Fréttablaðið - 27.07.2007, Side 68
Auglýsingar sendist á auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma 550 5000.
Ólafur H. Torfason er landsmönnum
að góðu kunnur fyrir ritstörf sín og
kvikmyndagagnrýni á Rás 2 síðast-
liðin tuttugu ár. Í dag á Ólafur sex-
tugsafmæli og ætlar að verja degin-
um með vinum og vandamönnum.
„Ég ætla nú bara að vera með fjöl-
skyldumeðlimum og fáeinum vinum
í dag. Það er engin stórveisla skipu-
lögð í tilefni dagsins,“ segir Ólafur
og bætir við að afmælisbörn í júlí
gefi yfirleitt upp alla von um stór-
ar afmælisveislur, þar sem vinir og
vandamenn séu hvort eð er velflest-
ir í fríi erlendis á sumrin.
Hann viðurkennir þó að eftirvænt-
ing hafi ríkt hjá flestum afmælis-
börnum í gamla daga, þar sem há-
punktarnir á árinu hafi verið heldur
færri þá en nú. „Guðbergur Bergsson
lýsti lífinu á Íslandi best í Grindavík
þegar hann var að alast upp, en þar
er sagt frá því hvernig börn biðu í of-
væni eftir jólunum og afmælinu. Það
lék stórt hlutverk bæði í lífi barna og
fullorðinna.“
Ólafur segist persónulega hafa
þótt lítið til afmælisdagsins koma í
bernsku. Hann hafi ekki séð ástæðu
til að gleðjast þótt hann væri búinn
að fara einn hring til viðbótar í kring-
um sólina. Þessi afstaða hafi breyst
með aldrinum og nú finnist honum
afmælið kjörið tækifæri til að hitta
aðra og gleðjast.
„Ég skal þó fúslega viðurkenna
að skemmtilegustu afmælisdag-
arnir eru yfirleitt einfaldir í snið-
um og einlægir,“ segir Ólafur. „Yfir-
leitt einhvers staðar í óbyggðunum, í
fjöru eða lengst uppi á hálendi. Sem
dæmi átti ég einu sinni afmæli í Flat-
eyjardal, sem var rómantískt þar
sem við elduðum eftir að skyggja
tók. Svo átti ég góðan afmælis-
dag á hrjóstrugu landsvæði Öskju
í nístandi kulda, þótt það kunni að
hljóma óspennandi.“
Þrátt fyrir að sextugsafmælið sé
nú upp runnið segist Ólafur ekki
finna fyrir vott af tilvistarkreppu.
Þvert á móti líði honum svolítið eins
og vini hans sem líkti því að verða
sextugur og segja til aldurs, við það
að koma út úr skápnum.
„Í því samhengi er gaman að segja
frá því að ég tók einu sinni viðtal við
Jón Helgason, prófessor og skáld
í Kaupmannahöfn, þegar hann var
orðinn fjörgamall og spurði hvort
hann væri enn að yrkja,“ segir Ól-
afur. „Þá sagðist Jón hafa hætt að
yrkja í kringum þrítugt, eða um það
leyti þegar manni þætti sem lífið
væri búið. Sjálfur lét ég mig ekki
muna um að halda þrisvar sinnum
upp á þrítugsafmælið og var því ekki
að fela það.“
Það er auðheyrt að nóg verður að
gera hjá Ólafi á komandi árum, en
hann verður meðal annars upptekinn
við ferðalög og skrif á næstunni. „Ég
er nú nýkominn úr ferð með göngu-
hóp sem ég er í, þar sem 76 ára gam-
all maður tók ferðina með glæsibrag.
Þannig að það er bara ekki annað
hægt í stöðunni en að vera hress,“
segir hann og hlær.
80 ára afmæli
Örn Friðriksson
fyrrverandi prófastur á Skútustöðum
er áttræður í dag. Hann verður ekki heima.
Ástkær móðir, tengdamóðir og amma,
Helga Ingibergsdóttir
Reykjavík,
lést á líknardeild Landakotsspítala þann 20. júlí.
Útförin fór fram í Kristskirkju, Landakoti, þann
26. júlí.
Snorri Snorrason Þórunn Snorradóttir
Sigrún Hannesdóttir
Helga Rut Snorradóttir
Hannes Reynir Snorrason
Snorri Snorrason
Hildur Rakel Jóhannsdóttir
70 ára afmæli
Guðbergur I.
Guðbergsson
framkvæmdastjóri
verður sjötugur laugardaginn 28. júlí.
Af því tilefni er öllum vinum og
ætting jum boðið í kaffi í sal
Sjálfsbjargar Hátúni 12 kl. 17.00-20.00.
Okkar ástkæri,
Sigurgeir Pétursson
frá Ófeigsfirði,
lést aðfaranótt mánudagsins 23. júlí á líknardeild
Landspítalans Kópavogi. Jarðarför hans fer fram frá
Kópavogskirkju fimmtudaginn 2. ágúst kl. 15.00.
Jenný Haraldsdóttir
Arndís B. Sigurgeirsdóttir Bára K. Kristinsdóttir
Guðbjörg Ásmundsdóttir
Dvalarheimili aldraðra, Borgarnesi, áður
Borgarbraut 45,
sem lést fimmtudaginn 19. júlí, verður jarðsungin frá
Borgarneskirkju laugardaginn 28. júlí kl. 14.00. Þeim
sem vilja minnast hennar er bent á Dvalarheimili
aldraðra, Borgarnesi.
Sólveig Ólafsdóttir
Þórður Ólafsson
Jón R. Rósant
Ásmundur Ólafsson
Brynja Ólafsdóttir
Einar Ólafsson
Ólafur Ingi Ólafsson
Ragnheiður Ólafsdóttir
Guðmundur Ólafsson
Hólmfríður Ólafsdóttir
og fjölskyldur.
80 ára afmæli
Gunnar
Hallgrímsson
Hvammsgötu 6, Vogum,
varð áttræður 25. júlí sl. Hann tekur
á móti gestum frá kl. 15.00 til 19.00
laugardaginn 28. júlí í
Íþróttamiðstöð Njarðvíkur.
Amityville Horror frumsýnd„Mér finnst gaman að leika per-
sónur með dökkar hliðar, sem
vekja engu að síður samúð hjá
áhorfendum. Maður vill að þeir
hafi á tilfinningunni að þær eigi
sér mýkri hliðar.“