Fréttablaðið - 03.08.2007, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 03.08.2007, Blaðsíða 30
BLS. 6 | sirkus | 3. ÁGÚST 2007 HAFDÍS HULD Sló í gegn á Hultsfredfesti- valinu í Svíþjóð fyrir skömmu. H æfileikabúntið Ágústa Eva Erlendsdóttir hefur ekki setið auðum höndum að undan- förnu og þýtur nú á milli evrópskra stórborga til að sinna listagyðjunni. Leikkonan og skemmtikrafturinn er stödd í Svíþjóð um þessar mundir til að vekja athygli á Silvíu Nótt og skemmta Svíum á Hinsegin dögum þar í landi. Drjúgum hluta af júlímán- uði eyddi Ágústa svo í Frakklandi í Moulin Rouge-stemningu við ostaát með hvíta silkihanska í háborginni París. Eins og dúkkuborg „Að koma til Parísar fannst mér svo- lítið eins og að labba inn í lítið dúkku- hús. Það er allt svo smágert og sætt í þessari borg,“ segir Ágústa Eva, sem fór til Parísar í þeim erindagjörðum að sinna leiklistinni. „Ég fór til að taka þátt í trúðanámskeiði við leiklistar- skóla Philippe Gaulier í París,“ segir Ágústa Eva en skólinn er með þeim virtari í heiminum á sviði látbragðs- leiks. „Kennarinn í skólanum, Philippe Gaulier, er svona lifandi goðsögn og kenndi á sínum tíma mikið við skóla Jacques Lecoq. Þeir tveir eru aðalgaur- arnir í þessu en þetta námskeið snerist þó hvorki um látbragðsleik eða rjóma- kökukast heldur snerist þetta fyrst og fremst um að finna gleðina í því að leika,“ segir Ágústa Eva en slagorð skólans er einmitt að leikhúsið eigi að taka jafnalvarlega og barn að leik. Gaulier hafnar því að leikarinn þurfi að þjást til að kalla fram tár fyrir per- sónur sínar og leggur í staðinn áherslu á gleðina í leikaranum á bak við alla framkomu. Það hljómar vel við hæfi þegar horft er til Ágústu og leikgleð- innar að baki vinkonu hennar Silvíu Nætur. Heilluð af París Spurð hvort hún hafi fundið trúðinn í sjálfri sér í París og hvort hann hefði verið langt frá hliðarsjálfinu, hinni athyglissjúku Silvíu Nótt, segist Ágústa Eva ekki vera dómbær á það. „Þetta var rosalega skemmtilegt námskeið en við vorum aðallega í alls kyns spuna- leikjum. Ég ætlaði að vera í París í mánuð en þurfti að fara heim eftir tvær vikur og gat því miður ekki klárað námskeiðið,“ segir Ágústa, sem heill- aðist alveg af höfuðborg Frakklands. „Ég fer bókað einhvern tímann aftur til Parísar og vonast til að geta eytt enn lengri tíma þar,“ segir hún en framtíðin verður að leiða í ljós hvort Ágústa stefnir í meira leiklistarnám hjá Gaulier. Á Hinsegin dögum í Svíþjóð Heimsborgardaman stoppaði stutt á Íslandi og er strax komin í næstu stórborg því nú kynnir hún hliðarsjálfið sitt á Gay Pride-hátíðinni í Svíþjóð. Sjónvarpsstjarnan Silvía Nótt er aug- ljóslega hvergi nærri af baki dottin því í haust sýnir sænska sjónvarpsstöðin Channel 4 þættina The Sylvia Night Show. „Við erum í Svíþjóð til að aug- lýsa Silvíu Nótt áður en sjónvarpsþátt- urinn fer af stað. Og af því tilefni ætlar Silvía að syngja á Gay Pride- hátíðinni í Svíþjóð fyrir um það bil tuttugu þús- und manns,“ segir Ágústa, sem var pollróleg þegar Sirkus náði tali af henni þrátt fyrir herlegheitin fram undan. „Ég er nú ekki alveg búin að ákveða hvers konar skemmtiatriði við verðum með á Hinsegin dögum. Er ekki með neitt skipulagt að þessu sinni en það verður bara að koma í ljós hverju við tökum upp á,“ segir Ágústa að lokum en landanum er líklega ljóst að hin leikglaða og uppátækjasama Ágústa Eva í hlutverki Silvíu Nætur verður ekki í vandræðum með að búa til eftirminnilegt skemmtiatriði fyrir frændur vora og stela athyglinni á Hinsegin dögum í Svíþjóð. ÁGÚSTA EVA ERLENDSDÓTTIR HEFUR VERIÐ Í PARÍS Í SUMAR ÞAR SEM HÚN STUNDAÐI NÁM Í TRÚÐA- SKÓLA. HÚN ER HVERGI NÆRRI HÆTT AÐ LEIKA SILVÍU NÓTT, SEM NÚ HYGGUR Á FREKARI LANDVINNINGA. SILVÍA NÓTT Hún nýtur gríðarlegra vinsælda í Svíþjóð sem og annars staðar í Evrópu. Syngur fyrir tuttugu þúsund samkynhneigða Svía ÁGÚSTA EVA ERLENDSDÓTTIR Hefur verið á flakki um Evrópu til að sinna listagyðjunni. V ið erum búin að spila á útihátíðum í Englandi í sumar og þá skiptir veðrið öllu máli. Glastonbury var einn stór drullupollur en svo spiluðum við í glampandi sól á minni hátíð um síðustu helgi sem kallast „Secret Garden Party“ og þar voru allir í góðu skapi,“ segir tónlistarkonan Hafdís Huld, sem baðar sig í sól- inni á Englandi áður en hún held- ur heim til Íslands til að halda tón- leika næsta fimmtudagskvöld. „Þetta verða heimilislegir útgáfutónleikar þar sem ég spila lög af Dirty Paper Cup. Ég hef aldrei spilað með hljómsveitinni minni á Íslandi sem er skrýtið því við erum búin að spila á 80 tón- leikum víðs vegar um Evrópu og því löngu kominn tími til.“ Óhætt er að segja að velgengni fyrstu sólóplötu Hafdísar Huldar hafi farið fram úr björtustu vonum en síðan fyrsta sólóplata hennar kom út hefur hún meira og minna verið á tónleikaferðalagi og meðal annars hitað upp fyrir tónlistar- manninn Paolo Nutini í stærstu tónleikasölum Bretlands. „Það hefur komið skemmtilega á óvart þegar við mætum til landa sem við höfum aldrei komið til áður og fólk er að syngja með lögunum mínum,“ segir Haf- dís, sem hlakkar til að koma heim og skemmta Íslendingum með lögum eins og Diamonds on My Belly og Ski Jumper. Miðasala á tónleika Hafdísar Huldar, sem haldnir verða í Salnum í Kópavogi næsta fimmtudagskvöld, er á Miði.is og Salurinn.is. Hlakkar til að spila á Íslandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.