Fréttablaðið - 03.08.2007, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 03.08.2007, Blaðsíða 12
B&L Gatan Strandvegur í Sjálandshverfi var á miðvikudag valin snyrtilegasta gatan í Garðabæ, en þá voru veittar við- urkenningar fyrir snyrtilegt umhverfi. Strandvegurinn er fjölbýlis- húsagata sem liggur meðfram ströndinni, og vakti snyrtilegur frágangur lóða og skemmtilegur heildarsvipur götunnar athygli, að því er fram kemur í tilkynn- ingu frá Garðabæ. Garðaskóli hlaut viðurkenn- ingu fyrir lóð fyrirtækis eða stofnunar, en nýtt og hlýlegt yfirbragð lóðarinnar þótti til fyrirmyndar, og ánægjulegt hversu vel nemendur hafi geng- ið um lóðina. Strandvegur valinn snyrtilegasta gatan Náttúrufræðistofnun Íslands er á leið í nýtt húsnæði. Útboð hefur verið auglýst en und- irbúningur hefur staðið síðan umhverfisráðuneytið samþykkti í vor að stofnunin fengi nýtt hús- næði. Gerð er krafa um að Náttúru- fræðistofnun verði á höfuðborg- arsvæðinu. „Þar skiptir máli að nálægð verði við aðrar rannsókn- arstofnanir og háskóla svo að vís- indamenn hafi betri aðgang að stofnuninni,“ segir Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrufræði- stofnunarinnar. Húsnæðið á að vera 3.500-4.000 fermetrar og fullnægja öllum kröfum sem gerðar eru til stofn- ana og safna. Í húsinu verður sér- stakt vísindasafn sem yrði opið vísindamönnum til rannsókna. Vísindasafnið hefur ekki verið opið. „Aðbúnaður þessa vísinda- safns hefur verið algerlega ófull- nægjandi,“ sagði Jón Gunnar. Skemmst er að minnast þess þegar fjölmargir gripir eyðilögð- ust í geymslu í haust þegar raf- magn fór af frystiklefa. „Við kærðum málið en enn hefur eng- inn botn fengist í það.“ Sýningarsalurinn hefur verið aðskilinn Náttúrufræðistofnun. Stofnað hefur verið í staðinn Náttúruminjasafn Íslands sem sér um safnið og heyrir það undir menntamálaráðuneytið. Vísindasafn verður opnað Aldrei hafa fleiri flugvélar flogið um íslenskt flugstjórnarsvæði í einum mánuði og í nýliðnum júlí. Í júlí fóru 12.110 flugvélar um flugstjórnarsvæðið sem er tæplega sextán prósenta aukning frá sama mánuði í fyrra. Með áframhaldandi þróun af þessum toga má búast við að flugumferð um flugstjórnar- svæðið nái í fyrsta skiptið yfir hundrað þúsund flugvélum á einu ári segir í tilkynningu frá Flugstoðum. Aukning á þessu ári stefnir í að vera yfir tíu þúsund flugvélar. Aldrei meiri flugumferð Dómsmála- ráðherra vill selja RÚV Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir að réttast væri að selja Ríkisútvarpið. Formaður menntamála- nefndar er honum sammála. Útvarpsstjóri hefur ekki áhyggjur af skoðunum ráðherra. „Mín vegna má Björn Bjarnason hafa hvaða skoð- un sem er á því hvort selja eigi Ríkisútvarpið. Það heldur ekki fyrir mér vöku,“ segir Páll Magn- ússon útvarpsstjóri um skrif Björns Bjarnasonar dómsmálaráð- herra á heimasíðu sinni bjorn.is. Þar fjallar Björn um Ríkisútvarpið og segir: „Hlutafélagavæðing RÚV hafði ekki að markmiði að auð- velda RÚV að kaupa starfsmenn annarra stöðva og veita þeim ríkis- skjól. Væri ekki best, að selja batt- eríið allt (fyrir utan gömlu guf- una), svo að snillingarnir gætu keppt við Baugsmiðlana á jafnrétt- isgrundvelli, án þess að fá nef- skatt?“ Þegar Fréttablaðið leitaði nánari útskýringa frá Birni kvaðst hann ekkert tjá sig um málið umfram það sem stæði í færslunni. „Nú veit ég ekki hvaða starfs- menn Björn á við né hvert hann er yfir höfuð að fara í þessari færslu sinni,“ segir Páll. Hann segir að einn helsti kostur breytts rekstrar- forms Ríkisútvarpsins sé sá að stjórnvöld hafi ekkert að segja um mannaráðningar. „Mannaráðningar fara nú fram á hreinum faglegum forsendum burtséð frá því hvort einhverjir starfsmenn hafi áður verið hjá því sem Björn kallar „Baugsmiðlana“. Kannski sér Björn svolítið eftir þessum pólitísku áhrifum og vill frekar hafa þetta eins og það var áður – og hann væri þá auðvitað frjáls að þeirri skoðun,“ segir Páll. Sigurður Kári Kristjánsson, alþingismaður og formaður menntamálanefndar, vitnar í Björn á heimasíðu sinni og segir óhætt að svara spurningu Björns játandi. „Ég hef alltaf verið þeirrar skoð- unar að ríkið eigi ekki að reka fjöl- miðil,“ segir Sigurður og kveðst hlynntur því að Ríkisútvarpið verði selt þótt hann hafi verið einn þeirra sem börðust fyrir því að koma hlutafélagavæðingu þess í gegn. Ágúst Ólafur Ágústsson, vara- formaður Samfylkingarinnar, segir að ummæli ráðherra og formanns menntamálanefndar komi sér ekki á óvart. „Þessar raddir hafa heyrst áður í Sjálfstæðisflokknum en ég er þeim gjörsamlega ósammála. Samfylkingin hefur alltaf staðið vörð um Ríkisútvarpið sem ríkis- fjölmiðil og það er ekkert í stjórn- arsáttmála þessarar ríkisstjórnar sem gerir ráð fyrir sölu þess,“ segir Ágúst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.