Fréttablaðið - 03.08.2007, Blaðsíða 57

Fréttablaðið - 03.08.2007, Blaðsíða 57
Tónleikar Stuðmanna í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum og brekku- söngur þjóðhátíðar í Eyjum verða í beinni útsendingu á Rás 2 næst- komandi sunnudag. Með Stuð- mönnum koma fram Shady Owens, Laddi, Birgitta Haukdal og Val- geir Guðjónsson. Hefjast tónleik- arnir klukkan 20.30 og standa yfir til 22.00. Jafnframt má búast við mikilli stemningu í brekkusöngnum þegar Árni Johnsen dregur fram gítarinn og hefur upp raust sína. Tónleikum KK og Magga Eiríks sem voru haldnir á Hótel Borg í gærkvöldi verður jafnframt útvarpað í heild sinni í kvöld klukkan 21.00. Liðsmenn Rásar 2 verða á far- aldsfæti um verslunarmannahelg- ina og munu greina frá því sem hæst ber í Eyjum, á Akureyri, á Neistaflugi í Neskaupstað og víðar. Stuðmenn í beinni Fimm nýjar íslenskar stuttmynd- ir og ein erlend með íslenskum aðalleikara hafa verið valdar til þátttöku á alþjóðlegu kvikmynda- hátíðinni RIFF sem verður haldin hér í haust. Myndirnar sem um ræðir eru Bræðrabylta, eftir Grím Hákon- arson, Monsieur Hyde, eftir Veru Sölvadóttur, Takk fyrir hjálpið, eftir Benedikt Erlingsson, Skrölt- ormar, eftir Hafstein Gunnar Sig- urðsson, Misty Mountain, eftir Óskar Þór Axelsson og Border- work, eftir Tom Wright, með Ingv- ar E. Sigurðsson í aðalhlutverki. Auk frumsýninganna verður stuttmyndin Anna eftir Helenu Stefánsdóttur sýnd. Hún var frumsýnd í vor og var meðal ann- ars sýnd á kvikmyndahátíðinni í Karlovy Vary. Hátíðin fer fram dagana 27. september til 7. október. Meðal þess sem ber hæst á hátíðinni í haust eru sýningar helstu verka þýska kvikmyndagerð- armannsins, Rainers Werners Fassbinder, í tilefni 25 ára dánar- afmælis hans. Stuttmyndir sýndar á kvikmyndahátíð Stærstu stjörnurnar í bandarísku sjónvarpi þéna gríðarlegar upphæðir á hverju ári. Oprah er hæstlaunaða sjónvarps- stjarnan í Bandaríkjunum og rakar inn um tvö hundruð og sextíu millj- ónum dollara á ári. Þá eru tekin með í reikninginn laun fyrir að koma fram í öðrum þáttum eins og Rachael Ray eða Dr. Phil. Þetta lætur Simon Cowell, sem fær fjöru- tíu og fimm milljónir á ári, og Judge Judy með sínar þrjátíu og fimm líta út eins og fátæklinga. Það sem kom mest á óvart var hversu vel launaður Zach Braff í Nýgræðingum er sem fær rúmar sex milljónir á ári eða um þrjú hundruð og fimmtíu þúsund doll- ara á þátt. Það er álíka mikið og Hugh Laurie í House, Eva Longor- ia í Aðþrengdum eiginkonum og Charlie Sheen í Two and a Half Men fá fyrir sína þætti. William Petersen, sem fer með hlutverk Grissom, situr ansi ofarlega með fimm hundruð þúsund dollara á þátt en hann á það nú skilið enda orðinn nánast eins og guð í augum CSI-aðdáenda. K á n t r ý h át í ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.