Fréttablaðið - 27.07.2007, Page 79

Fréttablaðið - 27.07.2007, Page 79
Bandaríski tónlistarmaðurinn Nico Muhly leikur fyrir gesti í verslun 12 Tóna í dag. Muhly sendi í fyrra frá sér geisladiskinn Speaks Volumes sem fékk frábæra dóma víðs vegar um heiminn. Það var fyrirtæki Valgeirs Sigurðs- sonar, Bedroom Community, sem gaf diskinn út. Tónlist Nicos má skilgreina sem nýja kammermúsík með rafrænu yfirbragði og þóttu tónleikar hans á Iceland Airwaves- hátíðinni í fyrra afar frumlegir og áhugaverðir. Tónleikarnir hefjast klukkan fimm og eru allir velkomnir. Nico í 12 Tónum „Ég held að Ragnhildur sé svona „múltítalent“. Það virðist vera sama hverju hún einbeitir sér að,“ segir tónlistarmaðurinn Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson um Kastljóss- konuna Ragnhildi Steinunni Jóns- dóttur. Þorvaldur Bjarni hafði yfir- umsjón með tónlistinni í kvikmyndinni Astrópíu sem frum- sýnd verður í ágúst næstkomandi. Eins og fram kom í Fréttablaðinu fyrir skemmstu gerði Ragnhildur Steinunn sér lítið fyrir og söng dúett með Helga Björnssyni fyrir myndina en hún leikur einnig aðal- hlutverkið. Um er að ræða lagið Sumarást sem Nancy Sinatra gerði frægt. Það hefur þó áður verið sungið á íslensku bæði af Hljóm- sveit Ingimars Eydal og Rad- íusbræðrunum Davíð Þór Jónssyni og Steini Ármanni Magnússyni. Ragnhildur Steinunn er ekki eina leikkona myndarinnar sem syngur í henni því X-factor-kynnirinn Halla Vilhjálmsdóttir lék sama leikinn. Þorvaldur Bjarni segir að karlleik- arar myndarinnar hafi ekki spreytt sig en þeir Sverrir Þór Sverrisson, Pétur Jóhann Sigfússon, Jón Gnarr og Davíð Þór Jónsson fara allir með hlutverk í myndinni. Þorvaldur úti- lokar ekki frekara samstarf við Ragnhildi Steinunni í tónlistinni. „Já, maður veit aldrei þó að þetta hafi verið á léttu nótunum. Það er ólíklegasta fólk sem tekur alls konar u- og l-beygjur í lífinu.“ Áætl- að er að Astrópíu-platan komi í verslanir í næstu viku. U-beygja Ragnhildar Steinunnar

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.