Fréttablaðið - 03.08.2007, Blaðsíða 16
fréttir og fróðleikur
15. ágúst næstkomandi
mun íslenska ríkið taka
við rekstri Ratsjárstofn-
unar. Utanríkisráðherra
segir tilfærsluna ekki fara
fram eins og best hefði
verið á kosið. Reksturinn
kostar í kringum milljarð
króna á ári og hægara
er sagt en gert að aðlaga
áður bandarískt rekna
starfsemi að íslenskri
stjórnsýslu.
Ratsjárstofnun telst stofnun
undir yfirstjórn utanríkisráðu-
neytisins þrátt fyrir að allur
rekstur hennar hafi verið fjár-
magnaður af bandarískum yfir-
völdum.
Samkvæmt varnaráætlun við
Bandaríkin, sem samþykkt var í
september í fyrra, verður starf-
semi stofnunarinnar flutt undir
íslenska ríkið 15. ágúst.
Kostnaður við stofnunina var
1.200 milljónir árið 2005, en
ráðuneytið telur sig geta lækk-
að hann verulega við yfirtök-
una. Ingibjörg Sólrún Gísladótt-
ir utanríkisráðherra nefndi
töluna 800 milljónir í júní þegar
hún fundaði með aðstoðar-
utanríkisráðherra Bandaríkj-
anna, Nicholas Burns. Rekstrarumgjörð Ratsjárstofn-
unar hefur hingað til mótast af
því að Bandaríkin hafa staðið
straum af öllum rekstarkostnaði.
Laun þeirra starfsmanna sem
ráðnir eru utan íslenskra kjara-
samninga hafa því verið talsvert
hærri en þekkist á Íslandi.
Utanríkisráðuneytið hefur
ákveðið að gildandi ráðningar- og
kjarasamningar verði virtir við
yfirtökuna. Þar með verður fjöldi
starfsmanna Ratsjárstofnunar á
háum launum sem samræmast
engan veginn launum ríkisstarfs-
manna. Yfirmenn stofnunarinn-
ar hafa verið ófáanlegir að gefa
upp hvað stofnunin hefur greitt
þeim í laun. Allir starfsmenn
stofnunarinnar eru íslenskir.
Engar heimildir eru í lögum
fyrir fjárveitingum til stofnun-
arinnar. Í apríl samþykkti þáver-
andi ríkisstjórn að veita 241
milljón króna í reksturinn í fjár-
aukalögum sem samþykkt verða
á haustþingi. Jafnframt var lofað
að 824 milljónir yrðu heimilaðar
á fjárlögum fyrir árið 2008.
Hvorugt hefur verið staðfest
með lögum, en ný ríkisstjórn
hefur það á stefnuskránni.
Starfshópur á vegum utanríkis-
ráðuneytisins vinnur nú að
greiðri tilfærslu reksturs Rat-
sjárstofnunar til ríkisins. Ýmsar
leiðir verða skoðaðar til að auka
hagræðingu í rekstrinum og sjá
til þess að kostnaður ríkisins
verði sem minnstur. Jafnvel gæti
svo farið að rekstrarformi stofn-
unarinnar verði breytt.
Hópinn skipa sérfræðingar á
vegum ráðuneytisins. Hópurinn
mun leggja niðurstöður sínar
fyrir ráðherra á haustmánuðum,
en ríkið tekur yfir rekstur stofn-
unarinnar 15. ágúst. Því verða
engar breytingar á fyrirkomu-
lagi rekstursins á fyrstu mánuð-
unum.
Ráðherra hefur sagt að standa
hefði mátt öðruvísi að tilfærsl-
unni. Nú sé hins vegar aðeins ein
leið út og mikilvægt að hún gangi
snurðulaust fyrir sig.
Stofnunin var sett á laggirnar í
maí árið 1987. Hlutverk hennar
hefur verið að afla upplýsinga
um flugumferð yfir Íslandi og
umhverfis landið með rekstri
ratsjárstöðva. Upplýsingarnar
voru svo nýttar af varnarliðinu
og Flugmálastjórn Íslands. Eftir
að tilkynnt var um brottför varn-
arliðsins 15. mars á síðasta ári
var óvíst um hvers hlutverk það
væri að halda úti ratsjárstöðvun-
um.
Tilkynnt var í september að
ratsjárkerfið yrði fært undir
íslenska ríkið, en ríkisstjórnin
var vongóð um að fjármunir
fengjust frá Atlantshafsbanda-
laginu til að reka það, að minnsta
kosti að hluta. Sú von er ekki
lengur til staðar og ljóst er að
Íslendingar verða að fjármagna
það að öllu leyti.
Ratsjárkerfinu hefur verið lofað
til árlegra heræfinga á vegum
Bandaríkjahers og orrustuþota
frá NATO, sem munu halda her-
æfingar fjórum sinnum á ári.
Steingrímur J. Sigfússon, for-
maður Vinstri grænna, segir einu
réttlætinguna fyrir rekstri kerf-
isins vera almenna borgaralega
umferð í þágu flugumferðar-
stjórnar. Ekki fékkst uppgefið
hverjar tekjur stofnunarinnar
eru af þjónustu við almenna flug-
umferð.
Í næstu viku mun utanríkis-
málanefnd Alþingis funda og
ræða meðal annars framtíð rat-
sjárkerfisins og hvaða fjárheim-
ildir verði nýttar til að standa
straum af heræfingum.
Þriðja stærsta flugfélag í Evrópu
Þrautalending Ratsjárstofnunar
Launin helsta
ástæðan
V
in
n
in
g
ar
v
er
ð
a
af
h
en
d
ir
h
já
B
T
Sm
ár
al
in
d
. K
ó
p
av
o
g
i.
M
eð
þ
ví
a
ð
t
ak
a
þ
át
t
er
tu
k
o
m
in
n
í
SM
S
kl
ú
b
b
. 9
9
kr
/s
ke
yt
ið
.
VINNINGAR ERU BÍÓMIÐAR, TÖLVULEIKIR,
DVD MYNDIR OG MARGT FLEIRA!
SENDU SMS JA SMF Á 1900
OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ MIÐA
HEIMSFRUMSÝND MEÐ
ÍSLENSKU OG ENSKU TALI 27. JÚLÍ
11.
HVER
VINNUR
!