Fréttablaðið - 03.08.2007, Blaðsíða 59

Fréttablaðið - 03.08.2007, Blaðsíða 59
 Damon Johnson, fyrrum leikmaður Keflavíkur og íslenska landsliðsins, hefur samið við spænska liðið Ciudad de Huelva um að spila með liðinu á næsta tímabili en liðið spilar í næstefstu deild á Spáni. Damon Johnson lék með L Hospitalet í sömu deild á síðasta tímabili og var þá með 12,4 stig á 27,4 mínútum að meðaltali í leik. Ciudad de Huelva, sem er á suðvesturströnd Spánar verður áttunda liðið sem Damon spilar fyrir á Spáni síðan að hann yfirgaf herbúðir Keflavíkur eftir tímabilið 2002-2003. Þrjú af þessum liðum hafa verið í efstu deild (ACB-deildinni) og eitt þeirra var í C-deildinni. Spilar fyrir sitt áttunda lið Hamarsmenn eru að styrkja sig í körfunni því þeir hafa fengið til sín Grétar Inga Erlendsson frá Þór úr þorlákshöfn og eru einnig að vonast eftir því að Hattarmaðurinn Viðar Örn Hafsteinsson komi til liðsins en hann hyggur á nám við Íþrótta- kennaraháskólann á Laugarvatni. Miðherjinn stóri og sterki, George Byrd, mun spila áfram með liðinu en um skeið leit út fyrir að hann myndi ekki koma aftur. Grétar er 24 ára miðherji sem á að baki 26 leiki fyrir Þór í úrvalsdeildinni. Hann lék fjóra leiki með liðinu síðasta vetur og var þá með 8,3 stig og 4,5 fráköst að meðaltali á 15 mínútum í leik en fyrri hluta tímabilsins var hann í skóla í Bandaríkjunum. Viðar hefur spilað stórt hlutverk með Hetti síðustu ár en hann er 22 ára framherji. Viðar var með 18 stig, 6 fráköst og 4 stoðsendingar að meðaltali í 1. deildinni síðasta vetur auk þess að hitta úr 46 prósentum þriggja stiga skota sinna. Hamarsmenn styrkja sig Manchester United hefur fengið til sín níu ára gamlan strák, Rhain Davis að nafni, eftir að afi hans sendi útsendurum Englandsmeistaranna myndband af honum af heimasíðunni Youtube.com. Myndbandið hefur farið eins og eldur í sinu um netheimana en þar sést hann leika skemmtilegar listir. Talsmaður United staðfesti kaupin í gær en gerði sitt til að draga úr athyglinni á Davis. „Við bætum um fjörutíu strákum á hans aldri við okkur á hverju ári,“ sagði talsmaðurinn. „Ég hlakka mest til að hitta fullt af leikmönnum, eins og Wayne Rooney,“ sagði guttinn svo sjálfur. Fékk undrabarn af YouTube KÍKTU Í KYNNUM NÝJU MOTION +100Hz TÆKNINA. BESTU LCD TÆKI SEM VÖL ER Á. „Ég er hundfúll og sár- svekktur því við áttum svo innilega skilið að fara áfram. Þeir vissu ekkert hvað þeir voru að gera en það urðu ákveðin atriði til þess að við töpuðum þessum leik,“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, í samtali við Frétta- blaðið eftir leik liðsins gegn FC Midtjylland í Evrópukeppni félagsliða í gær. Keflavík tapaði leiknum 2-1 eftir að hafa unnið 3-2 sigur í fyrsta leiknum, en danska liðið fer áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Kristján var alls ekki sáttur með dómara leiksins í gær, Keith Trevor Glasgow frá Norður- Írlandi, og fannst heimamenn komast upp með nokkur fólskubrot. Varnarmaðurinn Nicolai Jörgensen var kýldur strax í upphafi leiks en lék sárþjáður fram í síðari hálfleik þar til Kristján neyddist til að taka hann út af. „Þegar við skiptum honum af velli riðlast varnarleikur okkar og þeir setja á okkur mörkin tvö,“ sagði Kristján. Baldur Sigurðsson hafði komið Keflavík yfir á 20. mínútu leiksins með góðu skoti eftir fallega sókn. Keflvíkingar voru mjög klókir í öllum sínum aðgerðum, leyfðu heimamönnum að vera meira með boltann en gáfu fá færi á sér. 6.125 áhorfendur bauluðu á leikmenn danska liðsins er þeir gengu til búningsklefa í hálfleik. Sama sagan var uppi á teningn- um í síðari hálfleik og áttu Danirn- ir fá svör við öguðum leik Kefla- víkur, allt þar til Kristján neyddist til að gera breytingar á liði sínu. Keflavík hefði með smá heppni getað jafnað metin en því miður var heppnin þeim ekki hliðholl upp við markið. „Strákarnir stóðu sig frábær- lega og ég er virkilega stoltur. Stemningin í klefanum var mjög döpur því við vorum einfaldlega betra liðið í þessu einvígi. Það á eftir að taka tíma að jafna sig á þessu en við munum gera það á endanum og koma reynslunni ríkari til baka,“ sagði Kristján. Áttum svo innilega skilið að fara áfram
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.