Fréttablaðið - 03.08.2007, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 03.08.2007, Blaðsíða 34
BLS. 10 | sirkus | 3. ÁGÚST 2007 Æ tli ég sé ekki bara mismun-andi týpa eftir dögum,“ segir leikarinn Bjartmar Þórðar- son spurður um eigin fatastíl. „Stund- um er sálin í pönkuðu afaskapi og þá bregð ég mér í gollu, gaddabelti, skyrtu og támjóa skó og skreyti herlegheitin með lakkrísbindinu góða. Aðra daga eru það stórir hvítir strigaskór og der- húfa, buxur með klofið milli hnjánna og víðar peysur í neonlitum,“ segir Bjartmar og viðurkennir að hafa geng- ið í gegnum alls konar misgáfuleg tískutímabil. „Hver vill ekki gleyma buffalotímabilinu eða því þegar allir áttu röndóttar útvíðar buxur? Þetta kemur samt allt aftur, það eru ekki mörg ár síðan allir bölvuðu gulrótar- buxunum og krumpugöllum í neonlit- um. Núna er þetta hátíska.“ Bjartmar hefur gaman af að kaupa föt í hinum ýmsu stórborgum en Top Shop á Oxford-stræti er í sérstöku uppáhaldi. Fataskápurinn ætti því að fá andlitslyftingu í haust því Bjartmar stefnir á að flytja til London í septem- ber til að halda í framhaldsnám í leik- list og leikstjórn. „Top Shop á Oxford- stræti er sérstök fyrir það að þar fá ungir hönnuðir að spreyta sig. Þar er hægt að finna allt, ný og notuð föt í bland við tilraunakennd föt sem verið er að sjá hvort seljist áður en fötin eru send í hinar Top Shop-búðirnar,“ segir Bjartmar, sem hefur einnig notið góðra fatakaupa í New York og Istanbúl. „Ég keypti eina uppáhaldsflíkina mína á markaði í Istanbúl þegar við félagarnir fórum í ævintýraferð til Tyrklands. Það er svarthvít Guffapeysa sem fylgdu tíu tússlitir svo eigandinn geti dundað sér sjálfur við að lita flíkina,“ en Bjartmar játar að litagleði hafi áhrif á fatavalið. „Ég klæðist sumarlegum fötum bæði á sumrin og veturna og skora á fólk að gera slíkt hið sama til að lífga upp á skammdegið með hressilegum litum.“ Í gulrótarbuxum með lakkrísbindi Í FOKDÝRUM FÁNALITUM „Þetta er svakaleg peysa sem ég fékk í Spúútnik. Hún er í fánalitunum og annaðhvort finnst fólki hún æðisleg eða ógeðsleg.“ Ég borgaði fúlgu fyrir hana. Alltof mikið miðað við hvað maður á að eyða í föt.” TÚSSLITAPEYSA FRÁ ISTANBÚL Dúllar sér með rauðan tússlit. Bjartmar ætlar sér rúm fimm ár í að klára að tússlita þessa forlátu Guffapeysu sem hann keypti sér í ævintýraferð í Istanbúl. Frábærlega sniðug peysa sem hægt er að breyta að vild, eftir því sem tússpennarnir leyfa. GJÖF FRÁ KÆRASTANUM „Þetta er svona pönkuð afapeysa úr All Saints. Mjög eiguleg flík en það sem heillar mig við hana eru öll smáatriðin, til dæmis eru engar tvær tölur eins. Það gefur peysunni extra gildi að ég fékk hana í gjöf frá manninum.“ SIRKUSMYND/VALLI HEIÐGULIR SUMAR- SKÓR “Ég keypti þessa skó í Top Shop í London. Þeir eru svo gulir að fólk snýr sig úr hálslniðn- um til að horfa á þá,“ en þess má geta að Bjartmar á fimm alveg eins skópör í mismun- andi litum. BJARTMAR ÞÓRÐARSON HEFUR GENGIÐ Í GEGNUM MISGÁFULEG TÍSKUTÍMABIL OG HEFUR GAMAN AF ÞVÍ AÐ KAUPA FÖT Í STÓRBORGUM. HANN HYGGST FLYTJA BÚFERLUM TIL LONDON Í HAUST PÍNULÍTIÐ PÓLITÍSKUR Bjartmar fékk þennan grænbláa Palestínuklút í London. „Hann er glaðlegur en pínulítið pólitískur því hann minnir á Ísrael-Palestínu. deiluna. Eiginlega finnst mér eins og ég sé persóna í Gasa söngleik þegar ég klæðist honum, sem er mjög steikt.”
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.