Fréttablaðið - 27.07.2007, Síða 58

Fréttablaðið - 27.07.2007, Síða 58
BLS. 12 | sirkus | 27. JÚLÍ 2007 „Þessi bisness er voðalegt hark. Maður þarf alltaf að vera á tánum,“ segir Heiða Eiríksdóttir fatahönnuður sem er að gefa frá sér sína aðra línu undir merkj- um Orginal Clothing. Sumarlína Heiðu hefur verið til sölu í Verk- smiðjunni á Skólavörðustígnum og í verslunum í Finnlandi, Þýskalandi og Danmörku en vetrarlínan fer einnig í Bláa lónið og Kraum í Aðalstrætinu auk þess sem Heiða hefur ráðist inn í Bretland og Belgíu. Heiða lærði fatahönnun í Danmörku þar sem hún útskrifaðist árið 2005. Hún hefur því náð langt á þeim tveimur árum sem hún hefur starfað sem fatahönnuður. Hún segir erfitt að lifa af hönn- uninni en að þetta sé allt í rétta átt. „Ég er enn þá að koma mér á framfæri og er búin að vera mjög dugleg enda fór ég alveg á fullt strax eftir útskriftina. Þetta er búinn að vera töff tími en er allt að komast í réttan farveg. Nú veit ég hvar ég finn hlutina og þarf til dæmis ekki að eyða mörgum dögum í leit að tölum heldur veit hvar ég fæ þær,“ segir Heiða sem er þriggja barna móðir svo það er í nógu að snúast. Hún segir oft snúið að blanda saman móður- hlutverkinu við starfsferilinn en að sé viljinn fyrir hendi sé allt hægt. „Þetta er oft mikið mál og sérstaklega þar sem maðurinn minn er einnig með sjálfstæðan rekstur. Þetta snýst mikið um skipulagningu og mikla vinnu og svo get ég unnið mikið heima. Ég er á leið á mína aðra sýningu úti og hef farið í nokkrar söluferðir og hef þá tekið minnsta barnið með mér. Það er ekkert sem stoppar mig.“ Aðspurð um ráð handa konum sem vilji starta sínum eigin bisness segir hún um að gera að láta slag standa. „Við verðum bara að vera trúar okkar sannfæringu, ef við ætlum okkur eitthvað tekst það. Það tekur allt tíma svo við megum ekki gefast upp. Að mínu mati er líka mikilvægt að eyða pening- um í markaðssetningu því hún skilar sér. Ég valdi allavega þá leið því mér finnst hún trúverð- ugri.“ Heiða segist ekki horfa upp til neinna ákveðinna fatahönnuða. Áhrifavaldarnir séu margir og komi héðan og þaðan. Vetrarlín- una segir hún bæði fína og grófa með pínu dúkkulísufönki en samt töffaralega. „Þessi lína er fyrir konur á besta aldri,“ segir hún brosandi og bætir við að erf- itt sé að flokka konur eftir aldri. „Þetta er svo breytt, margar eldri konur eru svo unglegar og marg- ar þeirra yngri ellilegar, aldur er afstæður.“ indiana@frettabladid.is HEIÐA EIRÍKSDÓTTIR FATAHÖNNUÐUR ER TILBÚIN MEÐ VETRARLÍNU SÍNA. HEIÐA ER ÞRIGGJA BARNA MÓÐIR OG SEGIR AÐ ÞÓTT OFT SÉ ERFITT AÐ BLANDA MÓÐURHLUTVERKINU VIÐ STARFSFERILINN SÉ ALLT HÆGT EF VILJINN ER FYRIR HENDI. Það er ekkert sem stoppar mig HEIÐA EIRÍKSDÓTTIR „Við verðum bara að vera trúar okkar sannfæringu, ef við ætlum okkur eitthvað tekst það. Það tekur allt tíma svo við megum ekki gefast upp.“ MYND / ANTON Ásdís Rán Gunnarsdóttir, eigandi Ice Model Management, hefur tekið við umboðinu fyrir Hawaiian Tropic keppnina í Svíþjóð. Eins og kunnugt er fer Ásdís Rán einnig með umboðið fyrir Hawaiian Tropic hér á landi. „Ég ætla að leggja Svíþjóð undir mig,“ sagði Ásdís Rán hlæjandi þegar Sirkus sló á þráðinn til hennar. „Þetta er skemmtilegt tækifæri fyrir mig og gaman að glíma við meðan ég er hérna úti í Svíþjóð. Þessi keppni er rosalega fræg úti í heimi en hefur kannski ekki enn náð að verða jafn fræg á Íslandi.“ Ásdís Rán hefur verið með annan fótinn í Svíþjóð undanfarna mánuði þar sem eiginmaður hennar, Garðar B. Gunnlaugsson, leikur knattspyrnu með sænska liðinu Nörrköping. Eig- endur Hawaiian Tropic fréttu af því og báðu Ásdísi því að taka við umboð- inu í Svíþjóð. „Mörg af frægustu bikin- ímódelum heims koma úr þessari keppni,“ segir Ásdís Rán sem mun væntanlega eiga úr vöndu að ráða þegar að sjálfri keppninni kemur enda koma mörg frægustu bikinímódel heims frá Svíþjóð, þar á meðal Ursula Anderss, sem lék Honey Ryder í James Bond myndinni Dr. No, og Victoria Silverstedt. „Svíar hafa alltaf átt mjög sterka keppendur í Hawaiian Tropic og Victoria Silverstedt er algjört íkon hér úti,“ segir Ásdís Rán en keppnin í Svíþjóð fer fram í byrjun næsta árs. Þá er Ásdís Rán einnig byrjuð að undir- búa keppnina hér heima sem fer einn- ig fram í byrjun næsta árs. „Ég er byrj- uð að leita að stelpum í keppnina á Íslandi og þær sem halda að þær hafi það sem þarf geta farið inn á model.is og sent mér tölvupóst,“ segir Ásdís Rán Gunnarsdóttir. Leitar að næstu Ursulu Andress URSULA ANDRESS Frægasta bikinísena kvikmyndanna, úr James Bond myndinni Dr. No. Ursula sló í gegn í þessu atriði en hún er einmitt sænsk. „Við erum nú bara að reyna að búa til eitthvað nýtt til að vera ekki alltaf með þennan sama þurra texta,” segir Ingi- mar Sigurðsson, eigandi Nýju bílahall- arinnar, sem hefur farið heldur óvenju- lega leið til að auglýsa bílana sem hann hefur til sölu. Í Allt, fylgiblaði Fréttablaðsins, í gær mátti sjá auglýs- ingu frá Nýju bílahöllinni. Þar var meðal annars auglýstur splunkunýr Range Rover Supercharger á tæpar sautján milljónir króna og Porsche Cayenne Turbo á tæpar 15 milljónir. Bílarnir eru báðir hlaðnir aukabúnaði en í auglýsingu Nýju bílahallarinnar eru þeir sagði vera „með öllu bullinu“. Að sögn Ingimars er „bullið“ slang- uryrði sem þeir félagarnir á bílasöl- unni nota yfir aukabúnað. „Við ákváð- um nú bara að skella því í auglýsinguna,“ segir Ingimar hlæjandi sem auk þess reynir að höfða til þeirra sem seldu hlutabréf sín í Actavis í fyrradag með því að óska þeim til hamingju með söluna. Ingimar segist þó ekki hafa orðið var við að fyrrum hluthafar Actavis hafi komið til hans. „Þeir seldu bréfin nú bara á miðviku- daginn. En það er viðbúið að eitthvað af þessum peningum fari aftur í neyslu og þar á meðal í bíla. Einhvern tímann verður fólk að gera sér glaðan dag,“ segir Ingimar sem er með fleiri hug- myndir að auglýsingum í pokahorn- inu. „Við vorum að spá í að kaupa TF- SIF og setja hana á þakið með skilti sem á stæði: „Við björgum bílamálun- um fyrir þig”.” Auglýsa margra millj- óna króna bíla með FULLUR AF BULLI Ingimar Sigurðsson í Nýju Bílahöllinni stendur hér við Range Roverinn sem er fullur af bulli.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.