07.2007, Page 49

Fréttablaðið - 27.07.2007, Page 49
FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 2007 Bragi Valdimar er eldri en tvævetra og eldri en þrævetra. Minni hans af útihátíðum rekur allt aftur til árs- ins 1989 þegar hann fór í fyrsta sinn á bindindishátíðina í Galta- lækjarskógi. „Nei andskotinn, ég er einn mesti verslunarmannahelgar „partí-púper“ sögunnar. Galtalækur 1989 var ógeðslega leiðinlegur. Ein aðal hljómsveitin var Sororicide, og svo voru Busarnir stórt númer á hátíðinni líka, en þeir voru forver- ar hljómsveitarinnar Vinir vors og blóma! Busarnir spiluðu Should I stay or should I go? aftur og aftur og aftur. Í Galtalæk fór maður fyrst að sjá þessa tilhneigingu til ráfs sem er viðloðandi allar íslenskar útihátíðir.“ Fyrsta tilraun sem Bragi gerði til ofurölvunar var í Eldborg árið 1992. „Það gekk hörmulega illa. Ég efast um að það hafi verið eitthvað meira en appelsínusafi í þessu,“ segir hann, sýgur upp í nefið og fussar. Árið 1993 fór hann á þjóð- hátíð. Pláhnetan var þá stórhljóm- sveit og KK. „En þjóðhátíðin er ráf- hátíð allra ráfhátíða. Maður ráfar um eyjuna í örvæntingafullri leit að skemmtun. Það skásta sem gerð- ist var þegar félagi minn náði, í hita leiksins, að nappa eyðimerkurder- húfu af Stefáni Hilmarssyni sem á stóð Hot Shots, sem var kvikmynd með Charlie Sheen í aðalhlutverki.“ Næstu tíu ár eru ein stór gloppa í minni Braga, næst man hann eftir sér á Halló Akureyri 2003. Þeirri lífsreynslu lýsir hann þannig að maður ráfar milli ljósastaura,trjáa og húsa í stað tjalda. „Það verður að viðurkennast, að ég er ekki gef- inn fyrir útihátíðir. Mér líður yfir- leitt best á íslenskri útihátíð, þegar ég er ekki þar, heldur í öðru landi með sól á festingunni, bjór í munni og veðurspá Íslands á borðinu.“ - nrg Ráfað á milli tjalda Bragi Valdimar kýs að fara ekki á íslenskar útihátíðir. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR fiykkvabæjar forso›nar grillkartöflur e›a kartöflusalat me› hrásalati. Einfalt og gott! FUNHEITAR E‹A SVALAR ar gu s – 0 5- 03 02

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.