Fréttablaðið - 03.08.2007, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 03.08.2007, Blaðsíða 28
BLS. 4 | sirkus | 3. ÁGÚST 2007 CAPRI KATARÍNA Komið allir Caprisveinar. Komið sláið um mig hring, á meðan ég mitt kveðjukvæði um Katarínu litlu syng. Látið hlæja og gráta af gleði gítara og mandó lín. Katarína, Katarína, Katarína er stúlkan mín. Í fiskikofa á klettaeyju Katarína litla býr. Sírenur á sundi bláu syngja um okkar ævintýr. Á vígða skál í skuggum trjánna skenkti hún mér sitt capri vín. Katarína, Katarína, Katarína stúlkan mín. Með kórónu úr capriblómum krýndi hún mig hinn fyrsta dag. Af hæst tindi hamingjunnar horfðum við um sólarlag. Þar dönsuðum við Tarantella og teyguðum lífsind guðavín. Katarína, Katarína, Katarína er stúlkan mín. En nú verð ég að kveðja Capri og Katarínu litlu í dag. Horfa mun ég út til eyjar einn um næsta sólarlag. Grátið með mér, gullnu strengir, gítara og mandólín. Katarína, Katarína, Katarína stúlkan mín. Katarína stúlkan mín. Í brúðkaupsferðalagi á Capri EYJAN CAPRI Flottur staður sem gott er að dveljast á. H in nýgiftu hjón Maríkó Margrét Ragn-arsdóttir og Árni Þór Vigfússon eru nú stödd á eyjunni Capri í hálfs mánaðar brúðkaupsferðalagi. Eyjan Capri hefur löngum verið eftirsóttur staður hjá þotu- liðinu í Hollywood. Það var faðir brúðgumans, Vigfús Þór, sem gaf hjónin saman við hátíðlega athöfn í Grafarvogskirkju hinn 21. júlí síðastlið- inn. Í glæsilegri brúðkaupsveislu þeirra hjóna sem var haldin í Valhöll á Þingvöll- um mætti sjálfur Raggi Bjarna til að trylla lýðinn. Voru menn og konur sammála um að þar hafi Raggi enn og aftur sýnt sig og sannað sem einn öflugasti skemmtikraftur landsins. Hann lagði brúðhjónunum lín- urnar og bað þau að minnast þess í brúð- kaupsferðinni hvernig Capri-stúlkan Kat- arína blés skáldinu frá Fagraskógi, Davíð Stefánssyni, það hressilegum anda í brjóst að hann orti kvæðið „Capri Katarína“ af munni fram. Nú er það án efa músan Maríkó sem skreytir sig capri-blómum til að dansa Tarantellu og teyga lífsins guða- vín með hinum nýbakaða eiginmanni. Ærið tilefni fyrir sírenurnar á sundinu bláa til að endurvekja söng sinn um íslensk ástarævintýr. MARIKÓ MARGRÉT OG ÁRNI ÞÓR E lma Lísa Gunnarsdóttir leikkona og Reynir Lyngdal leikstjóri hafa sett stór-glæsilega íbúð sína við Hringbraut 32 á sölu. Ástæðan? Þau ætla að flytja lengra inn í Vesturbæinn. „Við ætluðum eiginlega ekki að selja en svo gerðist þetta bara einhvern veg- inn,“ segir Elma Lísa en þau hjónakornin hafa keypt sér íbúð við Kvisthaga. „Vinafólk okkar var nýflutt í sömu götu og við ákváðum eigin- lega að elta þau,“ bætir leikkonan við. Elma Lísa og Reynir hafa búið við Hring- brautina í ein sex ár og það hefur farið ein- staklega vel um þau. „Þegar við komum að skoða íbúðina í fyrsta sinn urðum við svo heilluð að við ákváðum strax að kaupa hana. Það er svo góður andi í henni og okkur hefur liðið rosalega vel hérna,“ segir Elma Lísa. Íbúðin við Hringbraut er með eindæmum glæsileg. Í raun svo glæsileg að eftir er tekið. Blaðagreinar hafa verið skrifaðar um hana í erlendum sem innlendum hönnunartímarit- um. Hátt er til lofts í íbúðinni og stórir boga- dregnir gluggar, sem einkenna húsið, fylla íbúðina birtu. Samkvæmt upplýsingum frá fasteignasölunni prýða upprunalegar rósettur og listar alla íbúðina, sem og upprunalegt veggfóður. Íbúðin er tæpir hundrað fermetrar, með tveimur svefnherbergjum, stofu og borð- stofu. Húsið stendur sem fyrr segir við Hringbraut. Þaðan er gengið inn í húsið sem og frá Tjarnar- götu. Íbúðin hentar barnafjölskyldum vel. Dóttir Reynis á sitt eigið herbergi á Hring- brautinni en fær nýtt á Kvisthaganum. „Sú litla segist nú ekki vilja flytja og við hefðum alveg getað verið með fleiri börn hérna ef slíkt hefði verið á dagskrá,“ segir Elma Lísa, sem nú kveður Hringbrautina með söknuði. ELMA LÍSA OG REYNIR LYNGDAL HAFA SETT ÍBÚÐINA SÍNA VIÐ HRINGBRAUT Á SÖLU OG KEYPT NÝJA Á KVISTHAGA. Kveður Hringbrautina ÓTRÚLEGA FLOTT ÍBÚÐ Myndir úr íbúðinni birtust meðal annars í bókinni Heimilisbragur. MYND/GUNNAR SVERRISSON BJÖRT ÍBÚÐ Bogadregnir gluggarnir fylla íbúðina birtu. MYND/GUNNAR SVERRISSON ÚR BÓKINNI HEIMILISBRAGUR með söknuði KVEÐUR ÍBÚÐINA MEÐ SÖKNUÐI Elma Lísa á eftir að sakna íbúðarinnar við Hringbraut. Megas og Senuþ. Frágangur Ýmsir Íslandslög 7 KK og Maggi Eiríks Langferðalög Ýmsir Í brekkunni: Eyjalögin Ýmsir 100 Íslensk 80’s lög Ljótu Hálfvitarnir Ljótu Hálfvitarnir Ýmsir Íslandslög 1-6 Mika Life in Cartoon Motion Hvanndalsbræður Skást of Gus Gus Forever Amy Winehouse Back To Black Garðar T. Cortes Cortes 2007 Ýmsir Number 1 Laddi Hver er sinnar kæfu smiður Jógvan Jógvan Ýmsir Gleðilegt sumar Lay Low Please Don’t Hate Me Lada Sport Time And Time Again Tríó B. Thor og A. Gyl Vorvísur Ýmsir Heimilistónar 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 Langmest seldi diskur ársins. Mest seldi diskur á einni viku á þessu ári. Megas með möglega plötu ársins. Frábær safnplata sem vert er að skoða. Tryggðu þér eintak. Íslandslög 7 Megas og Senuþjófair Nældu þér í eintak Li st in n gi ld ir vi ku na 2 . á gú st - 9. á gú st 2 00 7 VINSÆLASTA TÓNLISTIN A N Lækka frá síðustu viku Hækkar frá síðustu viku Stendur í staðNýtt á listaAftur á lista A N N N A LAUGAVEGI 86-94, S: 511-2007
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.