Fréttablaðið - 03.08.2007, Blaðsíða 57
Tónleikar Stuðmanna í Fjölskyldu-
og húsdýragarðinum og brekku-
söngur þjóðhátíðar í Eyjum verða
í beinni útsendingu á Rás 2 næst-
komandi sunnudag. Með Stuð-
mönnum koma fram Shady Owens,
Laddi, Birgitta Haukdal og Val-
geir Guðjónsson. Hefjast tónleik-
arnir klukkan 20.30 og standa yfir
til 22.00.
Jafnframt má búast við mikilli
stemningu í brekkusöngnum
þegar Árni Johnsen dregur fram
gítarinn og hefur upp raust sína.
Tónleikum KK og Magga Eiríks
sem voru haldnir á Hótel Borg í
gærkvöldi verður jafnframt
útvarpað í heild sinni í kvöld
klukkan 21.00.
Liðsmenn Rásar 2 verða á far-
aldsfæti um verslunarmannahelg-
ina og munu greina frá því sem
hæst ber í Eyjum, á Akureyri, á
Neistaflugi í Neskaupstað og
víðar.
Stuðmenn í beinni
Fimm nýjar íslenskar stuttmynd-
ir og ein erlend með íslenskum
aðalleikara hafa verið valdar til
þátttöku á alþjóðlegu kvikmynda-
hátíðinni RIFF sem verður haldin
hér í haust.
Myndirnar sem um ræðir eru
Bræðrabylta, eftir Grím Hákon-
arson, Monsieur Hyde, eftir Veru
Sölvadóttur, Takk fyrir hjálpið,
eftir Benedikt Erlingsson, Skrölt-
ormar, eftir Hafstein Gunnar Sig-
urðsson, Misty Mountain, eftir
Óskar Þór Axelsson og Border-
work, eftir Tom Wright, með Ingv-
ar E. Sigurðsson í aðalhlutverki.
Auk frumsýninganna verður
stuttmyndin Anna eftir Helenu
Stefánsdóttur sýnd. Hún var
frumsýnd í vor og var meðal ann-
ars sýnd á kvikmyndahátíðinni í
Karlovy Vary.
Hátíðin fer fram dagana 27.
september til 7. október. Meðal
þess sem ber hæst á hátíðinni í
haust eru sýningar helstu verka
þýska kvikmyndagerð-
armannsins, Rainers Werners
Fassbinder, í tilefni 25 ára dánar-
afmælis hans.
Stuttmyndir sýndar
á kvikmyndahátíð
Stærstu stjörnurnar í
bandarísku sjónvarpi þéna
gríðarlegar upphæðir á
hverju ári.
Oprah er hæstlaunaða sjónvarps-
stjarnan í Bandaríkjunum og rakar
inn um tvö hundruð og sextíu millj-
ónum dollara á ári. Þá eru tekin
með í reikninginn laun fyrir að
koma fram í öðrum þáttum eins og
Rachael Ray eða Dr. Phil. Þetta
lætur Simon Cowell, sem fær fjöru-
tíu og fimm milljónir á ári, og
Judge Judy með sínar þrjátíu og
fimm líta út eins og fátæklinga.
Það sem kom mest á óvart var
hversu vel launaður Zach Braff í
Nýgræðingum er sem fær rúmar
sex milljónir á ári eða um þrjú
hundruð og fimmtíu þúsund doll-
ara á þátt. Það er álíka mikið og
Hugh Laurie í House, Eva Longor-
ia í Aðþrengdum eiginkonum og
Charlie Sheen í Two and a Half
Men fá fyrir sína þætti. William
Petersen, sem fer með hlutverk
Grissom, situr ansi ofarlega með
fimm hundruð þúsund dollara á
þátt en hann á það nú skilið enda
orðinn nánast eins og guð í augum
CSI-aðdáenda.
K á n t r ý h át í ð