Fréttablaðið - 27.07.2007, Side 52

Fréttablaðið - 27.07.2007, Side 52
 27. JÚLÍ 2007 FÖSTUDAGUR18 fréttablaðið ferðahelgin Ef grillið klikkar er alltaf gott að hafa með sér þurrmat. Margar gerðir fáanlegar í Útilífi. Fólk á örugglega eftir að gera grín að regn- hlífinni með þeim orðum að hún verði það fyrsta sem fýkur í burtu ef það rignir. Þetta sama fólk á eftir að grátbiðja um afnot af henni þegar fyrsti dropinn fellur. Í útilegu þýðir ekkert að láta eins og prinsessan á baun- inni. Tjaldmottan, eins og þessi úr Útilífi, verður bara að duga. Brúsi með efni til að kveikja í til að fá fínan varðeld. Fæst í Útilífi. Ef lífið er einskis virði án ristaðs brauðs, má alltaf taka með sér þessa skemmtilegu græju sem fæst í Útilífi. Henni er einfaldlega komið fyrir ofan á grillinu og brauðið látið hitna. Nú er verslunarmannahelgin framundan og eins gott að maður sé vel undirbúinn svo hún lukkist sem allra best. Hér að neðan eru nokkrir hlutir sem eru alveg bráðnauðsynlegir í útileguna, ekki síst fyrir þá sem eru algjörir byrjendur á þessu sviði, enda verða ævintýrin víst einhvers staðar að byrja. - rve Verslunarmanna- helgi fyrir byrjendur Saumadót frá Útilífi. Það er aldrei að vita nema maður rífi gat á fötin eða svefnpokann í öllu stuðinu. Áhald til að losa tjaldhæla. Hentar þeim sem eru með litla upphandleggsvöðva. Fæst í Útilífi. Það þýðir ekkert annað en að vera stoltur af þjóðerni sínu um helgina og þessi skemmtilega húfa frá Hand- prjónasambandi Íslands er ágætis byrjun. Af hverju að taka með sér lunda? gæti einhver hugsað. En er hægt að hugsa sér eitthvað krútt- legra til að hafa með í svefnpokann hafi maður engan til að hjúfra sér upp að. Þessi trefill frá Handprjónasambandinu er ekki síður flottur en húfan en spurning um að láta sér nægja að klæðast bara öðru hvoru.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.