Fréttablaðið - 27.07.2007, Síða 81

Fréttablaðið - 27.07.2007, Síða 81
 Sammy Lee, knatt- spyrnustjóri Bolton, var mjög ánægður með frammistöðu íslenska framherjans Heiðars Helgusonar í fyrsta leik hans fyrir félagið. Heiðar lék fyrri hálfleikinn í 3-0 tapi liðsins í æfingaleik gegn Hibernian frá Skotlandi og þótti einn af ljósu punktunum í leik Bolton. „Heiðar var magnaður. Hann gerði allt sem honum var ætlað að gera og átti nokkra frábæra spretti. Hann er mikill atvinnu- maður og á köflum leit út fyrir að hann væri búinn að vera með okkur í mörg ár. Ég er mjög ánægður með leik hans og frammistaðan gefur góð fyrir- heit,“ bætti Lee við. Heiðar var magnaður Enska úrvalsdeildar- félagið Liverpool er búið að opinbera teikningar af nýja leikvangi sínum, nýja Anfield, sem verður tekinn í notkun árið 2010. Nýir eigendur félagsins, Bandaríkjamennirnir Tom Hicks og George Gillett, hafa ásamt arkitektum hjá fyrirtækinu HKS gjörbreytt fyrri áætlunum um leikvanginn og útkoman er engu öðru lík, risaleikvangur einstakur í hönnun og útliti. „Við erum að byggja leikvang sem ekki aðeins félagið og stuðningsmenn geta verið stoltir af heldur einnig öll borgin. Arkitektarnir blönduðu saman nýtísku útliti og þeim gildum sem Liverpool FC stendur fyrir,“ sagði Rick Parry, framkvæmdastjóri Liverpool. Stærsta stúkan á vellinum verður Kop-stúkan við annan enda vallarins. Hún er hönnuð með gamla leikvanginn í huga og setur mjög sterka mynd á allan leikvanginn. „Við gerðum okkur vel grein fyrir mikilvægi Kop- stúkunnnar. Við jukum áhorfenda- fjöldann í stúkunni með því að skipta henni ekkert niður og fyrir vikið mun hún taka 18 þúsund manns og vera hjartsláttur nýja leikvangsins,“ segir Parry. Parry talaði líka um hversu vel nýi leikvangurinn fellur að umhverfinu þrátt fyrir að vera risastór. Hann er hluti af endur- skipulagi svæðisins og mun að mati Parrys vera lykillinn að end- urfæðingu allrar Norður-Liver- pool. „Teikningarnar af nýja vellinum eru alveg frábærar. Þessi leik- vangur er öðruvísi en aðrir vellir sem ég hef séð, allir gluggarnir setja skemmtilegan svip á hann og ég er viss um að hann kemst í hóp bestu valla í Evrópu,“ sagði Rafa Benitez, stjóri Liverpool. Fyrirliðinn Steven Gerrard var einnig í skýjunum. „Ég þurfti bara að skoða teikningarnar í fimm mínútur til að vera dolfallinn. Þetta verður frábær völlur og það besta við hann er að hann er ekki líkur neinum öðrum. Við vitum allir hvaða stemningu 40 þúsund Liverpool-áhorfendur geta búið til og ég held að það verði ólýsanlegt hvernig það verður að spila fyrir 60 þúsund Liverpool- áhorfendur á nýja leikvanginum. Ég get ekki beðið eftir því að leiða mitt lið út á völlinn,“ sagði Steven Gerrard. Völlurinn mun kosta um 300 milljónir enskra punda eða um 37 milljarða íslenskra króna og Liverpool-menn hafa sett stefnuna á að fá um 100 milljónir pund fyrir að selja nafn nýja leikvangsins en það mun líklega taka félagið marga áratugi að borga fyrir leikvanginn. Nýi Anfield verður engu öðru líkur „Ég er algjörlega nið- urbrotinn. Mig langar mest til að gráta,“ segir danski hjólreið- akappinn Michael Rasmussen, sem var rekinn úr Tour de France hjólreiðakeppinni seint á miðvik- udagskvöld af liði sínu Rabobank. Rasmussen átti sigurinn vísan og var með yfir þriggja mínútna for- ystu þegar forráðamenn Rabobank ákváðu að sparka honum úr keppni vegna gruns um lyfjamisferli. Rasmussen er sagður hafa logið til um staðsetningu æfingabúða sinna fyrir mótið og þannig slopp- ið við mörg lyfjapróf. Rasmussen segist hins vegar alsaklaus. „Ég var ekki á Ítalíu eins og haldið er fram. Alls ekki. Það er saga eins manns sem segist hafa þekkt mig. Það er engin sönnun fyrir því að ég hafi verið þar,“ segir Rasm- ussen. Sá danski segist hafa æft í Mexíkó og hvergi annars staðar og að umrætt „vitni“ hafi ein- faldlega ruglað sér saman við einhvern annan. „Ferill minn er ónýtur. Ég hef ekki hugmynd um hvað ég geri úr þessu,“ bætti Rasmussen við. Ljóst er að ákvörðun Rabobank um að sparka Rasmussen úr keppni á eftir að draga frekari dilk á eftir sér því í 17. áfanga hjólreiðanna í gær hætti Denis Menchov keppni í miðjum klíðum, en hann var fremsti keppandi liðs- ins af þeim sem eftir stóðu. Menchov hætti skyndilega að hjóla og gekk út af brautinni og lýsti þannig stuðningi sínum við Rasmussen í verki. Daniele Bennati frá Ítalíu vann 17. áfanga hjólreiðanna í gær, 188,5 km langa leið frá Pau til Castelsarrasin. Hinn spænski Alberto Contador hefur fengið gulu treyjuna í kjölfar brotthvarfs Rasmussen og hefur tæplega tveggja mínútna forystu á Cadel Evans frá Ástralíu. Niðurbrotinn Rasmussen segir ferilinn á enda Íslenskt stjórnborð Íslenskar leiðbeiningar Stórt hurðarop 20 ára ending Eirvík kynnir sportlínuna frá Miele AFSLÁTTUR 30% Miele gæði ÞVOTTAVÉL frá kr. 99.900 Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, er einu höggi á eftir forustumönn- unum á Íslandsmótinu í höggleik eftir að hafa spilað á tveimur höggum undir pari í gær. Birgir Leifur vann upp mjög slæma byrjun þar sem hann tapaði fjórum höggum á fyrstu fjórum holunum. Birgir Leifur þarf nú að gera nokkuð sem hann hefur aldrei gert áður ætli hann sér titilinn. Hann hefur nefnilega aldrei orðið Íslandsmeistari nema hann hafi verið í forustu eftir fyrsta dag. Birgir Leifur var með eins höggs forustu árin 1996, 2003 og 2004 þegar hann tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn en fyrstu fjögur Íslandsmótin sín, sem og á því fyrir tveimur árum, var hann tveimur til fimm höggum á eftir efsta manni og náði ekki að vinna titilinn í þau skipti. Fyrstu holurnar voru dýrkeyptar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.