Fréttablaðið - 03.08.2007, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 03.08.2007, Blaðsíða 4
MS drykkjarvörur í útileguna MS mjólkurdrykkirnir eru prótein- og kalkríkir og stútfullir af næringarefnum. Veldu þér ískaldan mjólkurdrykk í handhægum umbúðum í næstu verslun. Ólíklegt er að kvikuhreyfingar sem valdið hafa jarðskjálftum við Upptyppinga, um 20 kílómetra austan við Öskju, brjótist upp á yfirborðið í eldgosi, segir Steinunn Jakobsdóttir, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands. Á þriðja þúsund skjálftar hafa orðið á svæðinu frá því í febrúar, og var sterkasta hrinan hingað til síðastliðinn þriðjudag. Síðan hefur hægst á skjálftavirkninni. Steinunn segir að kvikuhreyfingar djúpt undir yfirborðinu valdi líklega skjálftunum, sem eigi upptök sín á 15-20 km dýpi. Ragnar Stefánsson, prófessor í jarðvárfræðum við Háskólann á Akureyri, segir að ef skjálftavirknin haldi áfram og færist ofar í jarðskorpuna aukist líkur á eldgosi, en þróunin hafi ekki verið í þá áttina hingað til. Ragnar segir að síðast hafi gosið á Öskjusvæðinu árið 1961. Ekki er sjáanlegt mynstur í gosum á svæðinu eins og hjá Heklu og Kötlu og því engar vísbendingar um hvenær næsta eldgos þar verði. Bæði Ragnar og Steinunn benda á að ástæða þess að þessi gríðarlega skjálftavirkni mælist yfir höfuð sé nýir skynjarar sem komið hafi verið fyrir til að fylgjast með áhrifum af Hálslóni. Þar hafi engin hreyfing orðið, en mælarnir hafi þó nýst við að afla upplýsinga um kvikuhreyfing- arnar undir Upptyppingum. Ólíklegt að skjálftar boði eldgos Búið er að berklaprófa helming þeirra 120 manna sem taldir voru í smit- hættu af portúgölsku stúlkunni sem greindist með berklasmit á Kárahnjúkum í maí. Enginn þeirra hefur greinst með smit, að sögn Péturs Heimissonar, yfirlæknis Heil- brigðisstofnunar Austurlands. Hluti þeirra verkamanna sem fyrst voru prófaðir reyndist hafa smitast af berklum áður en þeir komu til landsins. Þeir voru því sendir í lungna- myndatöku, en hún leiddi ekkert óeðlilegt í ljós. Enginn enn reynst veikur „Enginn þeirra á peninga fyrir flugi heim, jafnvel ekki mat. Sumir þeirra eru að missa húsnæðið, en aðrir búa hjá mér. Við lifum eiginlega á konunni minni núna,“ segir Haralds Kaulins, sem var verkstjóri hjá Stokkum ehf. Haralds hefur búið á Íslandi síðan árið 2001 og hóf störf hjá Stokkum í mars 2006. Hann og fjórir aðrir lettneskir karlmenn fengu engin laun útgreidd frá verktakafyrirtækinu Stokkum um mánaðamótin. Þeir hafa starfað við byggingu Hótels Arnarhvols í Reykjavík. Einn mannanna, Helmut, er með konu sína og tvö börn á landinu og segist ekki eiga fyrir mat. Hann býst við að missa brátt húsnæðið. Í stað launaseðils fékk Haralds álagningarseðil frá skattinum um mánaðamótin. Samkvæmt honum skuldar hann 350.000 krónur í skatt. Atvinnurekandinn dró hins vegar af honum fulla skatta allt síðasta ár. „Ég hef heldur ekki fengið útlagð- an kostnað greiddan og eigandi Stokka hefur dregið húsaleiguna af laununum. Síðan var hún ekki greidd til leigusalans.“ Steinar H. Kristinsson, fram- kvæmdastjóri og eigandi Stokka, viðurkennir fúslega að margt hafi misfarist í rekstrinum. „Þetta er leiðindamál og ætti ekki að gerast en ég er að ganga frá þessu. [Van- goldnir skattar] eru mín sök og það þarf ég að taka á mig,“ segir hann. Hann neitar því ekki heldur að honum hafi láðst að greiða mönn- unum orlof. Steinar segist vera að vinna í því að gera upp við mennina og það ætti að takast á næstu dögum. Hann eigi eftir að leggja inn reikn- ing til yfirverktaka fyrir síðasta mánuð. „Það hefur verið smá deila vegna aukaverka og reikninga. En ég ætla ekki að hlusta á það heldur sendi ég þeim bara reikning.“ Hins vegar virðist honum ljóst að helstu mistökin í rekstrinum hafi verið að vera of góður við Lettana. „Ég er búinn að vera allt of góður og hef ofborgað þeim. Aðrir eru að greiða sínum mönn- um 700 krónur á tímann en ég borga 900 til 1.200. Ég átti bara ekki von á því að þetta myndi ekki standa undir sér.“ Steinar ætlar að reyna að hindra að mennirnir missi húsnæði sitt. Slógust um launaseðlana Fimm lettneskir karlmenn fengu engin laun um þessi mánaðamót. Í staðinn fengu þeir óvænta sendingu frá skattinum. Þeir segjast enga peninga hafa fyrir mat né húsaleigu. Atvinnurekandinn telur sig hafa greitt of hátt tímakaup. Hann slóst við einn manninn í gær en ætlar að bjarga laununum á næstu dögum. Forvarnastarf læknanema, Ástráður, hefur í samstarfi við innflytjanda Durex á Íslandi ákveðið að dreifa fimmtán þúsund smokkum á úti- hátíðum um verslun- armannahelgina ásamt því að dreifa smokkum á Gay pride og Menningarnótt. Einnig mun hópurinn dreifa neyðarspjöldum Ástráðs með upplýsingum um símanúmer sem nota þarf í neyð til dæmis hjá Stígamótum og neyðarmót- töku vegna nauðgana. Dreifa 15 þús- und smokkum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.