Fréttablaðið - 03.08.2007, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 03.08.2007, Blaðsíða 8
Hvar er Nýsköpunarmiðstöð Íslands til húsa? Hvaða breska sjónvarpsstöð hyggst bjóða upp á niðurhal sjónvarpsþátta sinna af netinu? Á hvaða knattspyrnuvelli söng Garðar Thor Cortes á miðvikudagskvöld? Íslensk heimili greiða lægsta raforkuverð á Norðurlöndunum. Af 27 ríkjum Evrópusambandsins, auk Íslands, Króatíu og Noregs, er Ísland með ellefta ódýrasta raforkuverðið. Rúmenía, Slóvenía, Tékkland og Finnland eru á svipuðu róli og við. Tölurnar eru fengnar úr samantekt hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat, og verðskrá Orku- veitu Reykjavíkur. Fyrir 3.500 kílóvattstundir, sem er algeng meðalársnotkun heimilis, greiða Íslending- ar tæpar 36 þúsund krónur. Finnar greiða rúmum þúsund krónum meira, Svíar um 47 þúsund krónur og Norðmenn tæplega 60 þúsund. Danmörk er með hæsta raforkuverðið á Norðurlöndunum, og í Evrópu, með rúmlega 76 þúsund krónur. Lægst er verðið í Búlgaríu, rúmar tuttugu þúsund krónur, og almennt er verðið lægra í austantjaldslöndunum en annars staðar í Evrópu. Vegið meðalverð í 27 ríkjum Evrópusambandsins er um 49 þúsund krónur á ári, töluvert meira en við greiðum hér. Í fréttatilkynningu frá Orkuveitunni segir að ástæðan fyrir miklum mun á verði á Íslandi og í Noregi sé vegna lélegs vatnsbúskaps vatnsaflsvirkj- ana sem leiddi til verðhækkana. Mikil skattlagning kemur Dönum í efsta sætið. A T A R N A – K M I / F ÍT Nóatúni 4 • Sími 520 3000 www.sminor.is Þetta er vél sem hefur algera sérstöðu. Fjórtán blettakerfi fyrir ólíka bletti, t.d. vínbletti, blóðbletti og grasgrænku. Tromlan er óvenjustór, tekur 65 l og hægt er að þvo í henni allt að 8 kg. Innra byrði tromlunnar er með droplaga mynstri sem fer sérlega vel með þvottinn. Vélin er mjög snör í snúningum: 15 mín. hraðkerfi og 60 mín. kraftþvottakerfi fyrir meðalóhreinan þvott. Snertihnappar. Stór og öflugur skjár. Vélin hefur mjög góða hljóðeinangrun og er í orkuflokki A+. Íslenska tvíeykið, Exista og Kaupþing, er komið með ríf- lega fjórðungshlut í Storebrand, næststærsta fjármálafyrirtæki Noregs. Eykur það líkurnar á því að félögin taki yfir Storebrand sem kallað hefur verið hið munað- arlausa tryggingafélag. Exista, sem er stærst í Kaupþingi og finnska fjármálafyrirtækinu Sampo, jók hlut sinn í Storebrand um 0,6 prósent í fyrradag og á orðið 5,56 prósenta hlut sem metinn er á 13,7 milljarða króna. Exista á einnig VÍS að öllu leyti. Kaupþing er eftir sem áður stærsti eigandinn í norska félaginu með fimmtungshlut sem metinn er á tæpa fimmtíu milljarða króna. Hlutabréf í Storebrand, sem er leiðandi á sviði lífeyris- og líf- trygginga í Noregi, hafa einnig safnast á hendur annarra íslenskra fjárfesta. Þannig á TM 0,3 pró- senta hlut. Sigurður Nordal, framkvæmda- stjóri samskiptasviðs Existu, segir að félagið hafi átt hlut í Store- brand um nokkurt skeið og hann hafi skilað góðum arði. Kaupin séu því ekki skyndiákvörðun. Meðalkaupgengi þeirra bréfa, sem eru í höndum Existu, er um 76,25 norskar krónur á hlut. Store- brand hækkaði um sex prósent í norsku kauphöllinni í gær og var lokagengið 93,5 norskar krónur. Getum er leitt að því í erlendum fjölmiðlum að Exista eigi fjögur prósent til viðbótar í gegnum hlut sem Morgan Stanley keypti. Sig- urður segir að félagið tjái sig ekki um getgátur sem þessar. Hreiðar Már Sigurðsson, for- stjóri Kaupþings, sagði í samtali við Fréttablaðið í síðustu viku að engar ákvarðanir hefðu verið teknar um hvort bankinn hygðist sækja um heimild til norska fjár- málaeftirlitsins eftir auknum hlut í Storebrand. - Yfirtaka talin líkleg Fjórir sóttu um embætti dómara við Hæstarétt Íslands, sem auglýst var laust til umsóknar frá 1. september næstkomandi, en umsóknarfrest- urinn rann út á þriðjudag. Umsækjendurnir fjórir eru: Páll Sveinn Hreinsson, prófessor og deildarforseti lagadeildar Háskóla Íslands; Viðar Már Matthíasson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands; Þorgeir Örlygsson, dómari við EFTA-dómstólinn í Lúxemborg; og Sigríður Ingvarsdóttir, héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur. Björn Bjarnason dómsmála- ráðherra mun skipa í embættið. Fjórir sóttu um „Þetta var leiðinleg aðkoma,“ segir Sigrún Sverris- dóttir, gjaldkeri hjá Hróa hetti í Hafnarfirði. Í gær þegar starfsfólk Hróa hattar kom til vinnu hafði óprútt- inn aðili eða aðilar krotað á rúður veitingastaðarins ásamt því að krota á bíla fyrirtækisins. Sigrún segir að veitingastað- urinn sé ekki einn um að hafa lent í þessu kroti. „Það er rauður sendibíll hérna hinu megin við götuna sem er allur útkrotaður í hvítri málningu,“ segir Sigrún. Lögreglunni var tilkynnt um málið. Krotað á Hróa „Það er betra en ekki að koma Byggðastofnun aftur í starfhæft ástand. Það hefur legið fyrir lengi að annað hvort yrði að hressa fjárhag hennar eða loka henni,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og alþingismaður. Í gær var kynnt ákvörðun um að aflétta öllum skuldum Byggðastofnunar, alls 1.200 milljónum króna. Einnig var tilkynnt að stofnunin skyldi fá 200 milljónir króna á næstu tveimur árum til að styðja við atvinnu- þróunarfélög á landsbyggðinni. „Ég hef miklar efasemdir um þessar aðgerðir iðnaðarráðherra,“ segir Sigurður Kári Kristjánsson alþingismaður. „Mér finnst afar vafasamt að fara út í sértækar aðgerðir eins og þessar. Ég er þeirrar skoðunar að sömu leikreglur eigi að gilda í atvinnurekstri á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu.“ Ef menn á annað borð vilji grípa til sértækra aðgerða hefði verið hægt að gera mun skynsamlegri hluti en að leggja 1.400 milljónir til Byggðastofnunar. „Stofnunin hefur tapað óheyrilegum fjár- munum sem hafa verið lagðir til hennar úr höndum skattgreiðenda. Nýjasta dæmið er þegar hún fjárfesti í hlutabréfum í útgerðar- fyrirtæki fyrir vestan sem var lýst gjaldþrota þremur vikum síðar. Maður hefði haldið að slík aðgerð ætti að vera nægilegt við- vörunarljós framan í hinn nýja iðnaðarráðherra. Ég hefði haldið að hann hefði átt að hefja sinn feril með því að leggja þessa stofnun niður,“ segir Sigurður Kári. „Það er löngu tímabært að menn taki af skarið um Byggðastofnun en mér finnst það óskylt því verkefni sem svo er framundan. Hér er meira verið að gera upp syndir fortíðar en að bregðast við niðurskurði á þorski,“ segir Steingrímur. „Þó standa eftir þessar 200 milljónir sem eiga að fara í sérstök verkefni. Það er viðleitnisvottur en það verður ósköp lítið gert fyrir þetta. Ætli 200 milljónir dugi ekki til að kaupa 70 tonn af veiðiheimildum í þorski, svo maður setji þetta í eitthvað samhengi.“ Sigurður Kári segist hafa samúð með landsbyggðinni. „En ég hef líka samúð með skattgreiðendum sem hafa farið illa út úr samskiptum sínum við Byggðastofnun.“ Steingrímur segir gagnrýni Vinstrihreyfingarinnar á ríkis- stjórnina vegna mótvægisaðgerða standa áfram. „Við gagnrýnum að stjórnvöld hafi ekki haft hraðari hendur og unnið markvissar. Ekki hefur litið dagsins ljós heildstæð aðgerðaáætlun. Óvissan hangir enn yfir.“ Landsbyggðin lifir í óvissu Byggðastofnun fær 1.400 milljónir króna á næstu árum. Steingrímur J. Sigfússon telur að enn þurfi heild- stæðari mótvægisaðgerðir. Eftir standi 200 milljónir í sérstök verkefni sem dugi fyrir 70 tonnum af veiði- heimildum í þorski. Sigurður Kári Kristjánsson hefði frekar viljað að stofnunin yrði lögð niður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.