Fréttablaðið - 27.07.2007, Page 76

Fréttablaðið - 27.07.2007, Page 76
Hildigunnur Sigurðardóttir lauk nýverið við BA í fatahönnun í skóla í Bretlandi. Þar fékk hún hæstu einkunn fyrir lokalínu sína og fékk þann heiður að sýna á London Gradu- ate Week ásamt útskriftarnemum úr öðrum skólum. „Skólinn heitir University College for the Creative Arts og listadeildin er staðsett í Rochester sem er um fjörutíu mínútum fyrir utan London. Ég flutti út fyrir sjö og hálfu ári síðan. Fyrst bjó ég í Brussel og kláraði þar grunnskóla og menntaskóla og þaðan fór ég beint til Englands,“ segir Hildigunnur sem var mjög ánægð með námið í Rochester. „Fyrsta árið snýst að miklu leyti um að kynna okkur fyrir tískuheiminum. Við gerðum litlar línur, fórum í sníða- og saumatíma og þess háttar. Á öðru ári var verkefnavinnan lengri og um jólin sýndu allir einn alklæðnað auk þess sem við lærðum markaðsfræði og gerðum haust- og sumarlínur. Síðasta árið var svo algjörlega undir okkur komið, þá unnum við okkar heildarhugmynd og þróuðum lokalínuna okkar áfram,“ segir Hildigunnur. „Ég valdi að gera vetrarlínu og sótti áhrif í Ísland og íslensk sjómannaklæði frá nítjándu öld. Sniðin voru að sjálfsögðu frekar karl- mannleg, stór og víð og ég tók þau og setti í kvenlegan stíl sem var mikil áskorun fyrir mig. Svo var haldin tískusýning þar sem þekkt fólk úr tískuheiminum sat í dómnefnd og var þar meðal annars hin fræga fyrirsæta Erin O‘Connor. 27 af 72 nemendum fengu svo að sýna á London Graduate Fashion Week og ég var svo heppin að vera þar á meðal. Það var mikil upplifun og alveg rosalega gaman.“ Hinn frægi tískublaðamaður Hilary Alexander fjallaði um sýninguna í The Daily Telegraph og sagði meðal annars: „Hönnun Hildigunnar samanstóð af vestum úr fiskinet- um, íslenskum lopapeysum, víðum vaðbuxum og jökkum úr fiskiroði í indælli línu sem er gerð fyrir sjóarastelpur.“ Aðspurð hvers vegna hún hafi valið fatahönn- un segir hún: „Áhuginn byrjaði í níunda bekk og þá fór ég að búa til mín eigin föt og fór á teikninámskeið. Ég fékk allt í einu gríðarlegan áhuga á að skapa og vinna með efni og safnaði saman í möppu sem ég skilaði svo inn í skólann. Það var ekki svo erfitt að komast inn enda eru ráðamenn skólans mjög opnir fyrir að fá inn ólíkt fólk með mismunandi bak- grunn,“ segir Hildigunnur sem á sér nokkra uppáhaldshönnuði í bransanum. „Vivienne Westwood er í algjöru uppáhaldi. Hún skarar fram úr á þessu sviði, er alltaf með eitthvað nýtt spennandi án þess að tapa sínum stíl. Svo er ég mjög hrifin af Dries Van Noten og Martin Margiela.“ Hildigunnur á ekki í vandræðum með að lýsa stílnum sem einkennir eigin hönnun. „Hann er mest tengdur efnum og er eiginlega blanda af ýmis konar efnum. Ég er mjög hrifin af því að vinna með leður, mér líkar vel að nota náttúruleg efni og nýti mér þau á óvenjulegan hátt.“ Íslendingar fá tækifæri til að sjá hönnun Hildigunnar á Menningarnótt en hún heldur þá tvær sýningar klukkan fjögur og fimm í Sjóminjasafninu Grandagarði 8. „Allur minn tími fer í að undirbúa sýninguna núna og svo ætla ég að safna mér pening og reyna að komast inn í lífið hérna heima. Það væri gaman að fá vinnu hjá einhverjum hönnuði, prófa mig áfram og reyna að lokum að koma sjálf einhverju í framleiðslu. Svo langar mig svolítið í meira nám en það kemur bara í ljós,“ segir þessi ungi og upprennandi fatahönnuður sem eflaust á eftir að láta að sér kveða í hinum harða heimi tískunnar. Söngkonan Beyoncé Knowles varð fyrir því óláni að hrynja niður stiga á tón- leikum sínum í Florida fyrr í vikunni. Hún virðist þó hafa sloppið með skrekkinn því hún stóð snöggt á fætur og hélt áfram að syngja eins og ekkert hefði í skorist. Sumir áhorf- enda voru meira að segja á því að söng- konan hefði ekki misst úr eitt ein- asta orð. Beyoncé er nú á tónleikaferð um Bandaríkin og hefur lagt það í vana sinn að sveifla hár- inu ofsafengið meðan á flutn- ingi stendur. Hún hafði rétt nýlokið við góða sveiflu þegar hún tók til við að ganga niður tröppur á svið- inu í síðum, rauðum silki- frakka. Ekki vildi betur til en svo að hún festi hælinn í frakkanum og féll niður einar tólf tröppur. Beyoncé missti hljóðnemann en greip hann hið snarasta eftir fallið og hélt áfram að syngja. Áður en hún hóf flutning á næsta lagi sínu bað hún áhorfendur náðarsamleg- ast að setja ekki myndir eða myndbönd af atvikinu á netið. Henni varð ekki að ósk sinni því myndbandið hefur farið eins og eldur í sinu um netheima. Það er meðal annars að finna í nokkrum útgáf- um á vefsíðunni YouTube. Beyoncé dettur kylliflöt Leikarinn Matt Damon fékk nýverið stjörnu sína á frægðar- stétt Hollywood. Damon segist hafa ungur að árum horft á stétt- ina og dreymt um að komast þangað einn daginn. „Nokkrum sinnum í lífinu hef ég upplifað stundir sem eru ótrúlegri en orð fá lýst og þetta virðist vera ein af þeim,“ sagði Damon við athöfnina. Damon sló í gegn árið 1998 þegar hann samdi handritið að myndinni Good Will Hunting ásamt vini sínum Ben Affleck. Næsta mynd hans er fram- haldshasarinn The Bourne Ultimatum. Damon á frægðarstétt Serbneska sígaunasveitin KAL ætlar að spila í annað sinn hér á landi á Nasa hinn 22. september. KAL vakti mikla lukku á Vorblóti í fyrra og því ákvað Hr. Örlygur að verða við fjölda áskorana um að fá sveitina hingað á nýjan leik. Sveitin var stofnuð snemma á þessari öld af bræðrunum Dushan og Dragan Ristic, að þeirra sögn til þess að hjálpa þeim að yfirstíga þá fordóma og hindranir sem sígaun- ar mæta hvarvetna. Miðasala á tónleikana hefst um miðjan ágúst. KAL aftur til Íslands Grillveislur Steikarhlaðborð Aðeins það besta Gríptu augnablikið og lifðu núna Komdu við í næstu Vodafone verslun og nældu þér í gæðabolta. Almennt verð 1.990 kr. Þú færð bestu kjörin með því að vera með allt hjá okkur í Og1. Meistaradeildarboltar á aðeins 990 kr. fyrir Og1 viðskiptavini. Hittu í mark

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.