Fréttablaðið - 27.07.2007, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 27.07.2007, Blaðsíða 82
 Króatísku leikmennirnir Dario Cingel og Viego Svadomov- ic eru mjög ánægðir í herbúðum ÍA og geta vel hugsað sér að vera áfram hjá félaginu, að því er fram kemur á heimasíðu ÍA. Í viðtali við heimasíðuna segjast þeir sérstaklega ánægðir með þjálfarann Guðjón Þórðarson. „Hann er einn besti þjálfari sem við höfum starfað með. Hann leggur sig allan í þjálfunina og er snjall og útsjónarsamur,“ er haft eftir leikmönnunum, en þeir léku sem atvinnumenn í heimalandi sínu síðasta vetur. Geta hugsað sér að vera áfram VINNINGAR ERU BÍ ÓMIÐAR, TÖLVULEIKIR, DVD M YNDIR OG MARGT FLEIRA! SENDU SMS JA SMF Á 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ MIÐA ! 11. HVER VINNUR ! HEIMSFRUMSÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI 27. JÚLÍ Vinningar verða afhendir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið. Þýskaland og England komust í gær í úrslitaleik Evrópu- móts 19 ára kvenna sem fram fer hér á landi. Úrslitaleikurinn fer fram á sunnudaginn. Evrópumeistarar Þýskalands komust í hann krappan gegn Frakklandi á Laugardalsvelli en unnu 4-2 eftir framlengingu. Þýsku stelpurnar komust í 2-0 í seinni hálfleik en Frakkar náðu að jafna. Þýska liðið gerði síðan út um leikinn á síðustu sex mínútunum. England vann 3-0 sigur á Noregi í hinum leiknum sem fram fór á KR- velli. Fyrirliðinn Ellen White skoraði tvö marka liðsins. Þýskaland og England í úrslit Skagamenn skoruðu fjög- ur mörk og uppskáru þrjú stig í leiknum gegn HK í gær. Tvö glæsi- mörk í fyrri hálfleik komu þeim á bragðið og eftir dapra byrjun á síð- ari hálfleik afgreiddu þeir ráðvillta HK-inga með tveimur mörkum til viðbótar. Jafnræði var með liðunum fram- an af leik og náðu þau bæði að skapa sér hálffæri, ef svo skyldi kalla. ÍA komst yfir með stórbrotnu marki Þórðar Guðjónssonar en þrumufleygur hans af 30 metra færi kom eins og skrattinn úr sauð- arleggnum. Ekkert virtist vera í gangi þegar Þórður hamraði að marki og boltinn flaug í slána og inn, óverjandi fyrir Gunnleif í markinu. Þórður Birgisson var einn í fram- línu HK og ekki í öfundsverðu hlut- verki. Hann barðist fyrir sínu en fékk ekki nægilega hjálp og sókn- arlotur Kópavogspilta stöðvuðust nánast allar á sterkum og þéttum varnarmúr ÍA sem gaf fá færi á sér. Króatinn Vjekoslav Svadumovic skoraði svo annað mark ÍA þegar hann afgreiddi fallega sendingu Jóns Vilhelms inn. Glæsilegt mark en reyndar gerði Ásgrímur Alberts- son sitt besta til að bjarga marki og skaut boltanum í slána og inn um leið og hann fór yfir línuna. Bjarni Guðjónsson stjórnaði sínum mönnum af miðju ÍA af miklum myndarskap og dreifði spili liðsins vel. Leikmenn ÍA voru auk þess hreyfanlegir fram á við en utan markanna sköpuðu þeir ekki mörg opin færi. Það gerðu leikmenn HK ekki heldur og vant- aði nokkuð bit í sóknarleik þeirra en staðan í hálfleik var 2-0 fyrir ÍA. Leikmenn HK komu snemma út úr búningsherbergjum og byrjuðu síðari hálfleik af miklum krafti. Þeir héldu boltanum vel innan liðs- ins og Skagamenn voru hreinlega ekki með fyrstu fimmtán mínútur hálfleiksins. HK gekk reyndar illa að skapa sér færi en uppskáru gott mark þegar Finnur Ólafsson fékk sendingu inn í vítateig, komst framhjá Páli Gísla og setti boltann í netið. Mark Finns var fyrsta mark HK á útivelli í deildinni í sumar og biðu þeir í alls 505 mínútur eftir mark- inu. Skagamenn bitu frá sér eftir mark HK og fengu nokkur úrvals færi til að skora. Gunnleifur var vel á verði í markinu og bjargaði stórglæsilega bæði frá Dario Cing- el og Þórði. Gunnleifur kom þó engum vörn- um við þegar varnarmaðurinn Andri Júlíusson skoraði af mark- teig eftir sendingu Svadumovic. Leikmenn HK urðu æfir og hópuð- ust að línuverðinum í mótmæla- skyni en hlutu aðeins gul spjöld að launum. Línuvörðurinn sýndi mik- inn drengsskap þegar að hann við- urkenndi að um rangstöðu hafi verið að ræða og að markið hefði aldrei átt að standa. Þórður Guð- jónsson kórónaði svo stórleik sinn þegar hann bætti við fjórða marki Skagamanna skömmu síðar af mik- illi yfirvegun eftir að hafa leikið á varnarmann sem og Gunnleif markmann. Skagamenn eru þar með komnir í 18 stig og harðnar baráttan á toppnum því enn. ÍA hefur ekki tapað frá því um miðjan júnímánuð og eru á góðri siglingu. Liðið spil- aði vel og er til alls líklegt í sumar en ljóst er að Guðjón Þórðarson er á réttri leið með liðið. „Það gekk allt það sem við lögð- um upp með fyrir leikinn. Við byrj- uðum síðari hálfleik illa en unnum okkur aftur inn og það sýnir styrk liðsins. Það er líka að koma meiri trú í liðið. Þó svo að við séum að spila þétta vörn erum við líka að sækja og sækja vel. Þetta hefur gengið vel hjá okkur undanfarið og það hefur gefið okkur meiri sjálfs- traust. Með meiri sjálfstrausti gengur allt betur,“ sagði Bjarni Guðjónsson eftir leikinn sem jafn- framt hrósaði línuverðinum fyrir að viðurkenna að mark Andra hefði verið ólöglegt. Gunnleifur Gunnleifsson, fyrir- liði HK, bar sig vel eftir leikinn. „Þeir eru betra liðið í fyrri hálfleik sem við buðum þeim svolítið upp á. Við vorum eiginlega bara að bíða eftir því að lenda undir. Við töluð- um um það í hálfleik að gefa bara allt í þetta og uppskárum mark. Þeir voru alltaf hættulegir líka og þriðja markið fór eiginlega bara með okkur. Við urðum pirraðir og misstum einbeitinguna við það,“ sagði Gunnleifur sem sagði að sjálfstraustið í liðinu væri enn mikið þrátt fyrir tapið. ÍA fór með öruggan 4-1 sigur á HK af hólmi í leik liðanna í Landsbankadeild karla í gær. HK hefur aðeins hlotið eitt stig á útivelli í sumar á meðan Skagamenn eru á fljúgandi siglingu og nálgast toppinn óðfluga. Landsbankadeild karla Frakkinn Thierry Henry skoraði eina markið í sigri Barce- lona á Dundee United í æfingaleik í Skotlandi í gær. Þetta var fyrsti leikur hans með spænska liðinu síðan að hann var keyptur þangað frá Arsenal í sumar og það er óhætt að segja að kappinn hafi byrjað vel. Það var mikill áhugi fyrir leikn- um í Dundee og uppselt var á Tannadice Park völlinn í fyrsta sinn í mörg ár þrátt fyrir að hér hafi aðeins verið um æfingaleik að ræða. Leikurinn var mjög opinn og skemmtilegur þótt að aðeins eitt mark hafði litið dagsins ljós. Henry kom inn á sem varamað- ur fyrir Kamerúnan Samuel Eto’o í hálfleik og eftir aðeins 25 sek- úndur var hann búinn að eiga skot rétt framhjá stönginni. Henry skoraði síðan sigurmarkið mínútu fyrir leikslok þegar hann fylgdi á eftir vítaspyrnu sem Grzegorz Szamotulski pólski markvörður Dundee United hafði varið frá honum. Giovani Dos Santos hafði fiskað vítið en skömmu áður höfðu leik- menn Barcelona bjargað tvisvar sinnum á marklínu og þá var mark dæmt af skoska liðinu sem þótti mjög umdeild ákvöðrun hjá dóm- ara leiksins. Henry fékk ekki að spila með Ronaldinho því Brasilíumaðurinn fór út af í hálfleik alveg eins og Eto´o. Þess í stað spilaði Henry með Bojan Krkic og Giovani Dos Santos í framlínu Barca í þessum leik. Henry skoraði sigurmarkið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.